Ógeðsleg meðferð

Ég vil bara biðja alla sem koma hingað að lesa færsluna hennar Erlu um hvernig komið var fram við hana við komu sína til Bandaríkjanna. Þessi færsla sýnir alveg ógeðslega meðferð sem þetta valdsjúka land sýnir útlendingum á leið inn í landið. Það er tekið og brotið á helstu mannréttindum þess í nafni öryggis þó svo að gott sem engin afbrot séu fyrir hendi til fordæmis.

Takið ykkur tíma í að lesa þetta yfir. Ekki bara horfa á þennan texta og hugsa, æi. nenni ekki að lesa þetta.

Takið virkan þátt í upplýsingunni.

Auglýsingar

5 Responses to “Ógeðsleg meðferð”


 1. 1 Ásta desember 13, 2007 kl. 5:32 e.h.

  vá, þetta er hrikaleg saga! Mér finnst bara vanta eitt í hana.

  Afhverju var hún 3 vikur lengur árið ´95? Af því að ég veit, for a fact, að þeir taka fáránlega hart á því ef maður er lengur!

  En ameríkanar eru fávitar upp til hópa! Þetta var of harkalegt í hugum allra nema ameríkananna!

 2. 2 bjorgvinben desember 13, 2007 kl. 7:32 e.h.

  Já, þetta er alveg skelfilegt og fáránlegt að þetta skuli vera daglegt brauð.

 3. 3 Gunni desember 14, 2007 kl. 9:35 e.h.

  Þetta var nokkuð svakalegt.

  Eins og ameríkanar eru fínir upp til hópa er voða leiðinlegt að sjá hvernig er komið fyrir öllu sem við kemur umheiminum hjá þeim.

 4. 4 bylgja desember 15, 2007 kl. 10:05 e.h.

  þó hún hefði dvalið í 3 ár án heimildar og verið drukkin, útæld dónaleg og leiðinleg þá hefur það ekkert með málið að gera. Mannréttindi eru algild og Herra Bush og hans félagar virðast hafa gleymt því í þessu fáránlega stríði sem þeir heyja einir og umkomulausir!!!

 5. 5 gunnihinn desember 17, 2007 kl. 10:30 e.h.

  Tja, mannréttindi eru reyndar ekkert sjálfgefin og það hefur tekið þónokkurn tíma að fá þau viðurkennd sem slík í flestum vestrænum samfélögum. Jafnvel þar eru þau bundin í samninga, en ekki talin hluti af sjálfsagðri meðferð.

  Fyrir aðra sýn á mannréttindi má skoða austurlönd nær og fjær; þar flakka þau á milli þess að vera einfaldlega ekki til yfir í að það sé fínasta mál að höggva hendi af manni ef sannað þykir að hann hafi stolið af þér.

  Það sem ég á við er; þó þetta sé mjög ógeðfelld hegðun hjá innflytjandaeftirliti Bandaríkjanna, þá er voða lítið sem segir að þeir þurfi yfir höfuð að geðjast okkur í þessum málum, því ef ég fer ekki með miklar fleipur hafa þeir á síðustu árum ekki haft miklar áhyggjur af þeim samningum sem þeir hafa gert í þessum efnum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: