Þynnkulausnir

Þynnka er vandamál sem margir stríða við. Sumir hverjir um hverja einustu helgi, og því miður getur hún alvarlega hamlað deginum þínum. Það er gjald sem þarf að borga fyrir daginn áður, gjald sem líkaminn tekur fyrir misnotkunina sem þú bauðst honum upp á. En það er oft sem hægt er að laga þynnkuna með hinum og þessum þynnkubönum. Til eru margir þynnkubanar, af öllum stærðum og gerðum sem margir nota til þess að klást við daginn-eftir-veikina.

Því datt mér í hug að benda á nokkrar þynnkulausnir sem geta hjálpað ykkur ef þið eigið við þessi vandamál að stríða.

 1. Oftar en ekki finn ég sjálfan mig á KFC daginn eftir þar sem ég snæði Zinger Tower BBQ borgara. Það fer reyndar eftir styrkleika þynnkunnar hvort ég geti yfirhöfuð borðar svona mikinn mat. En það er venjulega vaninn að skófla í sig KFC daginn eftir.
 2. Margir aðhyllast að steikja sér egg og beikon í morgunmat. Það blandar saman „greasy“ matarþörf og þægindum að geta bara haldið sig heima fyrir í stað þess að þurfa að klæða sig og fara út.
 3. Tvöfaldur Magic í klaka. Þetta er þynnkubani sem Gunni prédikar. Reyndar veit ég ekki hvernig honum gengur að finna staðgengil fyrir Magic í Frakklandi en hann hlýtur að vera búinn að finna út úr þessu.
 4. Hvernig hljómar að fara bara aftur að sofa? Til hvers að sýna þynnkunni þinni þá virðingu að vera vakandi til þess að þjást við hana. Haltu bara áfram að sofa. Getur reyndar verið erfitt að sofna aftur, en maður vaknar alltaf aðeins hressari.
 5. Vatn. Vatn. Vatn. Vatn og meira Vatn. Þangað til þú pissar neon-glæru.
 6. Sykur getur hjálpað til að brjóta niður afgangs áfengi í líkamanum þannig að þó að nammi hljómi ekki vel þegar þú ert nývaknaður getur snickers eða eitthvað sykurríkt hjálpað þér talsvert.
 7. Halda bara áfram að drekka. Það getur ekki versnað mikið úr þessu, þannig að þú getur alveg eins pínt ofan í þig annan bjór. Hann getur reyndar látið þér líða miklu betur, þótt ótrúlegt sé. Fight fire with fire.
 8. 2 egg, 4 brauðsneiðar, krydd. Brauðin bleytt í eggjunum og steikt á pönnu. Borið fram með bandarísku sírópi. Steiktari og viðbjóðslegri útgáfan af amerískum pönnukökum, en mettar magann og lætur þér líða aðeins betur. Fyllir þig af sykri af sírópinu.

Hvaða þynnkulausnir notið þið þegar þið finnið ykkur nær dauða en lífi daginn eftir? Látið mig vita í ummælunum.

Auglýsingar

2 Responses to “Þynnkulausnir”


 1. 1 Fjóla mars 10, 2008 kl. 1:08 e.h.

  verkjapillur, kók og hvítlauksbrauð…:)

 2. 2 Gunni mars 12, 2008 kl. 12:25 e.h.

  Þetta er kannski ekki þynnkulausn, en ég hef tekið eftir að ef maður drekkur gin og tónik verður maður miklu minna þunnur en af bjór.

  Svo er gin og tónik líka awesome.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
mars 2008
M F V F F S S
« Feb   Apr »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: