Hnignun útvarps.

Ég hef staðið mig af því oft á tíðum að geta bara algjörlega ekki hlustað á útvarp. Ég hef oftar en ekki iPodinn minn tengdan við bílinn þar sem ég get ráðið minni eigin tónlist án þess að þurfa að hlusta á auglýsingar eða útvarpsmenn. En stundum er maður alveg til í að hlusta á tónlistina sem verið er að spila þá vikuna, sérstaklega til að athuga hvort einhver þarna úti spili eitthvað nýtt og ferskt sem gæti kveikt áhuga minn. En það er nær algjörlega hætt að gerast.

X-ið 9.77 var stöð sem ég hlustaði á reglulega en sú stöð sem í dag er orðinn einhver mesti brandari sem ég veit um í íslenskri útvarpssögu. Þessi stöð, sem gerir út á það að spila almennilega rokktónlist er alveg búin að missa það. Ég reyni að hlusta sem minnst á þessa stöð því mig hryllir við síversnandi tónlistarsmekk þeirra sem að henni standa. Markaðssetning og auglýsingastefna þessarar stöðvar er alveg til háborinnar skammar því það mætti halda að henni væri eingöngu beint að óþroskuðum smástrákum sem finnst svo kúl að drita yfir eitthvað sem hefur ekki gert neitt á þeirra hlut. Aðstandendur stöðvarinnar spila einnig þessa markaðsrullu í gegn þar sem þeir hanna auglýsingar sérstaklega miðaðar að fólki með froðu í hausnum. Sem er slæmt því markhópur stöðvarinnar eru rokkunnendur, ekki heimskingjar. Það eru ekki allir á móti allri annari tónlist sem spiluð er á X-inu, sumir geta hlustað á meira en allt þetta brit-rock sem er reynt að troða inn á mann.

Mér datt í hug að það er ekkert endilega stöðin sjálf, eða lögin inn á spilunarlista stöðvarinnar sem er ábótavant. Það komst ég að þegar ég keyrði til Keflavíkur í nótt þegar næturspilun X-ins var í gangi. Þá var eingöngu um góð lög að ræða í spilun. Ég þurfti vart að skipta um stöð alla leiðina, gat bara hlustað á mína rokkstöð með fullri vissu um áframhaldandi góða tónlist. En það er eins og eitthvað stökkbreytist á daginn þegar fólk mætir í vinnuna og fer að hafa áhrif á lagavalið. Þá finnst mér eins og þetta breytist í óhlustandi útvarpsstöð í einu og öllu.

Margir sem hef ég talað við um þetta eru sammála mér að þessari útvarpstöð hefur algjörlega misst það á seinni árum. Sú virðing sem hún eitt sinn hafði sem „Koooooonungur rokksins!“ er algerlega á bak og burt. Kannski er þetta bara það að smekkur minn á rokktónlist er orðinn öðruvísi, eða þá hreinlega staðið í stað og ég sé orðinn gamall. En að ég geti ekki hlustað á einu rokkstöð Íslands án þess að fyllast oft á tíðum viðbjóði á dagskrárgerð, markaðssetningu og tónlistarvali aðeins 22 ára gamall er full mikið af því góða.

Ég bíð bara eftir að geta krækt Last.fm við bílútvarpið mitt þar sem ég get verið berskjaldaður fyrir nýrri tónlist sem gæti breytt lífi mínu, án útvarpsmanna, hallærislegra auglýsinga og lélegra laga.

Auglýsingar

0 Responses to “Hnignun útvarps.”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
mars 2008
M F V F F S S
« Feb   Apr »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: