Úr viðjum vanans

    Verður maður alltaf útreiknanlegri þegar maður eldist? Verður alltaf auðveldara og auðveldara að spá fyrir, svona nokkurn veginn, hvað maður gerir þann daginn. Maður er búinn að trekkja í gegnum svo marga daga af óútreiknanlegri óreiðu að á einhverjum tímapunkti byrjar þetta allt að einfaldast og auðveldast hjá manni. Og maður verður leiðinlegur. Maður hættir að taka snárákvarðanir eins og að panta sér ferð til New York klukkan sex á morgnana eða fá sér það óútreiknanlega á matseðlinum. Með hverju árinu dofnar þetta barnalega stundarbrjálæði, og við tekur staðföst og leiðinleg vissa með gjörðir sínar hvers dags.

            Ég finn fyrir þessari breytingu á lífi mínu í hvert einasta skipti sem ég fer í litla hornbakaríið í miðbæ Hafnarfjarðar. Á seinasta ári er ég farinn að koma svo oft þarna að maður er farinn að segja heilsa og bjóða gleðilegt ár því á einhvern hátt hefur maður tengst afgreiðslukonunum. Tengst þeim nógu mikið að þær glotta jafnan út í annað þegar ég kem inn því þær vita nokkurn veginn upp á hár hvað þær munu selja mér þann daginn. Því jú, ég er orðinn svo vanafastur að ég fæ mér alltaf nákvæmlega það sama þegar ég á leið þarna framhjá, úr einni vinnunni í aðra.

            “Ég ætla að fá það venjulega” er setning sem ég er farinn að verða ansi smeykur við. Hún lýsir á mjög duldan hátt hversu mikil stöðnun hefur orðið á lífinu hjá manni. Maður er greinilega búinn að vera á sama staðnum allt of lengi og er algjörlega hættur að upplifa eitthvað nýtt. Því hræðist ég innst inni þessa setningu, og allar þær skuldbindingar sem hún dregur í för með sér. Það sem eitt sinn var svo nýtt og flott, eða framandi og ferskt er skyndilega orðið það staðnaða. Kaldhæðinslegt tákn um fullorðnun og vanabindingu.

            Kannski ég brjóti mér út úr viðjum vanans og fái mér eitthvað annað í dag. Ég fer kannski aðra leið að bakaríinu til þess að upplifa eitthvað nýtt. Ég er m.a.s. ekki einu sinni á bíl. Ég fer labbandi, því labbandi skapa ég mér nýja leið.

Auglýsingar

0 Responses to “Úr viðjum vanans”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: