Svefntilraunir

Í langan tíma hef ég grínast með að ég gæti svosem hætt að sofa þegar það verður of mikið að gera hjá mér. Þó svo ég ætli mér nú ekki að hætta alveg að sofa hef ákveðið að gera viku tilraun á sjálfum mér og sjá hvort ég geti komið nokkrum klukkutímum í viðbót inn í stundaskránna mína. Ég er líka að fara í fyrsta prófið í HÍ þannig að það er ekki til betri tími en núna til að gera léttvægilega tilraun á sjálfum sér.

Þar sem svefnhringurinn er eitthvað í kringum 90 mínútur og samkvæmt rannsóknum er þægilegast fyrir mann að vakna á milli þessara svefnhringja hef ég ákveðið að reyna að sofa einungis í fjóran og hálfan tíma, sem eru þrisvar sinnum 90 mínútur, í eina viku. Sem þýðir það að ég set vekjaraklukkuna á ca 4.5 klst fram í tímann hverju sinni. Ég fer iðulega að sofa milli miðnættis og eitt þannig að ég ætti þá að vera að vakna eitthvað í kringum 05:00 á morgnana. Þá ætla ég að nýta mér þessa auka þrjá tíma sem ég græði fyrir klukkan átta til þess að gera allt það mikilvæga sem ég þarf að gera áður en vinnan tekur við. Í þessu tilviki og þessari viku verður einblínt á það að læra og hreyfa sig. Breyturnar sem ég held að hjálpi eru hollur morgunverður, létt líkamsrækt áður en farið er í vinnuna, kaffibollar á reglulegum tímum yfir daginn( 9:20, 13:00 & 16:00), hollur hádegismatur og létt snarl á milli mála(s.s. drykkjarskyr eða ávextir). Svo get ég leyft mér að leggja mig annað hvort í 20 mínútna powernap eða heilan 90 mínútna R.E.M. hring yfir eftirmiðdaginn. Tilgangur tilraunarinnar er ekki endilega sá að gera miklu meira yfir daginn heldur að þurfa ekki að gera alla hluti á harðaspani. Þannig ætti ég að geta losað um eftirmiðdaga og kvöld til persónulegra stunda.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Því þá eru minni möguleikar á að ég láti eins og aumingi og hætti við þetta allt saman. Ég hef verið mikill andstæðingur svefns alveg síðan hann var fundinn upp og eru því þessi tilraun mín einungis notuð til þess að vinna bug á honum. Ég ætla mér að blogga nokkrar staðreyndir um hvernig tilraunin gengur alveg fram á næsta mánudag þar sem ég mun taka ákvörðun um hvort þetta nýja líferni sé þess virði að halda áfram eða hvort það þurfi að athuga fleiri breytur í tilraunina.

Ef þið viljið sjá hvaðan ég fæ innblásturinn til þess að gera svona lagað þá bendi ég ykkur hérna á tvær greinar sem fjalla um svipað efni.

Leo hjá Zen Habits skrifar um kosti þess að vakna snemma

Tim Ferris skrifar um Svefn-hökkun

Sé ykkur í fyrramálið.

Auglýsingar

4 Responses to “Svefntilraunir”


 1. 1 Fjóla janúar 28, 2008 kl. 6:24 e.h.

  ohhhh nei! það er eins gott að þú vekir mig ekki..

 2. 2 tul janúar 29, 2008 kl. 8:38 e.h.

  Einhverstaðar las ég að verðbréfamiðlar á Wall Street sofi almennt bara 3 tíma á nóttu, en þá bara 1.5 tíma í senn. Þeir færu þá t.d. að sofa um 12 að næturlagi vöknuðu 1:30 vöktu til 4:30 og sváfu svo til 6 – þá vitanlega bara á skrifstofunni eða þar til gerðum herbergjum … þannig gætu þeir nýtt tíman til að versla á mörkuðum hinum megin á hnettinum .. í þessari grein var einmitt viðtal við einn peyja sem að stundaði þetta og hann lét þau orð falla að fyrsti mánuðurinn hafði verið lifandi víti en nú geti hann einfaldlega ekki sofið meira án þess að vera bara hundþreyttur allan daginn … ég, persónulega, hef alvarlega hugleitt amfetamín ..

 3. 3 bjorgvinben janúar 29, 2008 kl. 9:05 e.h.

  Amfetamín og læknisfræði hefur oftar en ekki verið nefnt í sömu setningu. En ég held þú ættir að prófa þetta líka, við gætum borið saman bækur okkar. Eða orðið geðveikir saman, hvort heldur sem kemur á undan.

 4. 4 Gunni janúar 30, 2008 kl. 4:34 e.h.

  „Amfetamín og læknisfræði hefur oftar en ekki verið nefnt í sömu setningu.“

  Mér finnst þetta frábær setning. Það verður einhver að byrja ritgerð eða fréttaskýringu eða eitthvað á þessu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: