Um komandi trúverðugleika Arons Pálma?

Hvað er málið með þetta? Mér finnst allavega voða skrýtið hvað það er búið að poppa oft upp einhverjar skringilegar fréttir í kringum hann Aron Pálma. Og oftar en ekki með hann í broddi fylkingar sem eina heimildarmann eða viðtalanda. Nú get ég ekki neitað því að skrýtnari hlutir en Wesley Snipes á Vegamótum hafa gerst án þess að því fylgi forsíðufrétt en samt finnst mér einhver skringileg PR lykt af þessu.

Er þetta bara allt partur af auglýsingaherferð bókarinnar hans eða er hann bara orðinn svona súr og vanur að vera í fréttunum á Íslandi að hann finni hverja einustu leið til að koma sér í blöðin og kvöldfréttirnar? Fréttin um mann í Bandaríska sendiráðinu sem átti „supposedly“ að vera að fylgjast með honum, en var svo ekkert hátt skrifaður og sendiráðið vildi engu svara. Reyndar má vera að þessi gaur hafi bara ætlað að spila sig stórt og vera „Maðurinn“ í bænum en það breytir engu með að samt sem áður kom Aron Pálmi fram í fréttunum þar sem hann sagði sögu sína.

Nú finnst mér allt í lagi að það séu tekin fyrir svona mál, sérstklega þegar kemur að þekktum einstaklingum sem hafa lent í svona eins fáránlegum og harðsvífnum aðstæðum eins og Aron Pálmi. En ef svona ómerkisfréttir eru það sem koma skal, og allt merkilegt og ómerkilegt sem kemur fyrir í hans lífi skuli vera fréttnæmt þá verður hann fljótur að tapa trúverðugleika sínum. Ég meina, á ekki bara að ráða einhvern fréttaritarann til að blogga fyrir hann fyrst þau eru að þessu á annað borð?

Auglýsingar

4 Responses to “Um komandi trúverðugleika Arons Pálma?”


 1. 1 Kristján Atli desember 4, 2007 kl. 11:28 e.h.

  Þetta getur ekki hafa verið Wesley Snipes.

  Hann er laus gegn tryggingu í Bandaríkjunum vegna ákæru fyrir skattsvik. Ákæran verður tekin fyrir í réttarhöldum sem hefjast í janúar 2008, og allir sem vita eitthvað um bandarískt réttarkerfi vita að þegar þú borgar milljón dollara til að fá skilorðslausn úr varðhaldi og YFIRGEFUR SVO LANDIÐ bæði missirðu milljónina og færð gefna út á þig handtökuskipun.

  Þetta var ekki Wesley Snipes. Aron Pálmi lýgur. Þetta var ekki einu sinni góð lygi.

  Ég vorkenni Aroni Pálma. Það ætti enginn að þurfa að lenda í því sem hann lenti í fyrir eitthvað sem hann gerði af sér sem smápjakkur. En að leggjast svona lágt til að halda sér í fjölmiðlum og plögga nýju bókina sína er baaaara sorglegt.

 2. 2 bjorgvinben desember 4, 2007 kl. 11:51 e.h.

  Já, einmitt. Mér fannst alltaf smá lykt af þessu.
  Ótrúlega asnalegt.

 3. 3 Eyvindur desember 5, 2007 kl. 1:13 f.h.

  Já, ég er sammála þessu. Þetta er í hæsta máta undarlegt, og þótt ef til vill selji þetta nokkur eintök í viðbót af bókinni hans held ég að til langframa sé hann fyrst og fremst að gera sjálfum sér óleik. Ég hef aðeins verið að lesa upp með honum, og hann virkar á mig eins og frekar klár og skynsamur strákur, en ég held að hann þurfi aðeins að hugsa málin betur varðandi fjölmiðla. Hann græðir ekkert á því að vera svona fastur í blöðunum. Ég hefði líka haldið að það besta í stöðunni fyrir hann væri bara að fara að lifa eðlilegu lífi, ekki fara að vera eitthvað seleb.

 4. 4 gunnihinn desember 5, 2007 kl. 8:48 f.h.

  Þetta er eins og beint úr The Onion: ,,Area man meets celebrity.“


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: