Tónlist við kvikmynd

Across the Universe Ég fór að sjá eina af betri myndum sem ég hef séð í langan tíma á laugardaginn. Þessi mynd er stútfull af Bítlalögum flutt í frábærum nýjum búningi af mjög færum söngvurum. Hún gerist á hippatímanum og er í einu orði sagt stórkostleg. Það er bara eitthvað við samsetningu hljóðs og myndar í réttu samhengi sem snertir einhverja hlið hjá mér sem veldur gæsahúð eftir gæsahúð af tilfinningum. Ég verð alltaf einhvernveginn opnari fyrir kvikmyndagerðinni ef tónlist hjálpar mér við að leiða mig þangað að auki.

Hún minnti mig á að allt aftur í barnæsku hef ég verið veikur fyrir svona myndum. Rokktónlist og kvikmyndir í einni sæng hafa alltaf átt sérstakan sess hjá mér. Alveg frá því að ég nauðgaði VHS spólunni með myndinni Backbeat eða Satisfaction þá hef ég verið alger sucker fyrir kvikmyndum um rókkhljómsveitir sem státa góðum rokklögum. Sat í barnæsku fastur fyrir framan skjáinn, hlustandi heillaður á rokkaða leikara öskra út úr sér slagara eftir slagara af klassískum rokklögum.

Það er eins og tónlist geti snert fleiri hluta persónuleika þíns en þú veist af. Það er eins og hún geti smogið sér inn, framhjá öllum varnar-mekanismum þínum og plantað sér á þann stað sem hún hefur hvað mest áhrif á líðan þína. Þannig að þegar svona sterk kvikmynd eins og Acroos the Universe tekur sig til og sameinar sig með mörgum af mínum uppáhalds og ástsælustu lögum þá get ég varla neitt annað en setið í sætinu mínu dolfallinn. Dolfallinn yfir fegurð myndarinnar, dolfallinn yfir útsetningum laganna og dolfallinn yfir sannfæringarkröftum leikaranna sem hafa mann á brott með sér í ferðalag sem er þessi mynd.

Hreint út sagt æðisleg.

Auglýsingar

3 Responses to “Tónlist við kvikmynd”


  1. 1 Fjóla desember 3, 2007 kl. 9:48 f.h.

    og creepy gaurinn gaf svona auka gæsahúð og setti hryllingstwistið á æðislegheitin! Söngur, leikur, ást og horror allt í sömu sæng.. bara allur pakkinn!

  2. 2 Halldór desember 4, 2007 kl. 1:27 e.h.

    já ég held að umræddur creepy gaur sé einmitt hinn yndislegi Eddie Izzard sem þú (Fjóla) ættir að vera búin að kynnast núna.

  3. 3 bjorgvinben desember 4, 2007 kl. 4:20 e.h.

    nei, reyndar var það örugglega ógeðslegi creepy gaurinn sem sat út á enda og starði á okkur stundumm…..


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: