Ramble on Haiku

Stundum vildi ég óska þess að ég væri búinn að vera geðveikt duglegur við að skrifa uppköst af hinu og þessu. Eða fyrirfram skrifaðar greinar um hluti sem mér fannst ekki við hæfi að birta einhverntímann, og þyrftu mögulega ritskoðun. En ekkert þannig er að finna í My Documents möppunni minni og verðið þið því að sætta ykkur við enn eitt innihaldslausa röflið um ekkert

Kannski maður ætti að setja sér einhver svona markmið. Skrifa x-margar færslur á viku og 2-3 þeirra um eitthvað markvisst. Kannski maður ætti að reyna að muna betur það athyglisverða sem hefur drifið á daga og huga manns þegar maður loks gefur sér tíma til þess að skrifa um það. Ég hef aldrei getað komið mér inn í það að skrifa svona punktablogg, þó mér finnist einstaklega gaman af því að lesa þau. Stutt, hnitmiðuð og skemmtileg. Sem er eitthvað sem ég gleymi, og kann ekki að gera. Kannski að ég byrji að blogga í Haikum. Gæti gefið skemmtilega vídd inn í bloggið, sem og ákveðna áskorun fyrir mig. Eða kannski punktablogg í Haiku-formi. Það gæti verið verið skemmtilegur brautruðningur. Athugum þetta. Finnum þrjár fréttir á mbl.is og reynum að Haiku-yrkja um þær:

Eldsneyti lækkar

Lögreglan versnar mikið

Trukkar mótmæla

Ok. Ekki mitt besta verk. Mætti vera um eitthvað bitastæðara heldur en helstu fréttir sem fólk getur lesið sér til um á öllum öðrum bloggsíðum en það mætti ýta hrinu af svona litlum punkta-haikum inn í bloggheiminn. Ég skora á Kristján Atla og Gunna að semja punktablogg í Haiku-formi. Aðrir sem vilja vera með mega pósta í kommentin.

Auglýsingar

3 Responses to “Ramble on Haiku”


 1. 1 Kristján Atli apríl 2, 2008 kl. 9:23 e.h.

  Bjöggi Ben bullar.

  Gunni þegir að venju.

  Standa mér aftar.

 2. 2 Gunni apríl 2, 2008 kl. 10:49 e.h.

  Done, and done!

  Það er annars skemmtilegt að minnast á að mín besta stund á internetinu, eða bara mín besta stund yfir höfuð, var þegar ég og nokkrir gaurar úr stærðfræðinni duttum í það í Féló og stofnuðum Vampire Freaks síðu undir nafninu Lords_of_darkness_23 sem samanstóð eingöngu af haiku-ljóðum.


 1. 1 Kristján Atli » Ramble on Bakvísun við apríl 2, 2008 kl. 9:25 e.h.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
apríl 2008
M F V F F S S
« Mar   Maí »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: