Svefntilraunir, slit.

Ég hef ákveðið að slíta þessari tilraun minni með svefn. Þar sem ég er nú orðinn veikur með hálsbólgu og kvef sé ég engan tilgang í að vera vakandi fleiri tíma á sólarhring til að láta mér líða illa í veikindum mínum. Ég veit ekki hvort ónægur svefn minn hafi orðið til þess að flýta fyrir veikindum mínum en það má alveg athuga það.

Þessi tilraun min var því mögulega bæði til góðs og ills. Ég gat alveg meikað þessa daga á þessum litla svefni ef ég þyrfti, með smávægilegum blundum inn á milli. En þær urðu til þess að ég missti aðeins meira en ég hefði viljað, bæði heilsusamlega og tilfinningalega.

Þannig að ef aðstæður ykkar eru góðar og fyrir hendi fyrir svona tilraun, endilega látið reyna á þetta.

Auglýsingar

3 Responses to “Svefntilraunir, slit.”


 1. 1 Kristján Atli febrúar 2, 2008 kl. 2:16 e.h.

  Þriggja daga tilraun til að vakna 4-5 á morgnana … og þú réðir ekki við það, lagðist veikur og bara allt í rugli?!?

  Ég vann í mörg ár við það að sofna yfirleitt aldrei fyrir miðnætti, vakna kl. 4:40 og mæta í vinnu kl. 5:00. Vann svo til 13-14:00 og fór svo í skóla, lærði heima, spilaði fótbolta tvisvar í viku á kvöldin og sinnti félagsmálum og/eða konunni.

  Í fyrravetur vann ég svo næturvaktir (Miðnætti – 8:00) og fór svo í skólann að þeim loknum.

  Ég tel þetta upp af því að mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hversu stóra heimild ég hef til að kalla þig aumingja. Þú ert aumingi! 😉

  Ekki það, ég var að vakna nú rétt áðan eftir ca. 12 tíma svefn. Það er bónus að vera ekki lengur í skóla, og hættur í vaktavinnu …

 2. 2 Kristján Atli febrúar 2, 2008 kl. 2:33 e.h.

  Annars, á alvarlegri nótum, þá sýnist mér þú hafa klikkað á fyrstu meginreglunni hans Leo hjá ZenHabits. Þar sem hann skrifar um hvernig hægt er að auðvelda sér það að vakna snemma byrjar hann á einum punkti: mjakaðu þér rólega inn í þetta. Stilltu klukkuna kortéri fyrr og haltu þig við það í nokkra daga, svo kortéri fyrr en það, og svo framvegis. Mér sýnist þú hafa stokkið beint í það að reyna að rífa þig á fætur kl. 5 eða 6 alla morgna, sem er allavega 1-2 tímum fyrr en þú ert vanur. það er eðlilegt að allt fari í baklás þegar þú ert að vakna um miðjar nætur nokkra daga í röð. Pointið er að „plata“ líkamann til að fatta ekki að hann er að missa úr einhvern brjálað mikinn svefn.

  Ég held þú ættir að gera eftirfarandi:

  1. Skamma sjálfan þig fyrir að vera auminginn sem þú ert, í nokkra daga.
  2. Skipuleggja þig og safna andlegum kröftum og vilja fyrir aðra tilraun.
  3. Stilla klukkuna kortéri fyrr en þú ert vanur og byrja þannig.

  Þú getur þetta. Og þetta sem Leo segir um að vakna snemma, það er allt satt. Þetta er mikilvægasti tími dagsins. Ég er í vinnu núna þar sem ég mæti 8 aðra vikuna og 9 hina, en ég reyni að vakna alltaf kl. 6. Það gefur mér tíma til að borða morgunmat í rólegheitum, lesa fréttirnar, bloggin og tölvupóstinn á netinu, og keyra svo í rólegheitum inní vinnuna mína í Reykjavík á undan traffíkinni.

  Munurinn á því hvernig mér líður restina af deginum þegar ég vakna snemma og á svona morgun, og þegar ég leyfi mér að sofa til 7:30 og þarf að keyra svangur, nývaknaður og úrillur inneftir, hafandi áhyggjur af umferðinni því það er mínútuspursmál hvort ég mæti of seint í vinnu eða ekki, ég get ekki lýst því hversu mikill munur það er. Ég er ekki sami maðurinn á svoleiðis dögum.

  Þú getur þetta, og þú græðir nóg á þessu til að vilja reyna aftur. Ekki stökkva út í djúpu laugina og rífa þig upp kl. 5. Byrjaðu bara á 7:00 eða eitthvað, og reyndu að stefna að því að ná þér niður í 6. Ég fer venjulega að sofa á milli 12-1, eða rétt eftir miðnætti, og því hef ég alltaf bókaða 5 tíma til að sofa ef ég vakna 6. Það nægir mér; 6 er nógu snemma til að ég njóti mín áður en ég fer í vinnu, en líka nógu seint til að ég sé ekki ónýtur á kvöldin.

  Jæja, þetta er orðin næg langloka í bili. Ég er bara svo svekktur að þú hafir flaskað á þessu. Ég var handviss um að þetta myndi takast hjá þér.

 3. 3 bjorgvinben febrúar 2, 2008 kl. 9:56 e.h.

  mmmmm…jájá. Það var ekki það að ég ætti erfitt með að vakna kl 5 á morgnana, það var lítið mál. Það voru önnur mál sem fóru úrskeiðis á meðan þessari tilraun stóð sem voru mikilvægari sem ég er ekkert endilega að skrifa um hérna.

  Þannig að þó ég sé aumingi, þá er það af allt öðrum ástæðum en þær sem þú ert að telja hérna upp fyrir ofan.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
febrúar 2008
M F V F F S S
« Jan   Mar »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: