Sarpur fyrir janúar, 2008

Google myndir

Athyglisverð staðreynd við Google er að þegar maður leitar, eða gúgglar nafnið á Benedikt Jónassyni föður mínum þá finnur Google ekki neina mynd af honum. Hangið aðeins með mér lengur, þetta verður fyndnara…

En ef þið aftur á móti gúgglið nafnið Guðbjartur Karl Reynisson, sem er góðvinur minn þá finnur Google strax á fyrstu síðu flotta mynd af föður mínum.

Þetta er sko aldeilis tilgangslaus vitneskja en gaman að henni þó…

Auglýsingar

Kosningamútur

Staða mín til kosninga kom svo bersýnilega í ljós áðan. Við innganginn á aðalbygginu Háskóla Íslands eru tvö borð sem skarta andstæðingum fyrir stúdentaráð eða hvað það nú kallast sem er kosið í upp í háskóla. Við innkomu mína fyrir tímann rölti ég framhjá þessum borðum algerlega áhugalaus og var látinn í friði. Eftir hann labbaði ég aðeins of hægt framhjá þessum borðum þar sem fulltrúar beggja ráða stóðu. Einn fulltrúanna vatt sér snögglega upp að mér og spurði, „koma í partí?“ og afhenti mér miða þar sem stóð á „FREE BEER“.

Ég hugsaði bara með mér hversu auðvelt væri að kaupa mitt atkvæði. Þó það nú væri, þetta fólk sér um að ég hafi eitthvað að gera yfir helgina, gerist ekki betur en það.

Réttlæting slagsmála.

Langaði bara að deila með ykkur þessari grein sem ég las á Esquire síðunni fyrir nokkru og hún poppaði aftur upp við venjubundið vafur á hinum ýmsu heimasíðum sem ég stunda. Veltir fyrir sér hinum ýmsu spurningum og siðferði bakvið handalögmál. Hún er tekinn s.s. úr Esquire Magazine og er slóðin á síðuna hérna. En hér fyrir neðan er hún samt birt í heild sinni. Vonandi brýt ég engin lög við það…

In Defense of the Fistfight

Why one lippy hippie named Jericho made one writer resolve to start punching jerks again.

By Chris Jones

             

iStockPhoto

This whole thing started — or maybe it ended — with these guys engaging in some ritualistic, Hare Krishna clapping shit. They were sitting at a table across the bar from my buddy Phil and me. We were trying to enjoy a quiet pint in our quiet local on a quiet evening, but these hippies wouldn’t quit with their clapping. Swear to God, they might as well have been crashing cymbals in my ears.

I asked them politely to stop. „Make us,“ they said, and then they clapped louder, smiling their dirty-toothed smiles at us, twisting our nipples. One of them was named Jericho, I picked up. He was a skinny bearded guy who looked as though he’d wear Guatemalan mittens in winter. „Jerry,“ I said when they finally took a break, „come on over here, have a chat.“ He did, and shortly thereafter, he loosed a throat pony into my face. It was Jerry’s bad luck that I had resolved to start punching people again.

It wasn’t a snap decision. I’d reached the end of the road after what seemed like a perpetual assault from life’s Jerichos — the sorts of assholes who not only act like assholes but celebrate their assholedom: the grease spot who gave me the forearm shiver in our recreational soccer league and said, „It’s a man’s game, bitch“; the walnut-headed midlife crisis in his convertible who cut me off and then gave me the finger. It felt like they had me surrounded, clapping in concentric circles. I mean, Jesus, a skinny bearded hippie named after a biblical city had just spit in my face.

How’d we get here? Blogs are part of it, along with the incessant frothing of TV pundits and reality-show contestants, especially that lippy midget from The Amazing Race: Everybody thinks they’re above being edited. And the saddest part is, the Jerichos are right to feel bulletproof. Somewhere along the way, we’ve evolved into a culture without consequence, taught so much hokum about the bigger man walking away. Yet to appease us, we’ve also been told that what goes around comes around. What kind of contradictory horseshit is that — that one day, accounts will be settled, but by the universe? I like karma as much as the next guy, but lately, watching my city behave more and more like an Internet comments thread in the midst of a flame war, I’ve grown tired of waiting for the planets to balance the ledger. It’s like we’ve started playing hockey without the enforcers, and all the scrubs are tripping up the skaters with impunity. You know why Wayne Gretzky could be Wayne Gretzky? Because everybody knew that Dave „Cementhead“ Semenko would fill you in if you fucked with his friend.

Too bad life changes when we take off our skates — constrained by fear of cops, by fear of lawyers, by fear of the wife, all of our judges. Not anymore. I would submit, Your Honor, that if someone is doing something demonstrably asinine, and I ask them to stop it, please, and they say, „Make us,“ they’ve entered a binding oral contract whereby I am permitted, even obligated, to try to make them.

And so, before I wiped his spit off my face, I grabbed Jericho by his beard and dragged him outside. By the time I had him squared up, I saw all that I needed to see to know that I’d found a new habit: the regret on his once-smiling face. I was surprised by how good it felt, and I stopped for a second, frozen under the streetlights, satisfied that Jericho was about to make like the walls of that bitch city, and that I was about to settle my own accounts.

Svefntilraunir, dagur 2.

Ultra productive dagur.

Fór yfir massa mikið af glósum og námsefni fyrir klukkan sjö í morgun. Fékk mér sykraðan jarðarberjagraut með mjólk til að byrja daginn. Þið vitið, eins og þið átuð þegar þið voruð lítil, þessi í bláu og hvítu fernunum. Tók mér létt letikast milli 7:00 og 7:30 áður en ég borðaði morgunmat part 2. áður en ég fór í vinnuna.

Var über duglegur að gera námsefnisverkefni og auglýsingar fyrir hádegi og með hjálp kaffibollans klukkan 9:20 var ég glaðvakandi allan tímann. Er búinn að vera kallaður geðveikur oftar en ég man seinustu tvo daga þegar ég útskýrir fyrir fólki þessa tilraun mína. En það er allt í lagi, það mótiverar mig bara.

Seinni parturinn í gær og kvöldið var svolítið hægt og þreytt þó ég hafi náð að læra eitthvað yfir kvöldið. Þannig að það er ekkert endilega líkamlega þreytan sem er að eyðileggja fyrir manni ef hugurinn er að keyra á minnsta kosti á 80% virkni.

Sjáum hvernig seinni parturinn í dag verður.

Svefntilraunir, dagur 1

Okei,

Vaknaði klukkan 06:00. Sem er ekkert svo spes árangur því það er ekki nema 1.5 klukkutíma ágóði. En ég fór líka seint að sofa so sue me. Þannig að eftir fjögurra tíma svefn stökk ég á fætur(ég er reyndar með harðsperrur eftir líkamsræktina í gær þannig að þetta var frekar aumingjalegt stökk). Klukkan 08:30 var ég búinn að læra alla heimavinnuna ásamt léttu internetvafri og skyri í morgunmat.

Nú er klukkan 11:00 og fyrsti kaffibollinn er kominn ofaní mig. Sagðist ætla að hafa það á reglulegum tímum en vegna skringilegra vinnuvakta á þriðjudögum hef ég ekki komist í það ennþá. Næst á dagskrá er vinna til 13:00, þá tekur við líkamsrækt og nettur lærdómur í pásunni minni.

Í heildina litið ágætis byrjun, er mjög vakandi og hress. Enda er ekkert mál að sofa svona stutt einn og einn dag, það er vaninn sem ég er að reyna að komast í. Eini ókosturinn er sá að mér er frekar illt í augunum, eins og þau séu eina líffærið sem þykist vera þreytt. En það breytist vonandi eftir ræktina.

Svefntilraunir

Í langan tíma hef ég grínast með að ég gæti svosem hætt að sofa þegar það verður of mikið að gera hjá mér. Þó svo ég ætli mér nú ekki að hætta alveg að sofa hef ákveðið að gera viku tilraun á sjálfum mér og sjá hvort ég geti komið nokkrum klukkutímum í viðbót inn í stundaskránna mína. Ég er líka að fara í fyrsta prófið í HÍ þannig að það er ekki til betri tími en núna til að gera léttvægilega tilraun á sjálfum sér.

Þar sem svefnhringurinn er eitthvað í kringum 90 mínútur og samkvæmt rannsóknum er þægilegast fyrir mann að vakna á milli þessara svefnhringja hef ég ákveðið að reyna að sofa einungis í fjóran og hálfan tíma, sem eru þrisvar sinnum 90 mínútur, í eina viku. Sem þýðir það að ég set vekjaraklukkuna á ca 4.5 klst fram í tímann hverju sinni. Ég fer iðulega að sofa milli miðnættis og eitt þannig að ég ætti þá að vera að vakna eitthvað í kringum 05:00 á morgnana. Þá ætla ég að nýta mér þessa auka þrjá tíma sem ég græði fyrir klukkan átta til þess að gera allt það mikilvæga sem ég þarf að gera áður en vinnan tekur við. Í þessu tilviki og þessari viku verður einblínt á það að læra og hreyfa sig. Breyturnar sem ég held að hjálpi eru hollur morgunverður, létt líkamsrækt áður en farið er í vinnuna, kaffibollar á reglulegum tímum yfir daginn( 9:20, 13:00 & 16:00), hollur hádegismatur og létt snarl á milli mála(s.s. drykkjarskyr eða ávextir). Svo get ég leyft mér að leggja mig annað hvort í 20 mínútna powernap eða heilan 90 mínútna R.E.M. hring yfir eftirmiðdaginn. Tilgangur tilraunarinnar er ekki endilega sá að gera miklu meira yfir daginn heldur að þurfa ekki að gera alla hluti á harðaspani. Þannig ætti ég að geta losað um eftirmiðdaga og kvöld til persónulegra stunda.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Því þá eru minni möguleikar á að ég láti eins og aumingi og hætti við þetta allt saman. Ég hef verið mikill andstæðingur svefns alveg síðan hann var fundinn upp og eru því þessi tilraun mín einungis notuð til þess að vinna bug á honum. Ég ætla mér að blogga nokkrar staðreyndir um hvernig tilraunin gengur alveg fram á næsta mánudag þar sem ég mun taka ákvörðun um hvort þetta nýja líferni sé þess virði að halda áfram eða hvort það þurfi að athuga fleiri breytur í tilraunina.

Ef þið viljið sjá hvaðan ég fæ innblásturinn til þess að gera svona lagað þá bendi ég ykkur hérna á tvær greinar sem fjalla um svipað efni.

Leo hjá Zen Habits skrifar um kosti þess að vakna snemma

Tim Ferris skrifar um Svefn-hökkun

Sé ykkur í fyrramálið.

Lúðaleikir!

Ég er mikill aðdáandi Max Barry, rithöfundur einnar skemmtilegustu bókar sem ég hef lesið um ævina, Jennifer Government. Hann skrifaði á síðunni sinni um tölvuleiki sem hann spilaði hvað mest í gamla daga og þá fór ég að hugsa hversu ótrúlega miklum tíma ég eyddi á barnsárum mínum í að spila hina og þessa tölvuleiki. Ég hef oftar en ekki farið út í þessar umræður með vinum mínum sem endar þá alltaf í „já!!!alveg rétt, djöfull var hann mikil snilld“ þegar við rifjum upp okkar sameiginlegu tölvuleikjanotkun.

Þannig að hér kemur smávægilegur listi yfir þá tölvuleiki sem ég tengist nostalgíulegum böndum. Eitt svona flipp í tilefni helgarinnar. Þið megið líka kommenta á ykkar uppáhalds tölvuleiki sem þið spiluðuð í ræmur í gamla daga.

Í engri sérstakri röð:

 • Wolfenstein 3D – Fyrsti drápsleikurinn sem ég spilaði. Ég spilaði þennan leik í tætlur heima hjá frænda mínum móður minni til mikillar mæðu því átta ára strákar áttu ekki að spila tölvuleiki sem gengu einungis út á það að drepa eins marga nasista og hægt var.
 • Warcraft II – Þegar ég gisti hjá frænda mínum og áður en ég eignaðist nógu góða tölvu til þess að keyra þennan leik, þ.e.a.s. áður en við eignuðumst486 tölvu, þá vaknaði ég snemma hvern einasta laugardag eða sunnudag til þess að spila þennan leik. Það var ekkert eins nett fyrir tíu ára gutta en að stjórna heilum her af grænum Orka-skrímslum.
 • Jedi Knight: Dark Forces 2 – Ég man þegar ég tók tvo strætóa niður á Grensásveg til þess eins að festa kaup í þessum leik sem ég hafði beðið með mikilli eftirvæntinu. Ég veit ekki hversu oft ég spilað þennan leik frá byrjun til enda, veljandi mér góðu eða vondu hlið máttarins og sveiflandi geislasverðinu mínu í allar áttir. Einnig var þetta fyrsti leikurinn sem ég spilaði yfir netið, þar sem við Gunni fórum iðulega heim til okkar að spila á móti hvor öðrum gegnum 28k módemin okkar.
 • Doom II – Doom I var náttúrulega geðveikur, en Doom II keyrði allt um koll í víðbjóðslegheitum í tvívídd.
 • Grand Theft Auto I – Bíddu? Á ég að labba um borgina? Stela bílum, keyra á og skjóta lögguna? Það var hægt að leika sér að þessu tímunum saman.
 • Mario Bros 3 – Nintendo Entertainment System. Besta Nintendo tölva fyrr og síðar. Og Mario Bros 3 klárlega mest spilaði leikur heima hjá mér í kringum 7 ára aldurinn. Fjöðurinn og maður gat flogið! Ha, bara ekkert mál. Alger snilld. Þó fáránlega erfiður á köflum.
 • Half-Life – Besti fyrsti persónu skotleikur sem gerður hefur verið í mínum bókum. Góð saga, flott vopn, geðveik gervigreind og fáránlega spúkí.
 • System Shock 2 – Ef þessi leikur hefði hrædd mig meira en hann gerði á sínum tíma þá væri ég læstur inn á Klepp öskrandi „SHODAN ER AÐ ELTA MIG, SHODAN NÆR ÖLLUM!!!“
 • Starcraft – Einfaldlega gerði það sem var geðveikt við Warcraft enn betra. Setti það út í geiminn, bjó til kick-ass söguþráð og val milli þriggja fáránlega mismunandi tegunda. Real-time-strategy leikir höfðu aldrei verið jafn góðir.
 • Alpha Centauri – Þessi leikur fær þau verðlaun fyrir að vera eini tölvuleikurinn sem ég spila ennþá í dag. Hann tekur lítið sem ekkert pláss á tölvunni og það er hægt að vera í honum í fartölvunni upp í sófa. Civilization II á sterum út í geimnum. Maður byggir upp sinn ættbálk og kemur honum í gegnum þróun nýrrar siðmenningar. Maður getur bara lullað í honum á meðan maður er að horfa á sjónvarpið liggur við.
 • Diablo – Blizzard Entertainment fyrirtækið(Warcraft, Starcraft) var bara eitt besta tölvuleikjafyrirtækið þegar ég var hvað harðast í þessum leikjum. Diablo sá um að eyða tugum klukkustunda minna í að labba um dýflissyr drepandi hvern einasta djöful eða draug sem þar fannst.
 • Theme Park & Theme Hospital – Uppbygingarleikir voru í miklu uppáhaldi hjá mér lengi vel og spilaði ég margar týpur af þesskonar leikjum. Þessir tveir voru hvað skemmtilegastir af þeim öllum og átti maður, eins og nafnið gefur til kynna, að byggja upp skemmtigarð og spítala. Af einhverjum ástæðum fannst mér samt alltaf skemmtilegra að byggja upp spítala þar sem maður fékk að ráða gjörsamlega öllu frá A til Ö, allt frá staðsetningu anddyris-skrifborðsins til fjölda skurðstofa. Þarna fékk control-freak Björgvin með skipulagnings-áráttuna mikla útrás.
 • Duke Nukem 3D – Hver man ekki eftir Duke Nukem? Einhverjum svalasta geimveru-drepandi-tyggigúmmí-tyggjandi harðfjanda sem fyrirfannst í tölvuleikjaheiminum. Ásamt Doom II þá spilaði maður þennan í ræmur á sama tíma.

Heiðurstilnefningu fær hins vegar leikurinn Road Fighter sem er eini leikurinn sem ég man eftir að pabbi minn hefði nokkurn tímann spilað með mér í Nintendo í gamla daga. Gamall tvívíddar bílaleikur sem maður sá ofan á bílinn og gat í raun og veru ekki orðið einfaldari þar sem það voru bara fjögur borð í honum.

En þar er nostalgíu-nördafærslunni í tilefni helgarinnar lokið. Endilega segið mér frá ykkar uppáhalds leikjum í gamla daga.