Forn frægð til sölu

Þar sem ég er að flytja til Madrid, hef ekki þörf fyrir þess hluti og langar að bæta við peningasjóðinn minn vegna fyrirhugaðra flutninga hef ég í hyggju að selja hér tvo gítara.

Fyrstur er Epiphone Gothic Explorer. Hann er frekar lítið notaður því ég keypti hann ekkert löngu áður en hljómsveitin lagði upp laupana. Hann var notaður sem varagítar á nokkrum tónleikum, þ.á.m. þeim sem ég spilaði á daginn sem ég keypti hann, þar sem hann kom að frábærum notum.  Hann er með stock pickupa og er í raun og veru alveg nákvæmlega eins og hann lítur út á myndinni. Veit ekki hvaða módel hann er en hann hljómar allavega rosa vel í alls kyns rokk, allt frá Dick Dale surf í harðasta svíametal.

Seinni gítarinn er trausta öxin mín sem hefur spilað á næstum öllum tónleikum síðan platan Virgins kom út. Hann er aðeins verr farinn en Explorerinn en hann hefur harða skel og tekur við allri misnotkun af einskærri hlýðni. Hann er með svimandi heita EMG pickupa sem öskra á þig þó þú sért varla að keyra distortionið þitt neitt mikið. En hann hljómar alveg æðislega þegar þú keyrir hann í botn og hentar vel í alla tegund af hörðu rokki.

Verð í báða gítara er 50 þúsund krónur og fylgir taska og ól með báðum.

Auglýsingar

7 Responses to “Forn frægð til sölu”


 1. 1 Maríanna janúar 25, 2008 kl. 2:35 e.h.

  Ætlaru ekki að selja þirðja gítarinn?

 2. 2 bjorgvinben janúar 25, 2008 kl. 2:48 e.h.

  Ég vil eiga þessa tvo rafmagnsgítara sem ég á eftir sem og kassagítarinn sem ég tek með mér.

  Hef ekkert að gera með þessa þungarokksgítara.

 3. 3 öddi mars 3, 2009 kl. 9:08 e.h.

  heyrðu ég var að pæla hvort þú værir til í skipti á móti exlorernum kannski er þetta heimskuleg spurning út af því þú ert að safna a í peninga sjóðinn til madridar en þá er ég að tala að þá er ég ekki að byðja um tösku og ól ég er að pæla um playamate dean bassa og bláa ól og svona fimm þúsund kall eða.

 4. 4 öddi mars 4, 2009 kl. 9:20 f.h.

  síðan ggaaturu nottulega selt bara bassan ef þú vilt sko en hann er svartur!

 5. 5 öddi mars 4, 2009 kl. 9:21 f.h.

  síðan geturu nottulega bara selt bassan sko en hvað segiru um þessi skipti???!!!???

 6. 6 Björgvin Benediktsson mars 4, 2009 kl. 10:07 f.h.

  Mmmm. nei. Ég er löngu kominn til Madrid, búinn að selja Explorerinn og hættur að pæla í sölu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: