Þjóðarmorð í fataskápnum.

Hvernig hendir maður fötum sem hafa safnast saman inn í fataskápnum sínum? Án þess að finna til mikils tilfinningalegs missis eða sorgar?

Ég útbjó nokkrar handhægur reglur eftir fatarskápshreinsunina mína áðan. Vegna þess að við seldum húsið og erum að fara að flytja sé ég mig knúinn til þess að taka aðeins til í fataskápnum sem hefur hingað til aðeins gleypt það sem honum er gefið. Án þess að gefa nokkurn skapaðan hlut til baka. Talandi um að bíta höndina sem fæðir mann. Þannig að ég tók skorpu áðan og fleygði heilum svörtum ruslapoka af fötum, og eftir stendur enn…..fullur fataskápur? Og fullt óhreinatau? Skápurinn vann orrustuna en stríðið er langt í frá unnið.

Til þess að vitni aðeins meira í Tim Ferris þá var hann með svona kafla í bókinni sinni Four Hour Work Week sem ég er búinn að tönnlast á að undanförnu. Svona kafla um hvernig eigi að minnka draslið í kringum sig og sérstaklega þegar kemur að því að ferðast, því fólk ferðast yfirleitt ekki með fataskápanna á bakinu. Hann sagði að 80/20 reglan ætti alveg eins við í fötum sem og öðru í kringum þig, hvort sem það eru viðskipti eða annað. Með 80/20 reglunni er átt við að t.d. notarðu 20 prósent fata þinna 80 % tímans. Þannig að ef þú átt 20 boli, notarðu fjóra þeirra miklu meira en aðra. Þetta er oft notað í viðskiptum sem útskýring á því að 20% fólks í heiminum á 80% auðsins. Eða svo næstum, hlutföllin geta hoppað létt til eða frá. Hann notaði 80/20 regluna á fataskápinn sinn, en ég gat ekki verið alveg svo drastískur.

En ég fór s.s. í gegnum hlutina mína þannig:

1. Ef það smellpassar ekki á þig, hentu því.

2. Ef það er eitthvað við hana sem þú veist ekki hvað er en finnst ekki ótrúlega svalt, hentu því þá. Sérstaklega, ef þér finnst liturinn ljótur muntu aldrei fara í flíkina hvort eð er.

3. Ef þú manst ekki hvenær þú notaðir það síðast, hentu því þá.

4. Regla 3 á mögulega ekki við um spariföt og þessháttar föt sem eru ekki notuð það oft. Fín föt mega því staldra aðeins lengur við.

5. Ef það er kjánalegt merki eða slagorð á bolnum eða peysunni sem þú telur þig vera þroskaðan uppúr, hentu honum þá. Sama hversu miklar minningar þú telur þig hafa tengdar flíkinni.

6. Satín er OUT, það var m.a.s. out þegar þú keyptir skyrtunni. Og það að hún hafi kostað 300 kall á kílómarkaði Spútniks segir þér líka að þú ert ekkert að glata svo miklu. Það má setja þessa reglu við allskyns efni og flíkur sem þú hefur ekki stíl fyrir lengur.

7. Þú þarft ekki að eiga 10 boli sem eru of stórir sem þú notar eingöngu til að sofa í, sérstaklega þegar þú sefur ekki allt of oft í bol hvort eð er.

8. Ef þér finnst það ljótt……HENTU ÞVÍ ÞÁ! Þó að þú þykist bera tilfinningar til flíkanna. Bara svona rétt til að endurtaka mig.

9. Undantekningar eiga að sjálfsögðu alltaf við og má maður eiga nokkra af sínum eftirlætis flíkum eingöngu vegna tilfinninga. Þó að maður fari ekki oft í leðurbuxurnar sínar þá er algjört brjálæði að henda alvöru leðurbuxum sem kostuðu sinn skammt af mánaðarlaununum þegar þú keyptir þær.

10. Ef þér líður ekki vel í því og getur ekki fundið neitt sem passar við það er betra að henda því heldur en að velta sér upp úr því frekar.

Þannig endaði ég með því að henda ca 30% af fötunum mínum. Það eru engin 80% en maður verður að byrja einhversstaðar. Ef þið eruð með einhverjar fleiri uppástungur þá megið þið endilega láta mig vita í ummælunum, þó það sé ekki nema bara til þess að ég geti bætt við nýju vopni í baráttu minni gegn fataskápnum.

Auglýsingar

4 Responses to “Þjóðarmorð í fataskápnum.”


 1. 1 Fjóla mars 6, 2008 kl. 1:02 e.h.

  veistu …þetta er svo frelsandi gera þetta að eftir að ég endanlega gerði hreint í skápnum í sumar þá keypti ég mér ekki flík fyrr en í Danmörku í Janúar. Það var svo fínt að sjá allt samanbrotið og fínt inn í skápnum og þar með sá maður allt sem maður á og því notar það meira…! en ég er nú einu sinni stelpa þannig mér er alveg farið að langa að skipta eitthverju út núorðið:)

 2. 2 Gunni mars 6, 2008 kl. 9:00 e.h.

  Hentirðu skyrtunni!?

  Júdas.

 3. 3 bjorgvinben mars 6, 2008 kl. 11:45 e.h.

  Hún kostaði þrjátíu silfurdali, það var ekki þess virði að eiga hana.,…

 4. 4 Jim mars 7, 2008 kl. 12:34 e.h.

  Spurning að henda nokkrum skópörum t.d c.a 20


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
mars 2008
M F V F F S S
« Feb   Apr »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: