Jákvæðni í hugsunum og máli.

Christine Kane er ein manneskja sem ég les bloggið hjá. Hún er tónlistarmaður og mikill bloggari í sér. Upprunalega ætlaði ég bara að uppfæra síðuna með þessari týpísku Ég-hef-voða-lítið-að-segja-en-ég-ætla-samt-að-skrifa-langa-grein-um-að-vera-hugmyndasnauður-bloggari týpu af bloggfærslu. Síðan fletti ég í gegnum Google Readerinn minn og rakst á þessa grein hjá henni. Þar skrifar hún um mikilvægi hugsana og að passa sig á hverju maður setur út úr sér. Ég er nefnilega búinn að detta inn í þessar pælingar og möguleika þeirra á áhrif daglegs lífs hjá manni. Horfði á The Secret um daginn og hún vakti mig til umhugsunar. The Secret má samt gagnrýna til lengdar fyrir að vera tilgerðarleg og óþarfa dramatísk, sem gerir einungis það að verkum að hún dregur úr sínu eigin innihaldi.  En hún fjallar einnig um það að með því að einbeita sér að því jákvæða og með jákvæðum hugsunum haft jákvæð áhrif á gang lífsins.

Sumir náttúrulega aðhyllast ekki svona nýaldar-heimspekis-rugl. Eru bara pirraðir og þröngsýnir yfir af hverju fólk getur hugsað svona naïvt og haldið að allt gott komi fyrir það. Þykjast vita betur en svo að góðir hlutir komi alltaf fyrir því þau eru ekkert alltaf að lenda í frábærum hlutum sjálf. Það er náttúrulega kannski ekkert skrýtið þegar þú ert pirraður og bitur út í hluti í kringum þig að hlutir gerist sem pirra þig ennþá meira. Ég vil meina að hugsun leiðir að sér afstöðu leiðir af sér gjörðir leiðir af sér afleiðingar. Þannig að með pirruðum hugsunum skaparðu þér leiðindarafstöðu gagnvart lífinu og hlutunum í kringum þig. Sem gerir það mögulega að verkum að þú gerir hlutina með hangandi hendi, pirraður á þeim eða hvernig því verkefni sem er næst þér er háttað. Ímyndið ykkur hvað þetta getur snjóboltað útfrá sér, og gert þennan ímyndaða einstakling alveg einstaklega pirraðan og taugaveiklaðan. Og mögulega dauðan inn í sér, eins og svo vant er í nútíma þjóðfélagi.

Christine Kane fer ekki einungis út í hugsanir, heldur líka athuganir með að passa sig á hvað maður segir. Að nota uppbyggilegan tjáningarmáta, í stað fyrir niðurdrepandi talsmáta sem við stöndum okkur að daginn út og daginn inn. Eins og að nota OG í staðinn fyrir EN, og reyna að útiloka það að segja ALLTAF og ALDREI. Því sjálfvirkar hugsanir okkar geta oft leitt okkur í þær ógöngur að segja að við klúðrum ALLTAF einhverju, eða við náum þessu ALDREI. Hvers vegna að hugsa svona? Eins og Christine segir, ef þú hefðir alltaf klúðrað öllu, hefði þér aldrei tekist að komast út um magann á mömmu þinni. Þetta er allt spurning um hvernig þú sérð sjálfan þig, og hversu mikla jákvæða orku þú ætlar að senda frá þér.

Góð manneskja var vön að segja við mig að senda ekki hatur út í heiminn. Hún kenndi mér margt um jákvæðni og hvernig maður gæti verið glaður bara-af-því-bara. Hatur er svo ótrúlega tímafrekt og tilgangslaust í daglegu lífi að ég reyni eftir mesta megni að algjörlega hliðra því frá mínum dagsverkum.

Í dag þarf eitthvað mikið að bjáta á til þess að ég brosi ekki við öllu. Ég verð pirraður, að sjálfsögðu, en það er oftast út af einhverju vita tilgangslausu sem dofnar innan fárra mínútna. Samfélagslega áráttan við spurningunni „hvað segirðu?“ er oftast svöruð með hinni staðalímynduðu „allt fínt“. Sama hvernig einstaklingnum líður á svarar hann, oftar en ekki, „bara allt fínt“. Ég segi aldrei allt fínt, ég segi frábært, eða ég er bara mjög góður eða geðveikt fínt. Þú þarft ekki að hafa neinar sérstakar ástæður fyrir að líða aðeins betur en allir aðrir. Þú þarft einungis að svara þeirri spurningu fyrir sjálfan þig; Viltu líða „fínt“, bara af því að það er normið, eða viltu líða frábærlega, því það er það sem lífið þitt í dag býður upp á?

Auglýsingar

4 Responses to “Jákvæðni í hugsunum og máli.”


 1. 1 Maríanna nóvember 15, 2007 kl. 5:01 e.h.

  Ég er góða manneskjan! 🙂 Þú ert líka góður Björgvin.

 2. 2 gunnihinn nóvember 15, 2007 kl. 6:10 e.h.

  Það merkilega er að ég er fullkomlega sammála.

  Ég hef tileinkað mér nákvæmlega þennan hugsunarhátt og ekki sagt nokkrum manni frá því vegna þess að ég hef ekki ennþá fundið leið til að gera það án þess að hljóma eins og argasti nýaldarhippi. Sem maður má aldrei gera.

 3. 3 elísa nóvember 16, 2007 kl. 12:21 f.h.

  amen bróðir! svo sammála þessu.

 4. 4 Ásta nóvember 16, 2007 kl. 8:43 e.h.

  Ég horfði einmitt á þessa mynd í seinasta mánuði og ég hugsa varla um annað! Er ekki lengur með „mig vantar“ miða á hurðinni minni heldur „ég óska mér“ lista 😀 Það er líka bara svo fáránlega fyndið hvað þarf lítið að gera til að líða vel og fá það sem maður vill! 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
nóvember 2007
M F V F F S S
    Des »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: