Sarpur fyrir mars, 2008

Leikurinn

Ohhh….ég tapaði leiknum. Sem er hræðilegt en ég get allavega huggað mig við það að fá ykkur til að spila með.

Auglýsingar

Mig langar það bara ekkert.

Ég horfði á Office Space um helgina seinustu á iPod frá Paris til Grenoble og síðan þá hefur verið svona letileg deyfð yfir mér. Ekki þessi sem einkennist af einhverri þreytu og aumingjaleti. Þetta er góð leti, ekki slæm leti. Svona svipað og AIDS, gott AIDS og slæmt AIDS. (Fyrir þá sem ekki skilja var þetta ótrúlega ósmekklegur einkahúmor).

Viljið þið vita meira?

Ég var skilinn eftir af Office Space með svona svipaðan hugsunarhátt og aðalpersónan í myndinni þegar hún kemst að því að henni langar bara til þess að sleppa því að gera sem henni finnst leiðinlegt.

Peter Gibbons: uh, I don’t like my job, and, uh, I don’t think I’m gonna go anymore.
Joanna: You’re just not gonna go?
Peter Gibbons: Yeah.
Joanna: Won’t you get fired?
Peter Gibbons: I don’t know, but I really don’t like it, and, uh, I’m not gonna go.
Joanna: So you’re gonna quit?
Peter Gibbons: Nuh-uh. Not really. Uh… I’m just gonna stop going.
Joanna: When did you decide all that?
Peter Gibbons: About an hour ago.
Joanna: Oh, really? About an hour ago… so you’re gonna get another job?
Peter Gibbons: I don’t think I’d like another job.
Joanna: Well, what are you going to do about money and bills and…
Peter Gibbons: You know, I’ve never really liked paying bills. I don’t think I’m gonna do that, either.

Þannig að þegar verkefnið hrannast upp á mig þegar ég kem aftur í vinnu og skóla tek ég þessu bara af einskæru kæruleysi, geri verkefnin í rólegheitunum og læt restina bara sitja á hakanum. Það er ekkert slæmt að fara að gerast bara af því ég er ekki með hugann við vinnu/skóla 24/7.

Þannig að á meðan verkefnin hellast yfir mig og e-mailin fylla inboxið tek ég þessu bara með stóískri ró og plana frí í vinnunni alla helgina. Það er stundum ekkert betra heldur en að segja bara eitt stórt FUCK YOU við verkefnin, hlaða bílinn af frábærum mat og góðu rauðvíni og bruna út úr bænum. Algerlega oblivious við hvað svo sem gerist á meðan.

Hver veit, kannski leysast einhver af þessum verkefnum af sjálfum sér.

Kynlífssamlíkingar íbúðakaupa

Að velja gardínur í nýja íbúð er eins og að missa svein/mey-dóminn. Þarf að vera fullkomið en veldur alltaf vonbrigðum.

Hnignun útvarps.

Ég hef staðið mig af því oft á tíðum að geta bara algjörlega ekki hlustað á útvarp. Ég hef oftar en ekki iPodinn minn tengdan við bílinn þar sem ég get ráðið minni eigin tónlist án þess að þurfa að hlusta á auglýsingar eða útvarpsmenn. En stundum er maður alveg til í að hlusta á tónlistina sem verið er að spila þá vikuna, sérstaklega til að athuga hvort einhver þarna úti spili eitthvað nýtt og ferskt sem gæti kveikt áhuga minn. En það er nær algjörlega hætt að gerast.

X-ið 9.77 var stöð sem ég hlustaði á reglulega en sú stöð sem í dag er orðinn einhver mesti brandari sem ég veit um í íslenskri útvarpssögu. Þessi stöð, sem gerir út á það að spila almennilega rokktónlist er alveg búin að missa það. Ég reyni að hlusta sem minnst á þessa stöð því mig hryllir við síversnandi tónlistarsmekk þeirra sem að henni standa. Markaðssetning og auglýsingastefna þessarar stöðvar er alveg til háborinnar skammar því það mætti halda að henni væri eingöngu beint að óþroskuðum smástrákum sem finnst svo kúl að drita yfir eitthvað sem hefur ekki gert neitt á þeirra hlut. Aðstandendur stöðvarinnar spila einnig þessa markaðsrullu í gegn þar sem þeir hanna auglýsingar sérstaklega miðaðar að fólki með froðu í hausnum. Sem er slæmt því markhópur stöðvarinnar eru rokkunnendur, ekki heimskingjar. Það eru ekki allir á móti allri annari tónlist sem spiluð er á X-inu, sumir geta hlustað á meira en allt þetta brit-rock sem er reynt að troða inn á mann.

Mér datt í hug að það er ekkert endilega stöðin sjálf, eða lögin inn á spilunarlista stöðvarinnar sem er ábótavant. Það komst ég að þegar ég keyrði til Keflavíkur í nótt þegar næturspilun X-ins var í gangi. Þá var eingöngu um góð lög að ræða í spilun. Ég þurfti vart að skipta um stöð alla leiðina, gat bara hlustað á mína rokkstöð með fullri vissu um áframhaldandi góða tónlist. En það er eins og eitthvað stökkbreytist á daginn þegar fólk mætir í vinnuna og fer að hafa áhrif á lagavalið. Þá finnst mér eins og þetta breytist í óhlustandi útvarpsstöð í einu og öllu.

Margir sem hef ég talað við um þetta eru sammála mér að þessari útvarpstöð hefur algjörlega misst það á seinni árum. Sú virðing sem hún eitt sinn hafði sem „Koooooonungur rokksins!“ er algerlega á bak og burt. Kannski er þetta bara það að smekkur minn á rokktónlist er orðinn öðruvísi, eða þá hreinlega staðið í stað og ég sé orðinn gamall. En að ég geti ekki hlustað á einu rokkstöð Íslands án þess að fyllast oft á tíðum viðbjóði á dagskrárgerð, markaðssetningu og tónlistarvali aðeins 22 ára gamall er full mikið af því góða.

Ég bíð bara eftir að geta krækt Last.fm við bílútvarpið mitt þar sem ég get verið berskjaldaður fyrir nýrri tónlist sem gæti breytt lífi mínu, án útvarpsmanna, hallærislegra auglýsinga og lélegra laga.

Þynnkulausnir

Þynnka er vandamál sem margir stríða við. Sumir hverjir um hverja einustu helgi, og því miður getur hún alvarlega hamlað deginum þínum. Það er gjald sem þarf að borga fyrir daginn áður, gjald sem líkaminn tekur fyrir misnotkunina sem þú bauðst honum upp á. En það er oft sem hægt er að laga þynnkuna með hinum og þessum þynnkubönum. Til eru margir þynnkubanar, af öllum stærðum og gerðum sem margir nota til þess að klást við daginn-eftir-veikina.

Því datt mér í hug að benda á nokkrar þynnkulausnir sem geta hjálpað ykkur ef þið eigið við þessi vandamál að stríða.

  1. Oftar en ekki finn ég sjálfan mig á KFC daginn eftir þar sem ég snæði Zinger Tower BBQ borgara. Það fer reyndar eftir styrkleika þynnkunnar hvort ég geti yfirhöfuð borðar svona mikinn mat. En það er venjulega vaninn að skófla í sig KFC daginn eftir.
  2. Margir aðhyllast að steikja sér egg og beikon í morgunmat. Það blandar saman „greasy“ matarþörf og þægindum að geta bara haldið sig heima fyrir í stað þess að þurfa að klæða sig og fara út.
  3. Tvöfaldur Magic í klaka. Þetta er þynnkubani sem Gunni prédikar. Reyndar veit ég ekki hvernig honum gengur að finna staðgengil fyrir Magic í Frakklandi en hann hlýtur að vera búinn að finna út úr þessu.
  4. Hvernig hljómar að fara bara aftur að sofa? Til hvers að sýna þynnkunni þinni þá virðingu að vera vakandi til þess að þjást við hana. Haltu bara áfram að sofa. Getur reyndar verið erfitt að sofna aftur, en maður vaknar alltaf aðeins hressari.
  5. Vatn. Vatn. Vatn. Vatn og meira Vatn. Þangað til þú pissar neon-glæru.
  6. Sykur getur hjálpað til að brjóta niður afgangs áfengi í líkamanum þannig að þó að nammi hljómi ekki vel þegar þú ert nývaknaður getur snickers eða eitthvað sykurríkt hjálpað þér talsvert.
  7. Halda bara áfram að drekka. Það getur ekki versnað mikið úr þessu, þannig að þú getur alveg eins pínt ofan í þig annan bjór. Hann getur reyndar látið þér líða miklu betur, þótt ótrúlegt sé. Fight fire with fire.
  8. 2 egg, 4 brauðsneiðar, krydd. Brauðin bleytt í eggjunum og steikt á pönnu. Borið fram með bandarísku sírópi. Steiktari og viðbjóðslegri útgáfan af amerískum pönnukökum, en mettar magann og lætur þér líða aðeins betur. Fyllir þig af sykri af sírópinu.

Hvaða þynnkulausnir notið þið þegar þið finnið ykkur nær dauða en lífi daginn eftir? Látið mig vita í ummælunum.

Offita

„Fat people gotta go! They´re contagious!“

-Denny Crane

Þjóðarmorð í fataskápnum.

Hvernig hendir maður fötum sem hafa safnast saman inn í fataskápnum sínum? Án þess að finna til mikils tilfinningalegs missis eða sorgar?

Ég útbjó nokkrar handhægur reglur eftir fatarskápshreinsunina mína áðan. Vegna þess að við seldum húsið og erum að fara að flytja sé ég mig knúinn til þess að taka aðeins til í fataskápnum sem hefur hingað til aðeins gleypt það sem honum er gefið. Án þess að gefa nokkurn skapaðan hlut til baka. Talandi um að bíta höndina sem fæðir mann. Þannig að ég tók skorpu áðan og fleygði heilum svörtum ruslapoka af fötum, og eftir stendur enn…..fullur fataskápur? Og fullt óhreinatau? Skápurinn vann orrustuna en stríðið er langt í frá unnið.

Til þess að vitni aðeins meira í Tim Ferris þá var hann með svona kafla í bókinni sinni Four Hour Work Week sem ég er búinn að tönnlast á að undanförnu. Svona kafla um hvernig eigi að minnka draslið í kringum sig og sérstaklega þegar kemur að því að ferðast, því fólk ferðast yfirleitt ekki með fataskápanna á bakinu. Hann sagði að 80/20 reglan ætti alveg eins við í fötum sem og öðru í kringum þig, hvort sem það eru viðskipti eða annað. Með 80/20 reglunni er átt við að t.d. notarðu 20 prósent fata þinna 80 % tímans. Þannig að ef þú átt 20 boli, notarðu fjóra þeirra miklu meira en aðra. Þetta er oft notað í viðskiptum sem útskýring á því að 20% fólks í heiminum á 80% auðsins. Eða svo næstum, hlutföllin geta hoppað létt til eða frá. Hann notaði 80/20 regluna á fataskápinn sinn, en ég gat ekki verið alveg svo drastískur.

En ég fór s.s. í gegnum hlutina mína þannig:

1. Ef það smellpassar ekki á þig, hentu því.

2. Ef það er eitthvað við hana sem þú veist ekki hvað er en finnst ekki ótrúlega svalt, hentu því þá. Sérstaklega, ef þér finnst liturinn ljótur muntu aldrei fara í flíkina hvort eð er.

3. Ef þú manst ekki hvenær þú notaðir það síðast, hentu því þá.

4. Regla 3 á mögulega ekki við um spariföt og þessháttar föt sem eru ekki notuð það oft. Fín föt mega því staldra aðeins lengur við.

5. Ef það er kjánalegt merki eða slagorð á bolnum eða peysunni sem þú telur þig vera þroskaðan uppúr, hentu honum þá. Sama hversu miklar minningar þú telur þig hafa tengdar flíkinni.

6. Satín er OUT, það var m.a.s. out þegar þú keyptir skyrtunni. Og það að hún hafi kostað 300 kall á kílómarkaði Spútniks segir þér líka að þú ert ekkert að glata svo miklu. Það má setja þessa reglu við allskyns efni og flíkur sem þú hefur ekki stíl fyrir lengur.

7. Þú þarft ekki að eiga 10 boli sem eru of stórir sem þú notar eingöngu til að sofa í, sérstaklega þegar þú sefur ekki allt of oft í bol hvort eð er.

8. Ef þér finnst það ljótt……HENTU ÞVÍ ÞÁ! Þó að þú þykist bera tilfinningar til flíkanna. Bara svona rétt til að endurtaka mig.

9. Undantekningar eiga að sjálfsögðu alltaf við og má maður eiga nokkra af sínum eftirlætis flíkum eingöngu vegna tilfinninga. Þó að maður fari ekki oft í leðurbuxurnar sínar þá er algjört brjálæði að henda alvöru leðurbuxum sem kostuðu sinn skammt af mánaðarlaununum þegar þú keyptir þær.

10. Ef þér líður ekki vel í því og getur ekki fundið neitt sem passar við það er betra að henda því heldur en að velta sér upp úr því frekar.

Þannig endaði ég með því að henda ca 30% af fötunum mínum. Það eru engin 80% en maður verður að byrja einhversstaðar. Ef þið eruð með einhverjar fleiri uppástungur þá megið þið endilega láta mig vita í ummælunum, þó það sé ekki nema bara til þess að ég geti bætt við nýju vopni í baráttu minni gegn fataskápnum.


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
mars 2008
M F V F F S S
« Feb   Apr »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar