Kviksyndi tímans

Þreyta, það virðist vera að svífa á mig eitthvað álag þessa dagana. Eins og ég hafi ekki fengið nógu mikið frí til að jafna mig eða eitthvað. Þessi blogglægð er ein afleiðing hennar býst ég við. Ég einhvern hef ekki orku í að æla út úr mér einhverjum hugmyndum þegar ég kem heim á daginn/kvöldin því ég einfaldlega hef ekki orku í annað verkefni. En jólafríið var kærkomið samt sem áður.

Ég er búinn að vera tiltölulega upptekinn seinustu mánuði, eða í 85% og 36% vinnu á tveimur stöðum. Já, þið sjáið það vonandi jafnvel og ég að það gerir engan veginn einungis 100% vinnu hvernig sem þú teygir tölurnar til og frá. Þar að auki kenni ég fjóra tíma valfag á viku ofan á þannig að seinustu mánuði hef ég fundið fyrir mikilli „vinnusemi“. En ég sá mér leik á borði að þó svo ég væri að vinna svona mikið þá var ég á einhvern skrýtinn hátt í fríi á miðvikudögum. Þannig að ég gerði bara það sem allir snarvitlausir skipulagsbrjálæðingar eins og ég gera. Skrá sig í Háskóla Íslands. Fjórir kúrsar í hagnýtri spænsku fyrir atvinnulífið ættu ekkert að vera mikið mál að rúlla upp meðfram vinunni. Ég get byrjað á því að hætta að borða, þá fría ég ca 2 klukkutíma á dag sem ég get notað í lærdóm. Svefninn ætti síðan að fylgja fljótlega á eftir. Svo sjáið þig mig bara fljótlega standandi við hliðina á Helga Hósesyni á Langholtsveginum, með þýdd skilti á spænsku, að forspá endalokunum.

En í millitíðinni reyni ég bara að halda geðveikinni hérna áfram.

Mér dettur í hug að blogga um af hverju ég fór fýluferð í HÍ á þriðjudag, þegar það var ekki tími. Og ég eyddi 20 mínútum í að bíða og öðrum 20 mínútum í að komast að því að skólinn byrjaði ekki fyrr á fimmtudaginn. Að horfa á seinustu fjörtíu mínúturnar sínar gufa bara upp sisvona í algjöru tilgangsleysi er mjög sár fyrir mig, því mér líkar ekki þegar tímanum mínum er sóað. En ég ætla ekki að blogga um það því það var gert grín af því hvernig ég reyni alltaf að semja blogggreinar um allt sem kemur fyrir mig. Og þessar fjörtíu mínútur voru bara leiðinlegar, rosa lítið athyglisvert við það.

Annars sótti ég Fjólu út á flugvöll í gær. Sem var athyglisvert einungis á þann hátt að ég er mjög misheppnaður flugvallarsækjari. Fyrst komst ég ekki inn á skammtímabílastæðin því kortinu mínu var spýtt út. Og ekki nóg með það þá spýttist það út þannig að það fauk á jörðina og ég þurfti að sækja það eitthvað lengst eins og algjör hálfviti. Síðan þegar ég kom til baka þá fattaði ég náttúrulega ekkert að ég átti að borga inni og þurfti að fara aukaferð og blablablbabla. Þannig að þetta var hallærislegt allt saman. En það er gaman að fá að standa loksins einu sinni Íslandsmegin við tollhliðið því ég hef í raun og veru aldrei sótt einn né neinn út á flugvöll á ævinni.

Annars er það nóg úr mínu lífi. Dettur ekki neitt nógu sniðugt að bæta við.

Nema, ef þið þekkið forritara og vefhönnuð sem vantar krefjandi verkefni má hann hafa samband við mig. Sendið mér bara e-mail á veffangið bjoggiben@gmail.com með vefhönnuður í subject dálkinn.

Svo til að loka þessu alveg þá enda ég hérna á því að segja að Against Me er frábær hljómsveit og allir ættu að kynna sér hana.  Kíkið á hana hér í boði Gunna Mastermind.

Auglýsingar

2 Responses to “Kviksyndi tímans”


  1. 1 Fjóla janúar 10, 2008 kl. 5:19 e.h.

    sko.. þrátt fyrir að þetta sé erfið ákvörðun fyrir mig þá hef ég samt ákveðið að þér sé nú fyrirgefið að hafa látið mig bíða allar þessar 2mín í bílnum á meðan þú fórst inn til að borga og gefa þér annan séns í mars þegar ég kem aftur í gegnum þetta sama hlið – það er varla að maður geti annað, enda er líka svo góð lykt af þér;)

  2. 2 gunnihinn janúar 11, 2008 kl. 6:55 f.h.

    Segðu, það er þessi nýjabílailmur af Bjögga.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: