Viðburðarríkt líferni á röngunni.

Það kemur öðru hvoru fyrir mann að maður á dag þar sem ekkert virðist gerast og þú ert nær dauða en lífi af leiðindum. Og sama hversu mikið þig langar til að vera aktívur og gera eitthvað þá bara einfaldlega tekst það ekki. Það er eins og lífskrafturinn hafi ákveðið að vera ennþá þunnur eftir ærlegheit helgarinnar og sendir líkamann og persónuna einan í vinnuna þar sem hann áorkar einungis broti af því sem gerir á venjulegum degi.

Sem er einmitt það hugarástand sem ég er í núna. Þetta er einhversskonar leiðindarástand sem lýsir sér í orkuleysi. Þetta væri skiljanlegt, eða allavega réttlætanlegt ef ég væri syfjaður og þreyttur. En þar sem ég er glaðvakandi og tilbúinn að kljást við daginn þá skapar þetta bara enn frekara þunglyndi. En stundum koma unglingar inn á skrifstofu hjá mér og gefa mér það sem þeir gerðu í heimilisfræði, og þá lít ég á heiminn sem ekkert svo slæman stað.

Ég lét til leiðast og prófaði að borða á heilsufæðisstaðnum Maður Lifandi í hádeginu. Eins og margir vita þá er ég forfallinn skyndibitasjúklingur sem drekkur of mikið gos og þ.a.l. var það athyglisverð upplifun að borða mat sem átti að vera virkilega hollur fyrir þig. Svo drakk ég sódavatn því ég fattaði í miðri röðinni að þessi staður seldi náttúrulega ekkert eins hræðilegt fyrir þig og kók. Svona svipað eins og unglingarnir myndu koma inn á skrifstofu og spyrðu hvort ég gæti farið í ríkið fyrir þá. En hollustufæðið var ekkert svo slæmt. Það eru reyndar takmörk fyrir hversu mikið spínatbragð mér finnst vera hæfilegt í mat, en þetta var allt vel og ágætt. Ég kysi reyndar Burrito á Serrano´s yfir þennan hvern dag vikunnar, en það er ágætt að prófa eitthvað nýtt öðru hvoru. En þetta endaði ágætlega og ég er vel mettur og þægilegur, annað en þessi þyngsli og þreyta sem á það til að hrjá mann eftir þungan hádegisverð.

Þannig að dagurinn minn er búinn að vera óviðburðarríkur til hins ýtrasta. Það eina ánægjulega sem ég gerði var bara þessi hádegismatur, því það er alltaf gott að skreppa í mat með þeim sem manni þykir vænt um.

Auglýsingar

0 Responses to “Viðburðarríkt líferni á röngunni.”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
mars 2008
M F V F F S S
« Feb   Apr »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: