Nýtt blogg, nýjar áherslur.

Ég hef ákveðið að stofna nýtt blogg um lífið mitt hérna á Spáni. Þar verður örugglega eingöngu rætt um hvaða vandræði ég kem mér og hvaða ævintýri ég upplifi. Ég set myndir reglulega inn á facebook fyrir þá sem vilja skoða þau í myndum. Þetta blogg var alltaf upprunalega hugsað sem pælingablogg en ekki um daglegt líf og þess vegna hef ég stofnað http://smaborgaralif.wordpress.com fyrir allt það sem gerist fyrir Smáborgarann á Spáni.

Áhugasamir endilega kíkið við, en þetta blogg verður örugglega ekki mjög virkt nema mér detti einhverjar rosalegar pælingar í hug sem mér finnst ekki passa inn í hitt.

Kveðja,

Björgvin

Breytingar, blogg og bílastæði

Vá, rúmir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast. Það er alveg hræðilegur hlutur. En maður er búinn vera með fullt í fangi með að lifa daglega lífinu til að hafa tíma til að vera að skrifa mikið hér. Ég er búinn að skipta um vinnu þannig að ég vinn næstum ekkert fyrir framan tölvu.  Sem þýðir að ég get ekkert stolist í blogg-gírinn þegar mér hentar.  Það er vissulega leiðinlegt, en vinnan skánar með hverjum deginum og alltaf jafn frábært að vera að vinna í bransanum sem maður vill vinna í.

En margir hlutir eru í deiglunni hjá mér. Tvær hugmyndir af vefsiðum sem ég hef viðrað við nokkra aðila að reyna að gera að veruleika. Ein hugmyndin er flókin en hin veltur öll á minni vinnu og dugleg-heitum til þess að láta ganga. Og að sjálfsögðu er ég bjartsýnni á þá hugmynd því ég veit allavega hvað ég á að gera næst. Erfiðara að koma bloggi af stað en vefsíðu. En nú hef ég sagt nóg um það.

Ég er búinn að vera að fara í World Class í Laugum seinustu daga og tók eftir athyglisverðum hlut í dag. Það er nú þannig að bílastæðin eru nú ekki það mörg og mörgum finnst það lítið tiltökumál að leggja bara við kantinn á götunni. Sem ég kippi mér reyndar ekkert upp við en stöðumælaverðir Reykjavíkurborgar sáu sér fært um að kippa sér upp við það og voru í óða önn að gefa sektarmiða þegar ég lagði leið mína þangað áðan. Vissulega urðu eigendur þessara bíla ekki par sáttir þegar þeir kæmu út aftur. En svo fimm mínútum eftir að þeir fóru kom lögreglan á sínum bíl, keyrði upp á hjólaplanið og lagði næstum beint fyrir framan innganginn? Hefur lögreglan leyfi til þess að leggja alls staðar spyr ég nú bara? Frekar af forvitni en pirring því það gæti nú vel verið að þeir séu einhverstaðir yfir það hafnir að leggja í venjuleg stæði. Fyrst forsetisráðherra má ekki leggja upp á kanti fyrir framan listasafnið þá ætti lögreglan ekki að mega leggja á gangstéttina við World Class? En það hefði verið gaman að sjá stöðumælaverði sekta lögregluna fyrir að leggja ólöglega. Það hefði gert daginn minn.

Tveggja mánaða persónulegu up-deiti er hér með lokið.

Outsourcuð íbúðaleiga.

Síðasta mánuðinn er ég búinn að skoða fleiri íbúðasíður á netinu en hollt getur verið fyrir meðalmann. Ég er alltaf að finna fleiri síður sem eru með smáauglýsingar þannig að þetta hefur svona snjóboltunaráhrif að ég er að drukkna í íbúðaauglýsingum. Ég þarf íbúð á ákveðnum stað í Madrid, give or take nokkrir kílómetrar og það eru nóg til af íbúðum í þessum hverfum þannig að úr nógu er að taka.

En málið er að ég er að skoða þetta svo snemma að spontant Spánverjar eru ekkert mikið fyrir það að vera að taka því að maður komi eftir fjóra mánuði. En ég treysti því að ennþá verði úr nógu að taka þegar ég kem þarna í september þannig að ég geti notað tímann í að gera þetta in person.

En þá fékk ég þessa frábæru hugmynd. Þó ég sé ekki viðskiptajöfur með mikla peninga milli handanna og lítinn tíma til að framkvæma hlutina þá get ég alveg eytt smávægilegum pening í þægindi. Og með því að taka mér Tim Ferris til fyrirmyndar, enn og aftur(hættu að ranghvolfa augunum, þú veist hver þú ert) þá hef ég ákveðið að einfaldlega outsourca þessu verkefni til Indlands. Fyrir nokkra þúsundkalla get ég ráðið mér internet-hjálpara í Indlandi sem setur saman lista fyrir mig yfir þær íbúðir sem eru í boði, samkvæmt þeim þörfum sem ég set fram. Þannig spara ég margra klukkustunda vinnu sem ég get notað í að bora í nefið eða drukkið bjór á Spáni. Svo fer ég með listann minn góða frá vinnusama Indverjanum til Madrid þar sem ég set mig í persónulegt samband við leigusalanna.

Yndisleg þessi outsourcun. Hvað er annars íslenska orðið yfir það?

Hafið þið reynt eitthvað þessu líkt?

Gítar til sölu

Sælinú,

Ég er ennþá að selja annan gítarinn minn. Seldi annan þeirra um daginn og hef ákveðið að setja hinn aftur í sölu. Þetta er ESP LTD Viper 400 og gefur að líta mynd af honum hér fyrir neðan. Selst á 50 þús kr. með ól.

Ég ætlaði að skrifa merkilega bloggfærslu um tvífeldni internetsins í sambandi við hvernig maður hagar sér í raunveruleikanum. En ég vil frekar bara sýna ykkur þessa mynd í staðinn..

Fyrirlestra-stress

(Ég) Hélt tölu á málþingi í gær. Málþing um hópastarf í æskulýðsstarfi þar sem ég fór í gegnum reynslu mína af vinnu af mínum hóp síðasta árið. Eftir mikinn undirbúning og mikla æfingu þá held ég að ég hafi bara staðið mig ágætlega. Það var hlegið á réttum stöðum, eða þegar ég reyndi að vera fyndinn, ég hljómaði held ég ekki stresaður og ég fékk mikið hrós fyrir. Sérstaklega þar sem ég var áberandi yngsti fyrirlesarinn með mjög svo óformlegan fyrirlestur.

Það er samt pínu fyndið hvað líkaminn er ekki alveg tengdur við hausinn á manni stundum. Ég var alveg með efnið pottþétt í hausnum á mér, en þegar á hólminn var komið þá virtist líkaminn vera eitthvað stressaður greyið þar sem hann titraði svona rosalega stundum að ég lagði bara cue-kortin mín á púltið til þess að vera ekki að auglýsa þessa vanhæfni mína. En það er samt æðisleg tilfinning þegar maður fær áhorfendur á sitt band og róast vel niður eftir fyrsta brandarann, þá heldur maður bara ótrauður áfram. „Public speaking“ stress er nefnilega alveg mjög hátt á skalanum yfir það sem fólk vill helst ekki láta koma fyrir sig, þannig að svona létt stress er bara jákvætt. Minnir mig á þegar ég var að byrja að spila á tónleikum, þá fann maður alltaf fyrir nettu stressi áður en maður fór á svið.

Ég var búinn að kynna mér hin og þessi fyrirlestraform til þess að reyna að vera ekki bara enn einn gaurinn með leiðinlega tölu. Ég einbeitti mér að því að vera hnitmiðaður og skýr milli þess sem ég sagði fyndnar sögur úr starfinu sem vöktu mikla lukku. Glærusýningin mín var algerlega tilganglaus án mín með samhengislausum stikkorðum til að styðja mál mitt, ekki samansafn upplýsinga sem fólk les á meðan það gleymir fyrirlesaranum. Þannig að ég var vonandi það óhefðbundinn til að fólk muni eftir manni.

Annars bendi ég bara á þetta vídjó máli mínu til stuðnings. Alveg frábær leið til að komast að hinu gullnu reglum fyrirlestra.

Prófar-veður

Ég fagna því alltaf þegar prófavertíðin gengur í garð í maí. Maður getur alltaf treyst því að þegar allir eru sveittir yfir bókunum þá lætur sólin sjá sig, hitinn hækkar upp úr öllu valdi og manni líður virkilega vel í sumar-stemmningunni. Alveg hreint frábært fyrir vinnandi mann eins og mig sem getur notið sólarinnar og veðursins á meðan hinir sitja með dregið fyrir gluggana til þess að láta ekki stöðugt minna sig á hversu frábært veðrið er.

Svona verður þetta í tvær vikur. Þá eru flest próf búin og þá kemur leiðinlegt veður aftur. Þannig er það bara. Óskrifað lögmál prófatarna.

Fasteignaleigu-prettir

Undanfarna daga hef ég verið að leita mér að íbúð í miðborg Madrid. Fyrir þá sem ekki vita er ég á leiðinni út í nám í „Audio Engineering“, sem engum manni dyttti í hug að beinþýða yfir á íslensku og ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og betrumbæta spænskuna mína í leiðinni. Þess vegna varð höfuðborg Spánar fyrir valinu og er ég búinn að skoða idealista.com og craigslist.com meira en eðlilegt þykir seinustu vikurnar.

Á Craigslist.com er hægt að skoða smáauglýsingar þar sem fólk lýsir eftir leigjendum en einnig er hægt að fá sína eigin smáauglýsingu birta. Og til að auka líkurnar mínar ákvað ég að skella einni svoleiðis þar inn. Nema hvað, það vakna alltaf miklar grunsemdir hjá mér þegar ég á við fólk sem sendir mér e-mail vegna íbúðaleigu. Ég á mjög erfitt með að treysta því að fólkið sé í raun og veru það sem það segir sig vera.

Ég lenti t.d. í einni um daginn sem sendi mér upplýsingar um íbúðina sína. Allt til alls og rosa fínt. En svo var staðsetningin á henni á absúrdlega góðum stað, myndirnar sem hún sendi mér voru svona thumbnail myndir sem engum dytti í hug að senda til að selja íbúð og svo að lokum kom; „Svo millifærirðu bara til að byrja með með Western Union fyrstu greiðsluna“. Kannski virkar að pretta fólk svona, en þegar það stendur á Craigslist síðunni að allir sem biðja um Western Union greiðslu séu svikahrappar þá get ég allavega lagt tvo og tvo saman.

Þannig að núna er ég ennþá bara reglulega að skoða auglýsingar með von um að finna fólk sem er í raun og veru að auglýsa íbúðirnar sínar. En ég held að þetta endi bara á því að ég finni hana „on location“ í september, áður en skólinn byrjar. Ég held maður geti bara farið visst langt með þetta í gegnum netið.

Hafið þið átt einhver svona „viðskipti“ í gegnum svona síður?

Viðbót

Því má bæta við færsluna hér fyrir neðan að Gunnar Þór Magnússon, sem býr ekki á Íslandi né með nein ítök í fjölmiðlaheiminum fær að njóta sín í 24 Stundum á fimmtudag þar sem hluti blogg-greinar hans kemur fyrir í „Bloggarinn“ á seinustu síðum 24 Stunda. Ekki mikil frægð það svosem, varla nema 15 sekúndna frægð, ef það.

Sem er ekkert nema sniðugt, og pínu fyndið.

Lifi konungurinn! Þó ekki nema væri í skamma stund!

Ég vil óska Gunna til hamingju með að vera í fyrsta sæti á wordpress listanum. Ó hinn mikli heiður að vera þar eftstur á blaði. Man ég þá tíma er ég tróndi þar á toppi texta-veraldar minnar, jafn fljótt og ég var steyptur af stóli. Ó bjóðum hinn mikla penna Gunna velkominn á hinn tímabundna topp tilverunnar í bloggheimum.

Sjá!

Fastest Growing WordPress.com blogs

  1. zeta fall gunna
  2. “When walking, walk. When eating, eat.”
  3. Don’t treat me any differently than you would the queen!!!
  4. 4. flokkur KA – Handbolti
  5. Tilvistarblogg skuggans
  6. Linda
  7. Sindri Hornafirði

Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júlí 2020
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031