Slæmur dagur innkaupa

Verslunarleiðangrar vekja sérstakar tilfinningar í huga mér. Að sjá sig knúinn til að fara í bæinn til að versla handa einhverjum öðrum en sjálfum sér er mögulega einhver argasta pína. Sérstaklega þegar þú þarft að kaupa fyrir x margar persónur og hefur ekki eina hugmynd af gjöf handa einum né neinum.

Þannig að ég ranghalast um Kringluna og Smáralindina og m.a.s. Laugarveginn í leit af vonarglætu í gluggunum. Ég býst við engu öðru en kraftaverki þegar ég horfi í gluggana og vonast eftir því að hlutirnir verði auðveldaðir fyrir mér með einhverri frábærri útstillingu með hinni fullkomnu gjöf. En allt kemur fyrir ekki og ég neyðist til að fara inn í búðirnar líka þar sem ég er alltaf áreittur af afgreiðslufólkinu sem vill aðstoða mig. Ég er kannski ósanngjarn því þetta er nú vinnan þeirra en ég alveg gjörsamlega meika ekki aðstoð frá fólki þegar ég veit ekki einu sinni sjálfur hvað ég er að leita að. Ég fæ kvíðakast í hvert skipti sem einhver segir: „Góðan daginn, get ég aðstoðað“, því ég vil helst láta eins lítið á mér bera þegar kemur að því að versla, sérstaklega þegar ég er inn í búðum sem koma svo bersýnilega upp um að ég sé ekki að leita að neinu fyrir sjálfan mig.

Jólavertíðin er alveg sérstaklega grimm við mig hvað þetta varðar í ár. Síðan ætlaði ég líka að kaupa mér einhver spariföt og er með mjög sérstaka og skýra mynd af því hvað mig langar til að kaupa og vera í yfir hátíðirnar. Og það er ekki til, eða ekki í tísku, eða búið…

Það er reyndar ein skemmtileg ástæða til að losna við fólk sem vill aðstoða þig, annað en að segja bara kurteisislega nei takk og snúa þér undan. Það er að biðja bara um eitthvað nógu ótrúlega nákvæmt sem þú næstum veist að er ekki til. Á meðan hann leitar að því út um allt þá geturðu tekið þér tíma í að skoða búðina í friði. Svo, þegar starfsmaðurinn kemur aftur eftir dauðaleit að hlutnum eða flíkinni sem þú vissir að væri örugglega ekki til geturðu bara þakkað pent fyrir þig og haldið áfram ferðar þinnar.

Rinse. Repeat.

Auglýsingar

1 Response to “Slæmur dagur innkaupa”


  1. 1 gunnihinn desember 12, 2007 kl. 10:11 e.h.

    Þú ert ekkert að fara að gefa mér jólagjöf, er það?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: