Draugar fyrsta ársnema

Ég sá gamla vofu seinustu helgi. Mann sem gjörsamlega hvarf af yfirborði jarðar þegar ég var sautján ára gamall. Því var ég mjög hissa að sjá hana labba upp af klósettinu á English Pub algerlega óafvitandi um undrun mína. Svo ekki sé talað um að hann mundi ekkert eftir mér og gjörsamlega horfði í gegnum mig.

Þegar ég á fyrsta ári í Flensborg var mér plantað ásamt mörgum öðrum í svokallaðan „elítu-bekk“(ekki mín eigin nafngift, né neinna í bekknum). Við sem vorum í þessum bekk, þ.á.m. Gunni Mastermind, Sigrún Bender og fleiri afburðanemendur höfðum s.s. staðið okkur svona vel á samræmdu prófunum að við fengum að fljóta saman í gegnum fyrsta árið sem heill bekkur í þessum annars fjölbrautasinnaða skóla. Við „nördarnir“ náðum ágætlega saman að miklu leyti þó svo að sumir hverjir voru lokaðri en aðrir á sinn eigin „nördalega“ hátt.

Einn þessara nemenda var svo þessi eini í hópnum sem var algerlega á skjön félagslega við alla hina í hópnum. Þeir sem þekktust innbyrðis áður áttu auðvelt með að tengjast hinum í samstarfi við félaga sína en þessi sat út í horni og lét það algjörlega vera að mynda einhver tengsl við okkur hin. Margir hafa svipbrigði og takta sem maður gleymir ekki eftir að maður kynnist þeim en að segja við ykkur að ég muni eftir einu einasta svipbrigði eða blæbrigðum í skapi er að taka of djúpt í árinni. Ég sé þennan mann fyrir mér annaðhvort sitjandi fyrir framan stofuna sem við áttum að fara í þann daginn með hendur á lærum, réttur í baki bíðandi þolinmóður eftir tímanum eða sitjandi út í horni takandi eftir og skrifandi niður. Eftir eitt ár hefði ég haldið að maður gæti munað eftir einhverju fleiru í fari hans en það er algjör móða þegar kemur að honum.

Á góðum stundum hópuðumst við nokkur kannski saman og ræddum þennan dularfulla samnemenda okkar. Almenn ályktun var náttúrulega sú að fyrst hann var í „elítu bekknum“ þá var hann náttúrulega ekki þroskaheftur. Félagslega lokaður kannski, en langt frá því að vera þroskaheftur miðað við allar tíurnar sem hann virtist fá fyrir vinnuna sína. Því var einungis ein niðurstaða sem hægt var að komast að en hún var náttúrulega sú að þessi maður var ofar okkur öllum í öllu því sem viðkom að vera snillingur. Við vorum bara peð sem fengum að fljóta með í bekknum hans. Hann mætti, lærði og skaraði framúr. Allt í öskrandi hljóði sem gerði okkur hin biluð að geta ekki kynnst honum betur.

Eftir á að hyggja gætum við kannski hafa nálgast hann öðruvísi til að draga hann út úr skelinni. Hann var kannski með hugann annars staðar en við þetta iðjuleysi og þessa drykkjusemi sem einkenndi okkar hugsunarhátt á fyrsta ári. Kannski fengum við bara að vera samferða í gegnum fyrsta ár einhvers komandi snilling Íslands. Ég veit að ég og Gunni ásamt mörgum öðrum úr þessum bekk hafa pælt mikið í þessum dreng. Það að ég hafi komist að því að hann væri enn meðal vor veitir mér að einhverju leyti ákveðna huggun því eftir þetta ár gjörsamlega hvarf hann af yfirborði jarðar og við sáum hann aldrei framar.  Ég veit ekki hvort við vorum eftir okkur vegna þess að við komumst aldrei að neinu um hann eða hvort við vorum bara pirruð yfir því að fengum aldrei að vera betri en hann. En eftir situr óleyst ráðgáta um dreng sem enginn vissi deili á þó við deildum öll okkar námsefni með honum á hverjum degi, árið um kring.

Auglýsingar

1 Response to “Draugar fyrsta ársnema”


  1. 1 Gunni janúar 24, 2008 kl. 9:52 e.h.

    Já, ég man alveg vel eftir honum. Það væri nú gaman að vita hvað hann er að gera í dag.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: