Tilraunamennska núðlna.

Ég hef verið að gera smávægilega tilraun síðustu viku. Tók eiginlega ekki eftir því fyrr en í dag og því hafa ekki hávísindalegar aðgerðir verið í hávegum hafðar við gerð þessarar tilraunar. Ég hef verið eitthvað huga að eyðslu minni í mat dags daglega og þeirri staðreynd að ég eyði talsverðum skammt af laununum mínum í tóman skyndibitamat. Sem lýsir sér í hálfgerðri fíkn sem verður til þess að ég kaupi meira og meira af honum.

Þannig að ég tók eftir því í hádeginu í dag þegar ég var að borða skyndi-bolla-núðlurnar mínar að ég var að borða sama bragð frá þriðja fyrirtækinu á innan við viku. Ég hef s.s. verið að spara pening í hádegismat og hversu vel er hægt að spara þegar kostnaður er farinn úr 800-100 króna skyndibita niður að 89-200 króna skyndinúðlum. Það er alveg mörg hundruð prósenta sparnaður. Fólk í stjórnunarstöðum mætti prísa sig sælt yfir hyggjuviti sem mínu.

En skyndinúðlupakkinn sem ég borðaði í dag fellur undir einkunnagjöfina 2 af þremur mögulegum. Allar skyndinúðlurnar voru með kjúklingabragði en mismunandi bragð var samt af þeim öllum.  Eins og gefur að skilja af svona ódýru ruslfæði. En af þessum þremur núðlutegundum trónir YumYum tegundin á toppnum og Rookie fyrirtækið sleikir botninn með braglausustu núðlum fyrr og síðar. Ef þið kjósið að fara að mínum ráðum um núðlukap þá mæli ég hiklaust með YumYum, nema einungis með því skilyrði að muna að setja ekki nema svona helminginn af kryddinu útí. Því hann logar kjafturinn ykkar í klukkutíma eftirá.

En svona sparnaður dugir samt skammt þegar kemur að helginni og allur uppsafnaður sparnaður fer beint í leigubíla borgarinnar.

Auglýsingar

5 Responses to “Tilraunamennska núðlna.”


 1. 1 Halldór febrúar 19, 2008 kl. 1:33 e.h.

  Iss… maður eyðir ekkert í leigubíla ef maður drekkur ekki;)

 2. 2 tul febrúar 20, 2008 kl. 2:11 e.h.

  Sko, það sem ég hef lært í gegnum seinust ár er að Blue Dragon er best, Bónus er með betri núðlur en Krónan, betra að splæsa í 80 krónu pakka frekar en 40-50 krónu pakka, því þeir eru bara ekki ætir, gaman er að prófa compó (kjúlli+vegetable eða kjúll+beef) ef maður er svangur, BBQ beef pakkar frá Bónus er bara ekki eins góðir og þeir hljóma og boxnúðlurnar eru ekki 140 krónu virði … Blue Dragon verða bara alltaf á toppnum í bransanum hjá mér …

 3. 3 bjorgvinben febrúar 20, 2008 kl. 4:10 e.h.

  Hlustir á hann krakkar, þessi maður veit hvað hann er að segja!

 4. 4 Richard Gekko febrúar 21, 2008 kl. 10:59 e.h.

  cioè, vecchio sei troppo fuori! Sei un mago del polleggio mi pare…

  Passo solo per un salutino veloce… „coa dura,mai paura“

  Italy loves Iceland

 5. 5 Gunni febrúar 24, 2008 kl. 12:08 e.h.

  Tid vadid badir i villu; bestu nudlurnar fast i sumum budum 10-11 (t.d. teirri vid Hagamel) og eru i einhversskonar hvitum og graenum pokkum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
febrúar 2008
M F V F F S S
« Jan   Mar »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: