Klipping

Ég fór í klippingu áðan. Það er eitthvað við það að setjast í stól hjá bláókunnugri manneskju sem ætlar að þukla í hárinu á þér í dágóða stund. Ég á nefnilega ekki neina sérstaka eða sérstakan í mínu lífi sem sér um hárið á mér. Mér hefur nefnilega alltaf fundist vera ákveðið tilgangsleysi í að borga fullar hendur fjár fyrir það eitt að stytta á mér hárið. Því þetta er oftar en ekki bara það.

„Hvað segirðu? Hvað ertu að spá?“

„Bara…þú veist….styttra. Það er…..fyrir mér“

„já, já. Bara taka aðeins af því?“

„Já, einmitt. Og þynna og eitthvað. Þannig að ég ráði við það“

Þetta eru engin eldflaugavísindi í mínum augum. Með FULLRI virðingu fyrir fólkinu sem lærir þetta. Það er nefnilega bara þannig að sama hvert ég fer og hver klippir mig, það er aldrei flott fyrr en ég fer heim í sturtu og fæ að leika mér við það sjálfur. Ég ætla ekki að vera að taka mér einhvern massífan tíma að greiða mér þarna með hárgreiðslukonuna fyrir aftan mig, reynandi að fikta í hárinu á mér til að setja sitt heildar-vision yfir sköpunarverkið sitt. Og þar sem mikilvægi góðrar klippingar er svona á gráu svæði hjá mér hef ég oftar en ekki tekið upp á því að fara í Iðnskólann á góðum dögum í klippingu. Þar fær maður afslappað andrúmsloft með metnaðarfullum nemum sem keppast við að klippa þig eins og þú sért seinasta meistarastykki þeirra. Með faglegri handleiðslu kennara er síðan séð til að módelið(það er s.s. ég) sé ánægt og sátt við útkomuna. Þetta er nefnilega ekki ósvipað því og að vera kvikmyndastjarna. Það er stjanað við þig og séð til þess að þér líði aldrei illa, ert spurður út í þitt álit hvern krók leiðarinnar svo það sé alveg örugglega ekki verið að snurfusa á þér hárið.

En að fara í klippingu er voða svipað og að fara á blint stefnumót. Þið eruð föst á sama staðnum í einhvern X tíma og þurfið að reyna að gera það besta úr því. Skýrasta dæmi um örvæntingafulla leit af fimmtíu fyrstu spurningunum. Þú situr í stólnum á meðan hún handleikur á þér hárið(sem er reyndar töluvert nánara en fyrsta stefnumót), reynandi að halda uppi samræðum um hvað svo sem kemur hendi næst. Ég veit ekki hversu oft ég hef útskýrt hvað ég er að gera, hvort ég sé í skóla eður ei, einungis til að fylla upp í þögnina milli skærisklippinga. Ég velti því oft fyrir mér hvort það séu einhverjir svona samtala-áfangar í hárgreiðslubraut. Kennsla í fljótlegum samskiptum, hvernig á að komast í mjúkinn á sem stystum tíma. Bara til að létta álagið á þeim sem þola illa vandræðalegar þagnir. Síðan bætir risastóri spegillinn ekki hlutina, því ekki nóg með að þú sért þögull í stólnum þá virðist alltaf eins og maður sé að grandskoða hvert einasta klipp og hverja einustu greiðslu. Af mikilli nasistalegri nákvæmni.

Sem er náttúrulega ekki rétt, því ég er bara alveg par sáttur við að sitja í þögn og láta leika við hárið á mér. Það er ekki oft sem maður getur látið sér líða eins og kvikmyndastjörnu á leið í töku.

Auglýsingar

4 Responses to “Klipping”


 1. 1 Aldís nóvember 20, 2007 kl. 12:12 e.h.

  svo er auðvitað hægt að taka tímarit með sér í stólinn og þá er þessi þögn ekkert vandræðaleg.

 2. 2 bjorgvinben nóvember 20, 2007 kl. 3:27 e.h.

  Haha, já. Reyndar. Þó svo að ég finni aldrei fyrir því að þetta sé eitthvað vandræðalegt. Mér fannst bara hugmyndin um vandræðaleikin fyndin.

 3. 3 elísa nóvember 25, 2007 kl. 5:03 f.h.

  Hahaha þú ert fyndinn bloggari! Ég hef hugsað þetta sama með samræðuáfangann sko, það hlýtur eiginlega bara að vera… Pottþétt til listi yfir umræðuefni sem maður á að forðast og svona 😉

 4. 4 Óttar nóvember 25, 2007 kl. 6:27 e.h.

  Ég læt Dísu alltaf klippa mig og segji henni bara janfóðum til þar til ég orðinn sáttur. Hef ekki borgað fyrir klippingu í mörg ár 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
nóvember 2007
M F V F F S S
    Des »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: