Fallinn + Sparnaðarleiðir

Ég hef tileinkað mér hugsunarhátt alkóhólistans þegar kemur að því að spara pening. Hingað til er ég ekki búinn að ná einum degi í engri eyðslu-neyslu. Ég vakna á hverjum degi með það mantra að eyða engum pening í dag. Reyni að taka einn dag í einn, líkt og alkahólistinn. Ég reyni að sigrast á lönguninni að kaupa mér mat í hádeginu, frekar fara heim eða kaupa það ódýrasta bara til þess að eiga pening seinna.

Skyndibitafæðið og matarkaup er kannski helsti löstur minn því ég get alltaf farið heim til mín og fengið mér eitthvað þar sem það kostar mig ekkert. En stundum er auðveldara, og skemmtilegra að kaupa sér mat úti. Margar ástæður geta legið þar á baki, kannski kemst maður ekki heim, fær takmarkaðan matartíma, þarf að vera einhversstaðar annars staðar eða ákveður að borða lunch með vinum. Þá býðst sá kostur ekki að borða heima hjá sér. Það eru samt til margar leiðir til að komast hjá því að kaupa sér mat þegar maður er lagður af stað í daginn sinn.

  • Borða morgunmat áður en maður fer í vinnuna. Þá geturðu sleppt því að koma við í bakaríinu á leiðinni í vinnuna og eytt 500 kr í smurt rúnstykki, drykk og sætt stykki. Það er ótrúlegt hversu mikið er hægt að spara bara með því að sleppa þessu.
  • Smyrja sér nesti eða taka með sér einhverskonar mat í vinnuna. Þá sleppir maður við það að kaupa sér í mötuneytinu, eða að þurfa að skreppa út í 10-11 til þess að svara svengdinni. Svo ef maður borðar fyrir vinnu þá þarf maður oft ekki á neinu að halda í fyrra kaffinu nema kannski einn ávöxt eða svo. Og það er ekkert mál að kippa með sér einum banana eða epli með sér. Þetta getur sparað manni annan 2-300 kallinn á dag.
  • Ef möguleiki er fyrir hendi þá er um að gera að skreppa heim í mat. Þetta á náttúrulega ekki við um alla því sumir vinna mjög langt frá sínum heimilum. Því eyðir maður miklum peningum í mat í hádeginu, og mögulega enn meiri ef vinnustaðurinn inniheldur ekki mötuneyti.
  • Að elda afganga er góð sparnaðarleið. Fyrir fólk sem er mikið fyrir að elda sér góðan kvöldmat þá getur það bara tekið á sig að elda einum skammti stærri kvöldmat til að taka með sér sem hádegismat. Maður verður fljótt geðveikur á brauðsneið og skyri í hádegismat á hverjum degi. Getur sparað þér um ca. 1000-1500 krónur á dag.
  • Millimála langanir í mat geta verið erfiðar því maður fer oft út og kaupir sér nammi eða aðra álíka óhollustu fyrir of mikinn pening. Því er um að gera að kaupa sér orkustangir, t.d. Special K eða Fruit´n´Fibre stangir sem maður fær sér þegar maður finnur fyrir matarþörf. Kassarnir kosta undir 400 krónunum og geta dugað í ca viku. Í staðinn fyrir að eyða 300 kr á dag í óhollara nammi, því Special K er ekki sykurminnsta stöngin á markaðnum, en ódýrari er hún.

Ef vel gengur geturðu sparað þér í kringum 2000 krónum á dag. Þó svo að þurfi að reikna inn ýmsan kostnað eins og á nestinu og þessháttar þá kemur maður alltaf út í plús.

Auglýsingar

0 Responses to “Fallinn + Sparnaðarleiðir”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
apríl 2008
M F V F F S S
« Mar   Maí »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: