Jólaleysi meinhæðnings

Hér gefur að líta ritgerð sem ég skrifaði í fyrra þegar ég var beðinn um að skrifa um jólin. Átti ég erfitt með að finna eitthvað umfangsefni ritgerðarinnar og endaði hún því sem einskonar raus um jólaleysi jólamenningar. Síðan má endilega koma með frekari ummæli til þess að skapa fleiri umræður um þessi efni.

Látið heyra í ykkur. Gefið mér það í jólagjöf.

 

Jólin eru ekki uppáhaldstími ársins hjá mér. Tími gleði og gjafa? Meira tími fyrir stress og yfirdráttarheimildir.

Ég býst við að fyrr á tímum hafi jólin verið gleði og hamingja í hverjum kaupstað, allir fengu eitthvað fallegt. Fólk hafi dundað sér við jólahald með tilheyrandi stússi, gamlar ömmur sagt draugasögur um jólaköttinn, Grýlu og ódæðis-jólasveinasyni hennar. Fólk var hrætt í svartnættinu og þorði ekki annað en að halda jólin. Tími gleði og gjafa og góðs matar var ágætis lausn á svartnættis hræðslu Íslendinga fyrr á öldum.

Nú er allt orðið svo gleðilegt. Jólasveinarnir eru búnir að sjá að sér með hjálp skilorðsfulltrúa sinna, Grýla og Leppalúði eru í hjónabandsráðgjöf og það er loksins búið að húsvenja jólaköttin. Og á hverju ári sjást þau alltof tímanlega kaupandi sér nýja potta og pönnur og eitthvað fallegt fyrir strákana sína í Ikea. Því Ikea auglýsir jólin svo snemma að skötuhjúin eiga möguleika á að ná til byggða og aftur heim áður en snjóar í Esjunni og gerir þeim ómögulegt að komast úr húsi.

Sem er einmitt svo fyndið við íslensk jól. Þó að Grýla og Leppalúði þurfi að hírast í fjallsholunni sinni á kafi í snjó lengst upp í Esju þá eiga guðhræddir(eða guðafskiptalausir) Íslendingar greinilega ekki skilið að fá snjó lengur yfir jólin. Það var nú einu sinni sú tíð að jólin innihéldu oftar en ekki snævi þaktar götur, trjátoppa og brekkur. Nú, með tilkomu gróðurhúsaáhrifa fáum við ekki lengur að njóta þess að horfa út um gluggann á Aðfangadag, yfir snævi þakinn garðinn, horfandi á börnin okkar leika sér í snjósköflunum eða renna sér eftir svellinu. Við höfum verið rænd þeirri ánægju að getað vaðið snjóinn upp að hnjám á leiðinni út í bíl, skafandi skaflana af bílrúðunni og ekið negldum dekkjum um íslagðar götur borgarinnar til að útdeila pökkum til vina og ættingja. Vina og ættingja sem oftar en ekki koma til dyra rjóðir í kinnum eftir ærslafullan leik úti í snjónum með börnunum sínum. Í stað þess vöknum við við rigninguna lemjandi á svefnherbergisgluggann. Við horfum út um gluggann með rjúkandi heitt bleksvart kaffið í hendina, þunn eftir djamm Þorláksmessunar og enn með biturt eftirbragð áfengis og kæstrar Skötu í munninum. Í stað snjóskafla og hvítra trjátoppa fáum við grámyglulegt blautt slabb sem bleytir bæði sokka og skó, kemur okkur í leiðinlegt skap og kastar hulu ljótleika yfir götur borgarinnar. Svifryk er orðið vandamál því negldu dekkin okkar gera ekkert annað en að vinna á blautu malbikinu, andstætt við hönnun þeirra. Smátt og smátt dvínar því jólagleðin, því jú, Aðfangadagur er ekkert jólalegur lengur. 24. Desember gæti eins verið hvaða mánaðardagur í nóvember með rigningu, svartnætti, slabbi og jólaskrauti sem sést varla út um bílrúðunni fyrir stöðugri áras rigningar og gagnárás rúðuþurrknana.

Þar sem jólamánuðurinn og jóladagurinn eiga alveg jafn mikið skylt við alla aðra vetrardaga þá sjá verslanir og kaupmenn núorðið enga ástæðu né hindranir í því að bíða með jólaauglýsingar sínar. Kaupjól verslunarmanna standa yfirleitt frá miðjum október í það ýktasta og alveg langt yfir desember því jú, það er enn hægt að græða á fólki sem vill skipta vörum og skila. Því nýta sér allir að hafa útsölur í janúar til að græða aðeins meira á ringluðum húsmæðrum sem ætla sér að skipta alltof stóru litlu flíkunum sem þeim voru gefnar frá grunlausum eiginmönnum sínum og bólugröfnu unglingunum sem skilja ekki alveg hvernig amma þeirra sér ekki að þeir eru vaxnir upp úr Einari Áskel.

Það er ekki þar með sagt að ég sé einhver Trölli. Ég hef engan áhuga á að skemma jólin fyrir öðrum með bitru og gráskýjuðu orðafari um hina Allra Heilögu Hátíð. Mér finnst bara of mikið gert úr henni. Jólin eru fyrir löngu hætt að snúast um kærleika og góðvilja í garð nágrannans eingöngu. Kaupjól, fyrirtækisgróði og verslunarmannajól eru miklu frekar hlutir sem eru ráðandi í hugsunum mínum þegar ég hugsa um jólin. Mun frekar en hátíð haldin til heiðurs frelsara vorra Jesú Krist. Frekar Heilög Hátíð Yfirdráttar eða Gleðileg Jól Magninnkaupa.

Það er náttúrulega staðreynd að jólin voru háheiðin hátíð löngu áður kristnir menn ákvaðu að Kristur hafi fæðst á þessum veltímasettu skilum ljós og myrkurs. Mörgum öldum áður en kristnir menn funduðu og ákvaðu að taka yfir þennan tíma til að halda fæðingu Jesú Krists hátíðlega þá héldu heiðnir menn þennan tíma hátíðlegan en hét hann þá alls ekki Jól, eða Christmas í höfuðið á Jesú Krist. Uprunalega heiðna nafnið var Saturnilia sem haldinn var á vetrarsólstöðunum í lok desember.

Margar goðsagnir eru til af fornum guðlegum verum sem eru beintengdar við hugmyndir sem við höfum af jólunum í dag. Uppruni heiðnu sólstöðuhátíðarinnar Saturnilia og hugmyndarinnar um að skiptast á gjöfum eru komnar frá goðsögninni um guðinn Nimrod sem heimsótti hið Eilíf-græna tré og skildi þar eftir gjafir. Heiðnir menn til forna héldu þessu í heiðri með því að hittast og gefa fjölskyldu sinni gjafir og í Babýlon til forna voru vetrarsólstöður haldnar til heiðurs fæðingardags guðsins Tammuz, sem var guð uppskerunnar. Kristnir menn fengu því hugmyndina að fögnun fæðingu Krists frá Babyloníumönnum og frá heiðnum goðsögnum stálu þeir hgumyndinni um gjafsemi og gildi þess að skiptast á gjöfum.

Kristin trú er nefnilega ekkert frumleg eða með upprunalegar hugmyndir. Hún fær lánaðar hugmyndir og breytir þeim smávegis til að þær passi inn í heildargoðsögnina um frið á jörð og góðvilja til mannana. Oftar en ekki tekur hún hugmyndir og dempar þær niður aðeins, því heiðnar goðsagnir reyndu oftar en ekki á siðferðisleg mörk mannsins. Dæmi má telja guðinn Mithra sem var persneskur sólarguð. Í Róm til forna var hann tilbeðinn af mörgum fylgjendum víðsvegar um rómverska ríkidæmið. Tíminn var haldinn hátíðlegur með drykkjusemi og hórdóm sem byrjaði oftar en ekki með saklausum kossi fyrir neðan mistilteininn og endaði í allskyns pervertískum orgíum af alls kyns tagi. Hátíð þessi var kölluð Hátíð Satúrnusar sem svipar mikið til nafngiftar hinnar heiðnu hátíðar Saturnilia.

Ef kafað er betur ofan í fæðingardag guða og vetrarsólstöðunnar þá kemur einnig í ljós ótrúlegt samræmi milli trúarbragða. Svo virðist vera að ekki einungis Jesú Kristur, Mithra og Tammuz hafi fyrir ótrúlega tilviljun átt sama afmælisdag. Listinn inniheldur einnig egypsku guðina Osiris og Horus, Gríska guðafsprengið Herkúles, frjósemisguðinn Bakkus sem er oftar en ekki tengdur við alkahól í dag, Adonis, Júpiter og fleiri sólarguði. Má því vel vera að allir þessir guðir hafi fæðst á vetrarsólstöðunum því það var nú einu sinni þeirra hátíð. En spurningamerki má setja við fæðingu Krists. Ég mæli hér með fyrsta kaflanum í kvikmyndinni Zeitgeist(www.zeitgeistthemovie.com) í þessu samhengi, þar sem má finna fleiri samanburði trúarbragða með tilliti til jólahátíðarinnar.

Alexander Hislop talar um í bók sinni The Two Babylons hversu skrýtið sé að jólahátíðin, fögnuður fæðingu Jesú Krists sé höfð í desember því engin dagsetning sé fyrir hendi neins staðar í Biblíunni. Það er talað um að englar boði fæðingu Jesú til til fjárhirða í Betlehem sem voru úti að gefa hjörðum sínum. Er því skrýtið að setja þennan dag seint í desember því kuldi næturinnar væri of mikill seinni hluta desember mánuðar til þessara aðgerða. Einnig leiðir hann rökum að því að ef Guð hefði viljað að fylgjendur sínir hefðu vitað fæðingardag son síns þá hefði hann alveg örugglega gert þeim visst fyrir hvaða dagur það væri. (www.garnertedarmstrong.ws/christmas2.shtml, sótt 1. desember)

Það er kannski útaf öllu þessu sem ég á erfitt með að taka jólin alvarlega. Jólin eru ekkert kristin hátíð, ekkert frekar en hún er hátíð fyrir alla aðra guði hinna ýmsu trúarbragða. Því líður mér nú ekki beint eins og svikara að láta allt jólastúss, stress og kristin gildi og viðmið framhjá mér fara. Einnig hef ég engan áhuga á að sökkva mér í neytendahyggju í dimmasta mánuði ársins. Það er einungis leið til að auka á skammdegisþunglyndið. Það er verðug spurning og hugdeila að hugsa sér hvernig jólin verða eftir önnur tvö þúsund ár. Hvaða atburðir gerast á líðandi stundu í okkar tíma sem verður hugsanlega sprengt upp úr öllu veldi og haldið hátíðlegt sem heilagir hlutir. Kannski var Jesú ekkert merkari maður á sínum tíma heldur en Dailai Lama er núna, Nelson Mandela eða Martin Luther King. Kannski sér einhver sér leik á borði eftir fjórar aldir, finnur sér einhverja manneskju á okkar öld og lætur skrifa bók um hana. Í gegnum gagnastreymið, hið nýja Alnet árið 2400 þá eignast allir þessa bók. Bókin verður sögð vera orð hins alvitra og yfirskilvitlega og allir smám saman glepjast og byrja að trúa því sem staðreynd. Allir fagna hinum nýju trúarbrögðum því mannkynið er ennþá að jafna sig eftir Heimstyrjöldina Þrettándu og því sárvantar burðarbita í líf sitt. Manneskjan á bak við bókina stýrir því hinu nýja samheldna mannkyni inn í nýjan tíma, með sjálfan sig í ráðastöðu því allir standa á bakvið manninn sem gaf þeim eitthvað til að trúa á. Jafnvel þó að í bókin sé í raun og veru einungis endurprentun á gömlum útdauðum trúarbrögðum. Því ekkert mun breytast, aðalpersóna bókarinnar mun enn fæðast seinni hluta desember, fólk mun gleðjast og gefa gjafir til heiðurs þessu og rökkursögur um gefandi furðuveru gefandi gjafir í skjóli næturs mun í það mesta fá bara enn eina yfirhalninguna og endurfæðingu. Fólk mun alltaf, líkt og það hefur gert í gegnum tíðina, fylgja í blindni einhverju sem það trúir á, hversu gloppótt sem það mun vera. Það fylgir eins og sauðirnir fylgdu fjárhirðunum 2400 árum áður.

Það gerði það þá, það gerir það núna, og ég hef enga trú á að það mun ekki gera það í framtíðinni.

Auglýsingar

5 Responses to “Jólaleysi meinhæðnings”


 1. 1 fjóla desember 11, 2007 kl. 7:46 e.h.

  Svo er líka spurning um að þegar eitthvað gengur ekki upp samkv. skilgreiningunni að endurskilgreina þá hlutinn. Oft í þrjósku okkar höldum við í minningar eða ákv. hugmynd um hvernig eitthvað á að vera. Eins t.d. að jólin eigi að vera snævi þakin að aðfangadagsmorgni. Því í stað að kannski horfa út um gluggann og alla hina daga ársins og hugsa.. „hvað ætli þessi dagur beri í skaut sér“ þá læðist að pirringur að útsýnið líti ekki út eins og Coka Cola auglýsing. (Því nota bene sú markaðsetning hefur einnig sett sitt mark á hin „fullkomnu jólum“) Þar með finnst fólki það svikið af hinum sanna jólaanda.
  Breyttum tímum fylgja breyttar aðstæður – og harla hafa jólin verið sælleg hérna árum áður í volæði og matarleysinu sem hrjáði hinn almenna bónda. Ætli það hafi ekki eitthver þá hugsað.. „djöfulsins jól.. alltaf snævi þakin og hálf búslóðin frýs“ Þannig þó ég sé sammála því að kjánalegt sé að fólk fari á stökk í lífsgæðakapphlaupinu í desember og samfélagshugsunin gangi út á uppfylla hin steríotýpu jólum. Þá er kannski mál að hugsa hlutina frá öðru sjónarmiði og sjá að óháð trú,gjöfum og veðri þá er þetta tími þar sem „agenda-ið“ er ekki að klára to-do listann í vinnunni, skólanum eða öðru sem gæti staðið á honum, eins alla hina 365 daga ársins. Heldur að vera Því sameinaður með ástvinum, borða, hlægja, brosa, spila, lesa eitthvað annað en skólabækur og allra síðasta að njóta þess að vera til. .. varla getur það verið betra en það?

 2. 3 bylgja desember 12, 2007 kl. 6:30 e.h.

  Mér leikur forvitni á að vita hvað þú fékkst í einkunn?

 3. 5 bjorgvinben desember 12, 2007 kl. 7:45 e.h.

  Eða…..10 fyrir áfangann. Þannig að hún hefur verið eitthvað í kringum það. Ef ég fyndi hana einhversstaðar hérna þá mundi ég vera viss en ég meina… hvað um það.
  Þakka þér fyrir kommentið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: