Pólitík og fréttir, og kæruleysi höfundar

Ég fylgist ekkert með fréttum.

OH! Hvernig geturðu þá verið með á nótunum! Hvernig er hægt að ræða við þig um það sem skiptir máli!?!?

Bíddu við. Ég les reyndar blaðið, með hálfum huga á morgnana í þau fáu skipti sem ég fæ mér morgunmat. Oftast er nóg að lesa fyrirsagnirnar til þess að vita að það er ekkert svo merkilegt að gerast. Ég les mikið og fæ mína vitneskju hvaðanæva af, ekki það mikið úr fjölmiðlum en frekar úr bókum og vefsíðum. Því ég aðhyllist þá kenningu að allt þetta sem verið er að tala um í fréttunum og það sem er skrifað um í blaðinu skiptir nákvæmlega engu máli fyrir mitt eigið daglega líf. Né heiminn í heild sinni því það er oftast ekki hægt að muna eftir nema brotabroti af því sem gerðist ári síðar.

Því hef ég einsett mér þá skoðun að ef það skeður eitthvað stórvægilegt eða miður merkilegt þá kemur einhver því til mín. Því það er til annað fólk sem eyðir tímanum sínum í fjölmiðlaaðhald og það sér oftar en ekki til þess að fólkið í kringum sig viti af þessu. Ég er mjög ánægður með það því ég vil nú ekki vera útundan þegar eitthvað virkilega stórt gerist, en ég vil bara ekki eyða tímanum mínum í að fylgjast með restinni af vitleysunni.

Ég man ekki hvað ég var að gera vitsmunalegt við tímann minn áðan þegar Kristrún vinnufélaga mín labbar inn á skrifstofu til mín og segir í hálfgerðum haushristings-glott-út-í-annað-tón „meirihlutinn er fallinn…..“. Ég leit uppúr spænskubókunum eða tölvupóstinum eða bloggskrifunum og svaraði höfuðhristingnum hennar. Glottandi út í annað kveikti ég á fréttunum sjálfviljugur í marga mánuði.

Og viti menn, stundum gerast hlutir sem vert er að fylgjast með. Þó þetta séu bara strákar í sandkassastríði bitrir út í flottu sandkassaborgirnar hjá hvor öðrum.

Auglýsingar

0 Responses to “Pólitík og fréttir, og kæruleysi höfundar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: