„Blog“ from your fucking heart!

Það er pirrandi hversu mikið maður þarf stundum að hafa fyrir því að blogga. Ég er nefnilega þeim megin borðsins að ég blogga ekki á hverjum degi um það sem ég gerði þann daginn. Það er þreytandi, leiðinlegt og tilgangslaus lestur. Ég ber meiri virðingu fyrir tíma fólks, og ég lifi ekki svo skemmtilegu lífi að einhver frábær saga um eitthvað æðislegt ævintýrir yrði skrásett hér á hverjum degi. Þess vegna reyni ég allavega að hafa einhverja átt, einhverja hillu fyrir útrás mína á netheima.

Sem veldur einmitt þeirri skemmtilegu staðreynd að þörfin fyrir að bloga er mikil, en blogg-efni er mögulega af skornum skammti suma daga. Mig langar að vera með athyglisverð „anecdotes“ um það sem drífur á mína daga án þess að vera með keðjusetningar um það sem ég gerði í dag.

Sjá einnig: Ég vaknaði og fór í sturtu því ég þurfti að flýta mér í vinnuna vegna þess að ég var að verða of seinn og ég kom samt á réttum tíma í leiðinlegu vinnuna mína þar sem ég eyddi mestum tíma í að láta mér leiðast og hanga á myspace og eiga við þreytandi kúnna sem komu illa fram við mig vegna þess að ég nennti ekki að sinna þeim og síðan þegar ég kom heim þá var ekkert í matinn því það var enginn heima og ég þurfti að fara og finna mér eitthvað að borða og eftir það fór ég á kaffihús þar sem ég hitti vin minn og við töluðum saman lengi og á endanum fór ég heim og fór að sofa.

Talk about your run-on-sentences. Hvað gerðist í lífi þessarar persónu? Samkvæmt þessari frásögn alls ekki neitt. Gæti mögulega hafa verið leiðinlegasti dagur í hans/hennar lífi. Ef ég ætti svona daga, daga sem mundi nákvæmlega lýsa sér svona þá væri ég fljótur að kveðja ykkur yfir móðuna miklu. Sem betur fer drífur fleira á daga mína en svo. Eða hvað?

Þessi manneskja  gæti líka hafa átt frábæran dag en tekur ekki eftir því. Henni gæti hafa dottið frábærir hlutir í hug á leiðinni í vinnuna, föst í umferðarteppu og tekið eftir einhverju tilgangslausu en jafnframt kveikt upp í ímyndunarafli hennar. Hún gæti hafa lent í ótrúlega ábsúrd samtali við viðskiptavin sem hún kýs að gleyma í staðinn fyrir að skrástja niður sem fyndinn atburð í hennar lífi. Hún gæti hafa átt djúpar og merkingarfullar og/eða fræðandi samræður við vin sinn á kaffihúsinu um kvöldið en hún fattar ekki að það gæti leitt af sér skemmtilega bloggfærslu.

Vandamálið er bara það að ég er með skrifþörf og hef ekkert að skrifa um. Þess vegna skrifa ég tilgangslausa pistla um tilgangslausa pistla annars fólks. Og áður en þið farið að hugsa um það, þá er þetta ekkert skot á neinn. Ég bara hef ekkert þema í huga fyrir þennan pistil og þ.a.l. kemur hann bara út sem eitthvað skrif-rúnks-skot á bloggheima.

Auglýsingar

4 Responses to “„Blog“ from your fucking heart!”


 1. 1 Óttar nóvember 26, 2007 kl. 6:08 e.h.

  Skemmtileg tilvísun í Pan 🙂
  En það sem mér finnst verra en þessi blogg sem þú lýsir eru blogg eins og maður sér á blog.is sem er tengd við frétt á mbl.is
  Fólk að skrifa eina-tvær línur beint út úr rassgatinu á sér.

 2. 2 bjorgvinben nóvember 26, 2007 kl. 7:09 e.h.

  Já, ef það hefur ekkert málefnalegt um hlutina að segja má það alveg sleppa því.
  Ég virði útpældar hugsanir um fréttirnar en eitthvað ranghugsað komment byggt á lélegum rökum má alveg missa sín.

 3. 3 diorsertorwaw febrúar 17, 2008 kl. 2:07 f.h.

  He smelled the blocks on my twang and began clawing it up energetically.


 1. 1 Kristján Atli Ragnarsson » Best að gefa þessari færslu titil ... Bakvísun við nóvember 29, 2007 kl. 1:27 e.h.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
nóvember 2007
M F V F F S S
    Des »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: