Er engin leið út úr skápnum?

Nú er ég álíka mikill aðdáandi R.Kelly og hinir tónlistaráhugamennirnir í kringum mig. Hann og hans lag hafa aldrei heillað mig mikið gegnum tíðina en það er eitt sem R.Kelly gerir sem er einfaldlega það fyndnasta og skemmtilegasta sem ég hef horft á á netinu. Það er sápu-hip-hóperan hans Trapped in the Closet.

Fyrir löngu gerði hann fyrstu tólf kaflana í sögunni um Sylvester og hlutina sem hann lendir í. Nú nýverið kom Kristján Atli fegins hendi með snemmbúna jólagjöf þegar hann auglýsti að næstu 10 kaflar væru komnir á Youtube. Nú ráðlegg ég öllum sem finnst gott að liggja upp í rúmi í skammdeginu og horfa á vídjóspólu að taka frekar tölvuna með sér upp í rúm og kynna sér þessa snilldarþætti. Eða fyrir alla próflestrarhákana þá er alveg ráð að verðlauna góðan klukkutíma af lærdómi með eins og einum kafla af þessari seríu. Þá getið þið motiverast til að læra í klukkutíma í viðbót til þess eins að vita hvað skeður fyrir Sylvester næst. Fyrr en varir má vera að þið séuð búin að eyða öllum deginum í frábæran lærdóm og hafið auk þess uppskorið frábæra nýja reynslu í hip-hoperu-heiminum.

Síðar, þegar þið eruð búin að kynna ykkur þetta þá getið þið skoða þetta hér sem og þetta hér.  Fyrra myndbandið er 11 löng mínútna löng háðsdeila á Trapped in the Closet sem ber það skemmtilega nafn Trapped in the Drive-Thru. Seinna myndbandið er South Park þátturinn Trapped in the Closet þar sem er gert m.a. grín af Vísindakirkjunni og frægum meðlimum hennar sem og hip-hoperunni hans R. Kelly. Snilldaráhorf fyrir þá sem kunna að meta gott grín.

Hvað finnst ykkur um þetta?

Auglýsingar

0 Responses to “Er engin leið út úr skápnum?”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: