Hefðir jólanna

Þessari færslu var breytt 26.12.07 kl 14:13 vegna særandi ummæla. Ritskoðun er ekki í miklu uppáhaldi hjá höfundi en sumir eiga það skilið að það sé ekki talað særandi um þá.

Nú hef ég lokið við örugglega þeirri einu hefð sem ég hef yfir allt árið. Ég lít nefnilega á mig sem ákveðinn sveimhuga, og þ.a.l. er ekki mikið fyrir að festa mig í hefðum eða ákvarðanatökum langt fram í tímann. Þó ég eigi það stundum vissulega til, til að sleppa við að hljóma eins og hræsnari. En stundum þarf maður að hafa eitthvað sem maður kallar hefð og síðan fyrir löngu á síðustu öld hefur það verið fast í skorðum að fara með föður mínum í bæinn á Þorláksmessu. Þessi ferð byrjaði við ungan aldur þegar maður labbaði við hlið föður síns með hann leitandi að einhverju falllegu fyrir mömmu mína eftir matinn á aðfangadagskvöld.

Árin liðu, ykkar undirritaður varð fullorðnari og faðirinn var orðinn samviskusamari í að vera bara einfaldlega búinn að kaupa allar jólagjafir þess árs. Þannig að ferðin á Þorláksmessu breyttist smátt og smátt úr rólegri kvöldgöngu um búðir bæjarins með lokastoppi kakósins í enn eina ástæðuna til að fá sér bjór yfir hátíðirnar. Þannig að á síðastliðnu árum höfum við haft það að venju, þegar við erum ekki að baða okkur í sólinni á Kanaríeyjum, að leita uppi einhverja skemmtilega tónleika og drekka í okkur svolítinn bjór í tilefni aðkomandi aðfangadagskvölds.

Og í mörg ár, m.a.s. áður en ég var farinn að drekka áfengi þá höfum við alltaf ætlað að fara og hlusta á Bubba spila á sínum árlegu Þorláksmessutónleikum. Þó það sé ekki nema að sjá hann einu sinni í svona rólegri stemmningu. Og nú loks, eftir ég veit ekki hvað mörg ár höfum við loks lokið við ætlunarverk okkar. Þar sem við höfðum einfaldlega lokið við öll okkar jólagjafainnkaup þá hliðruðum við einfaldlega til í prógramminu, slepptum búðarrápinu og fórum beint í bjórinn. Beint í bjórinn á Nasa, hlustandi á þægilega tónlist Bubba, og þó ég sé ekki mesti Bubba aðdáandi í heimi þá gat ég staðið og hlustað með þægilegri angurværð. Sem reyndar var trufluð öðru hvoru af feitu fullu gellunni sem sá sig knúna til öskra hæst og mest við hvaðeina sem hún þóttist heyra Bubba segja. Ég minntist á þetta við pabba minn sem vitnaði einfaldlega í fóstbræður og sagði að maður ætti bara að fara með hana upp í sveit og skjóta hana. Stundum er ágætt að vera darwinisti og vona það allra heitast að hún sé ekki nógu hæf til að lifa af og verður fyrst til að verða troðin undir í byltingunni.

Á þessum orðum vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir jólin. Ekki gera of mikið og reynið að vera eins löt og þið getið. Borðið mikið, hreyfið ykkur lítið og lítið á nýja árið til að vinna úr því. Ég vona að ég hafi verið góður við ykkur öll og ef það er eitthvað sem þið viljið að ég geri fyrir ykkur á nýju ári þá vitið þið hvernig á að ná í mig.

Til hamingju með jólin!

Auglýsingar

1 Response to “Hefðir jólanna”


  1. 1 Kristján Atli desember 26, 2007 kl. 8:16 f.h.

    „… þó ég sé ekki mesti Bubba aðdáandi í heimi þá gat ég staðið og hlustað með þægilegri angurværð. Sem reyndar var trufluð öðru hvoru af feitu fullu gellunni sem sá sig knúna til öskra hæst og mest við hvaðeina sem hún þóttist heyra Bubba segja.“

    Hey, það er ekki mitt vandamál ef þér líkar ekki hvernig ég syng!

    Gleðileg jól annars gamli og skilaðu kveðju til pabba þíns (ef hann les þetta ekki sjálfur, that is).


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
desember 2007
M F V F F S S
« Nóv   Jan »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: