Sarpur fyrir desember, 2007

Sambandsslit internettvíburana

Ég gerði mjög djarfan hlut í gær. Lengi vel hef ég pælt í nytsamleika vefja eins og Myspace og Facebook og hef alltaf fundist meiri og meiri tilgangsleysi í þessum vefum. Þannig að ég tók mig bara til og eyddi bæði myspace prófílnum mínum sem og facebook accountinum. Þetta var gert eftir miklar pælingar um hvort ég væri yfirhöfuð að græða eitthvað á því að hafa sjálfan mig þarna inná.

Ég veit ekki hvort ég eigi eitthvað eftir að sakna þessarar menningar sem var þarna inná, en ef svo verður getur maður alltaf byrjað upp á nýtt. En í bili er tímabil friðar á internetinu þar sem ég þarf ekki að hunsa vampíruboð frá einhverjum sem hefur ekkert betra við tímann sinn að gera en að spamma vini sína sem og get verið látinn í friði með mín persónuleg málefni án þess að þurfa að láta facebook eða myspace vita.

Þetta blogg er nóg í bili og ef það eru einhverjir sem endilega þurfa að ná í mig geta bara sent mér e-mail.

Auglýsingar

Hefðir jólanna

Þessari færslu var breytt 26.12.07 kl 14:13 vegna særandi ummæla. Ritskoðun er ekki í miklu uppáhaldi hjá höfundi en sumir eiga það skilið að það sé ekki talað særandi um þá.

Nú hef ég lokið við örugglega þeirri einu hefð sem ég hef yfir allt árið. Ég lít nefnilega á mig sem ákveðinn sveimhuga, og þ.a.l. er ekki mikið fyrir að festa mig í hefðum eða ákvarðanatökum langt fram í tímann. Þó ég eigi það stundum vissulega til, til að sleppa við að hljóma eins og hræsnari. En stundum þarf maður að hafa eitthvað sem maður kallar hefð og síðan fyrir löngu á síðustu öld hefur það verið fast í skorðum að fara með föður mínum í bæinn á Þorláksmessu. Þessi ferð byrjaði við ungan aldur þegar maður labbaði við hlið föður síns með hann leitandi að einhverju falllegu fyrir mömmu mína eftir matinn á aðfangadagskvöld.

Árin liðu, ykkar undirritaður varð fullorðnari og faðirinn var orðinn samviskusamari í að vera bara einfaldlega búinn að kaupa allar jólagjafir þess árs. Þannig að ferðin á Þorláksmessu breyttist smátt og smátt úr rólegri kvöldgöngu um búðir bæjarins með lokastoppi kakósins í enn eina ástæðuna til að fá sér bjór yfir hátíðirnar. Þannig að á síðastliðnu árum höfum við haft það að venju, þegar við erum ekki að baða okkur í sólinni á Kanaríeyjum, að leita uppi einhverja skemmtilega tónleika og drekka í okkur svolítinn bjór í tilefni aðkomandi aðfangadagskvölds.

Og í mörg ár, m.a.s. áður en ég var farinn að drekka áfengi þá höfum við alltaf ætlað að fara og hlusta á Bubba spila á sínum árlegu Þorláksmessutónleikum. Þó það sé ekki nema að sjá hann einu sinni í svona rólegri stemmningu. Og nú loks, eftir ég veit ekki hvað mörg ár höfum við loks lokið við ætlunarverk okkar. Þar sem við höfðum einfaldlega lokið við öll okkar jólagjafainnkaup þá hliðruðum við einfaldlega til í prógramminu, slepptum búðarrápinu og fórum beint í bjórinn. Beint í bjórinn á Nasa, hlustandi á þægilega tónlist Bubba, og þó ég sé ekki mesti Bubba aðdáandi í heimi þá gat ég staðið og hlustað með þægilegri angurværð. Sem reyndar var trufluð öðru hvoru af feitu fullu gellunni sem sá sig knúna til öskra hæst og mest við hvaðeina sem hún þóttist heyra Bubba segja. Ég minntist á þetta við pabba minn sem vitnaði einfaldlega í fóstbræður og sagði að maður ætti bara að fara með hana upp í sveit og skjóta hana. Stundum er ágætt að vera darwinisti og vona það allra heitast að hún sé ekki nógu hæf til að lifa af og verður fyrst til að verða troðin undir í byltingunni.

Á þessum orðum vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir jólin. Ekki gera of mikið og reynið að vera eins löt og þið getið. Borðið mikið, hreyfið ykkur lítið og lítið á nýja árið til að vinna úr því. Ég vona að ég hafi verið góður við ykkur öll og ef það er eitthvað sem þið viljið að ég geri fyrir ykkur á nýju ári þá vitið þið hvernig á að ná í mig.

Til hamingju með jólin!

Betra líf

Væri ekki lífið miklu betra ef allir mundu bresta út í söng á vissum augnablikum, og leyfðu fólki í kringum sig að njóta tilfinninga sinna í söng og dansi?

Óviðri

Travelling again
I know exactly how it’s gonna end
The routine day dream starts as I get off
I’m holding up the queue
Because my ticket won’t go through
I know it should be simple but it’s not

So don’t take my photograph
Cos I don’t wanna know how it looks
To feel like this
As cars and people pass
It feels like standing still but I know
I’m just moving uncomfortably slow

Something’s gotta change
I know i’m lucky in a lot of ways
So why do I want more
Than what I have?
Brace myself to hear the lies
I wonder if they know that I
Don’t get the jokes but I just
Need to laugh

So don’t take my photograph
Cos I don’t wanna know how it looks
To feel like this
As cars and people pass
It feels like standing still but I know
I’m just moving uncomfortably slow

I’m just moving uncomfortably
Slow down
There’s infinite detail
When you break it down
It all becomes simple how
It all becomes clearer now

So don’t take my photograph
Cos I don’t wanna know how it looks
To feel like this
As cars and people pass
It feels like standing still but I know
I’m just moving sub-consciously
One day I guess i’ll be
The man that you think you see
I’m just moving uncomfortably
Slow.

-Newton Faulkner

Ógeðsleg meðferð

Ég vil bara biðja alla sem koma hingað að lesa færsluna hennar Erlu um hvernig komið var fram við hana við komu sína til Bandaríkjanna. Þessi færsla sýnir alveg ógeðslega meðferð sem þetta valdsjúka land sýnir útlendingum á leið inn í landið. Það er tekið og brotið á helstu mannréttindum þess í nafni öryggis þó svo að gott sem engin afbrot séu fyrir hendi til fordæmis.

Takið ykkur tíma í að lesa þetta yfir. Ekki bara horfa á þennan texta og hugsa, æi. nenni ekki að lesa þetta.

Takið virkan þátt í upplýsingunni.

Slæmur dagur innkaupa

Verslunarleiðangrar vekja sérstakar tilfinningar í huga mér. Að sjá sig knúinn til að fara í bæinn til að versla handa einhverjum öðrum en sjálfum sér er mögulega einhver argasta pína. Sérstaklega þegar þú þarft að kaupa fyrir x margar persónur og hefur ekki eina hugmynd af gjöf handa einum né neinum.

Þannig að ég ranghalast um Kringluna og Smáralindina og m.a.s. Laugarveginn í leit af vonarglætu í gluggunum. Ég býst við engu öðru en kraftaverki þegar ég horfi í gluggana og vonast eftir því að hlutirnir verði auðveldaðir fyrir mér með einhverri frábærri útstillingu með hinni fullkomnu gjöf. En allt kemur fyrir ekki og ég neyðist til að fara inn í búðirnar líka þar sem ég er alltaf áreittur af afgreiðslufólkinu sem vill aðstoða mig. Ég er kannski ósanngjarn því þetta er nú vinnan þeirra en ég alveg gjörsamlega meika ekki aðstoð frá fólki þegar ég veit ekki einu sinni sjálfur hvað ég er að leita að. Ég fæ kvíðakast í hvert skipti sem einhver segir: „Góðan daginn, get ég aðstoðað“, því ég vil helst láta eins lítið á mér bera þegar kemur að því að versla, sérstaklega þegar ég er inn í búðum sem koma svo bersýnilega upp um að ég sé ekki að leita að neinu fyrir sjálfan mig.

Jólavertíðin er alveg sérstaklega grimm við mig hvað þetta varðar í ár. Síðan ætlaði ég líka að kaupa mér einhver spariföt og er með mjög sérstaka og skýra mynd af því hvað mig langar til að kaupa og vera í yfir hátíðirnar. Og það er ekki til, eða ekki í tísku, eða búið…

Það er reyndar ein skemmtileg ástæða til að losna við fólk sem vill aðstoða þig, annað en að segja bara kurteisislega nei takk og snúa þér undan. Það er að biðja bara um eitthvað nógu ótrúlega nákvæmt sem þú næstum veist að er ekki til. Á meðan hann leitar að því út um allt þá geturðu tekið þér tíma í að skoða búðina í friði. Svo, þegar starfsmaðurinn kemur aftur eftir dauðaleit að hlutnum eða flíkinni sem þú vissir að væri örugglega ekki til geturðu bara þakkað pent fyrir þig og haldið áfram ferðar þinnar.

Rinse. Repeat.

Jóla-gleraugu

Af hverju eru ekki til svona gleraugu sem þú getur stillt þannig að þegar þú ferð í búðir þá stillirðu á ákveðna upphæð og gleraugun lýsa sjálfvirkt upp þá hluti innan í hverri búð sem kosta jafnmikið eða minna en sú upphæð sem þú stillir á.

Gæti heitið eitthvað eins Price-goggles, eða EZ-Shopping-specs. Budget-briller jafnvel ef út í það er farið.

Miklir möguleikar fyrir bargain-hunterinn. Sjáið þið ekki auglýsingaherferðina fyrir ykkur?


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar