Svefntilraunir, dagur 1

Okei,

Vaknaði klukkan 06:00. Sem er ekkert svo spes árangur því það er ekki nema 1.5 klukkutíma ágóði. En ég fór líka seint að sofa so sue me. Þannig að eftir fjögurra tíma svefn stökk ég á fætur(ég er reyndar með harðsperrur eftir líkamsræktina í gær þannig að þetta var frekar aumingjalegt stökk). Klukkan 08:30 var ég búinn að læra alla heimavinnuna ásamt léttu internetvafri og skyri í morgunmat.

Nú er klukkan 11:00 og fyrsti kaffibollinn er kominn ofaní mig. Sagðist ætla að hafa það á reglulegum tímum en vegna skringilegra vinnuvakta á þriðjudögum hef ég ekki komist í það ennþá. Næst á dagskrá er vinna til 13:00, þá tekur við líkamsrækt og nettur lærdómur í pásunni minni.

Í heildina litið ágætis byrjun, er mjög vakandi og hress. Enda er ekkert mál að sofa svona stutt einn og einn dag, það er vaninn sem ég er að reyna að komast í. Eini ókosturinn er sá að mér er frekar illt í augunum, eins og þau séu eina líffærið sem þykist vera þreytt. En það breytist vonandi eftir ræktina.

Auglýsingar

1 Response to “Svefntilraunir, dagur 1”


  1. 1 elísa janúar 30, 2008 kl. 12:29 e.h.

    Ég fylgist spennt með þessu!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
janúar 2008
M F V F F S S
« Des   Feb »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: