Lúðaleikir!

Ég er mikill aðdáandi Max Barry, rithöfundur einnar skemmtilegustu bókar sem ég hef lesið um ævina, Jennifer Government. Hann skrifaði á síðunni sinni um tölvuleiki sem hann spilaði hvað mest í gamla daga og þá fór ég að hugsa hversu ótrúlega miklum tíma ég eyddi á barnsárum mínum í að spila hina og þessa tölvuleiki. Ég hef oftar en ekki farið út í þessar umræður með vinum mínum sem endar þá alltaf í „já!!!alveg rétt, djöfull var hann mikil snilld“ þegar við rifjum upp okkar sameiginlegu tölvuleikjanotkun.

Þannig að hér kemur smávægilegur listi yfir þá tölvuleiki sem ég tengist nostalgíulegum böndum. Eitt svona flipp í tilefni helgarinnar. Þið megið líka kommenta á ykkar uppáhalds tölvuleiki sem þið spiluðuð í ræmur í gamla daga.

Í engri sérstakri röð:

 • Wolfenstein 3D – Fyrsti drápsleikurinn sem ég spilaði. Ég spilaði þennan leik í tætlur heima hjá frænda mínum móður minni til mikillar mæðu því átta ára strákar áttu ekki að spila tölvuleiki sem gengu einungis út á það að drepa eins marga nasista og hægt var.
 • Warcraft II – Þegar ég gisti hjá frænda mínum og áður en ég eignaðist nógu góða tölvu til þess að keyra þennan leik, þ.e.a.s. áður en við eignuðumst486 tölvu, þá vaknaði ég snemma hvern einasta laugardag eða sunnudag til þess að spila þennan leik. Það var ekkert eins nett fyrir tíu ára gutta en að stjórna heilum her af grænum Orka-skrímslum.
 • Jedi Knight: Dark Forces 2 – Ég man þegar ég tók tvo strætóa niður á Grensásveg til þess eins að festa kaup í þessum leik sem ég hafði beðið með mikilli eftirvæntinu. Ég veit ekki hversu oft ég spilað þennan leik frá byrjun til enda, veljandi mér góðu eða vondu hlið máttarins og sveiflandi geislasverðinu mínu í allar áttir. Einnig var þetta fyrsti leikurinn sem ég spilaði yfir netið, þar sem við Gunni fórum iðulega heim til okkar að spila á móti hvor öðrum gegnum 28k módemin okkar.
 • Doom II – Doom I var náttúrulega geðveikur, en Doom II keyrði allt um koll í víðbjóðslegheitum í tvívídd.
 • Grand Theft Auto I – Bíddu? Á ég að labba um borgina? Stela bílum, keyra á og skjóta lögguna? Það var hægt að leika sér að þessu tímunum saman.
 • Mario Bros 3 – Nintendo Entertainment System. Besta Nintendo tölva fyrr og síðar. Og Mario Bros 3 klárlega mest spilaði leikur heima hjá mér í kringum 7 ára aldurinn. Fjöðurinn og maður gat flogið! Ha, bara ekkert mál. Alger snilld. Þó fáránlega erfiður á köflum.
 • Half-Life – Besti fyrsti persónu skotleikur sem gerður hefur verið í mínum bókum. Góð saga, flott vopn, geðveik gervigreind og fáránlega spúkí.
 • System Shock 2 – Ef þessi leikur hefði hrædd mig meira en hann gerði á sínum tíma þá væri ég læstur inn á Klepp öskrandi „SHODAN ER AÐ ELTA MIG, SHODAN NÆR ÖLLUM!!!“
 • Starcraft – Einfaldlega gerði það sem var geðveikt við Warcraft enn betra. Setti það út í geiminn, bjó til kick-ass söguþráð og val milli þriggja fáránlega mismunandi tegunda. Real-time-strategy leikir höfðu aldrei verið jafn góðir.
 • Alpha Centauri – Þessi leikur fær þau verðlaun fyrir að vera eini tölvuleikurinn sem ég spila ennþá í dag. Hann tekur lítið sem ekkert pláss á tölvunni og það er hægt að vera í honum í fartölvunni upp í sófa. Civilization II á sterum út í geimnum. Maður byggir upp sinn ættbálk og kemur honum í gegnum þróun nýrrar siðmenningar. Maður getur bara lullað í honum á meðan maður er að horfa á sjónvarpið liggur við.
 • Diablo – Blizzard Entertainment fyrirtækið(Warcraft, Starcraft) var bara eitt besta tölvuleikjafyrirtækið þegar ég var hvað harðast í þessum leikjum. Diablo sá um að eyða tugum klukkustunda minna í að labba um dýflissyr drepandi hvern einasta djöful eða draug sem þar fannst.
 • Theme Park & Theme Hospital – Uppbygingarleikir voru í miklu uppáhaldi hjá mér lengi vel og spilaði ég margar týpur af þesskonar leikjum. Þessir tveir voru hvað skemmtilegastir af þeim öllum og átti maður, eins og nafnið gefur til kynna, að byggja upp skemmtigarð og spítala. Af einhverjum ástæðum fannst mér samt alltaf skemmtilegra að byggja upp spítala þar sem maður fékk að ráða gjörsamlega öllu frá A til Ö, allt frá staðsetningu anddyris-skrifborðsins til fjölda skurðstofa. Þarna fékk control-freak Björgvin með skipulagnings-áráttuna mikla útrás.
 • Duke Nukem 3D – Hver man ekki eftir Duke Nukem? Einhverjum svalasta geimveru-drepandi-tyggigúmmí-tyggjandi harðfjanda sem fyrirfannst í tölvuleikjaheiminum. Ásamt Doom II þá spilaði maður þennan í ræmur á sama tíma.

Heiðurstilnefningu fær hins vegar leikurinn Road Fighter sem er eini leikurinn sem ég man eftir að pabbi minn hefði nokkurn tímann spilað með mér í Nintendo í gamla daga. Gamall tvívíddar bílaleikur sem maður sá ofan á bílinn og gat í raun og veru ekki orðið einfaldari þar sem það voru bara fjögur borð í honum.

En þar er nostalgíu-nördafærslunni í tilefni helgarinnar lokið. Endilega segið mér frá ykkar uppáhalds leikjum í gamla daga.

Auglýsingar

5 Responses to “Lúðaleikir!”


 1. 1 bylgja janúar 28, 2008 kl. 1:13 e.h.

  Ég er svo gömul að fyrsti leikurinn sem kemur í hugann er Donkey Kong sem henti tunnum í Mario í tölvuspili sem bróðir min keypti í Amsterdam 😀
  Annars er það THE SIMS

 2. 2 bjorgvinben janúar 28, 2008 kl. 2:04 e.h.

  Donkey Kong var náttúrulega konungur síns tíma.
  En það er merkilegt með svona leiki eins og Sims hvað fólk fellur fyrir því að vilja búa sér til annað líf. Svipað og með uppbyggingarleiki.

 3. 3 Gunni janúar 28, 2008 kl. 4:45 e.h.

  Látum okkur sjá… við eigum náttúrlega Alpha Centauri, Half-Life, System Shock 2 (ég þori enn þann dag í dag ekki að spila hann aftur), Starcraft, Doom 2 og GTA sameiginlega. Allt hágæðastöff. Mér finnst samt vanta:

  Fallout 2 – Það eina sem maður á að gera er að ráfa um gríðarlega fucked-up kjarnorkurústir Californíu. Og jú, bjarga einhverju fólki þegar/ef maður nennir. Ég held ég sé búinn að klára þennan leik sirka tíu sinnum.

  Wing Commander 4 – Þú ert Mark Hamill. Það þarf ekkert að segja mikið meira.

  UFO: Enemy Unknown – Ég hef ekki tölu á Platoon-augnablikinum sem ég hef átt með 100 pixla sérsveitamönnunum mínum úr Xcom.

 4. 4 Gunni janúar 28, 2008 kl. 4:47 e.h.

  Ó! Ó! Hvað er að mér? Ég gleymi Planescape: Torment. Maður er minnislaus gaur sem getur ekki dáið og það eltir mann fljótandi hauskúpa útum allt.

 5. 5 bjorgvinben janúar 28, 2008 kl. 5:30 e.h.

  AH! Ég gleymdi Fallout 2!
  Að sjálfsögðu er það náttúrulega snilldarlegasti RPG leikur sem hefur komið út.
  Wing Commander, UFO og Planescape eru snilldarleikir en komast ekki inn á þennan topplista minn. Ég varð að setja einhver mörk milli nostalgíuleikir í barndómi og hardcore unglingaleikir. Þess vegna er Mario Bros þarna frekar en t.d Planescape.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: