Furðulegheit fortíðar.

Í gær hélt ég að tónleikarnir framundan yrðu ósköp venjulegir. Reyndar kom það upp að þeir voru óvenju góðir og böndin sem voru að spila voru næstum því öll pottþétt á sínu og með mjög flott lög og sviðsframkomu. Það óvenjulega við tónleikana voru ekki tónlistarlegs eðlis, heldur frekar hvað heimurinn heldur ávallt áfram að minnka í kringum mig.

Þetta er svo lítill heimur, hef ég hugsað mjög oft við margar aðstæður sem ég hef lent í. Manneskja sem ég hef hangið með á börum Barcelona rekst óvart á mig hálfu ári seinna á labbi í London, þar sem við hvorug eigum heima og tilviljun ein réð því að við hittumst aftur. Hálfu ári eftir að ég kynnist nokkrum Bandaríkjamönnum í Marokkó þá hitti ég einn þeirra á rölti í Barcelona. Heimurinn þrengist eftir því sem þú þekkir fleiri og á einhverjum tímapunkti verður óumflýjanlegt að hitta alltaf einhvern sem þú þekkir hvar sem er í heiminum.

En í gær labbaði ég í rólegheitum upp á svið og þar segir strákur við mig: Heitir þú ekki Björgvin? Jú, játa ég og hugsaði ekkert frekar út í það fyrr en hann hélt áfram með spurningunni: Og bjóst út í Minnesota?

Nota bene bjó ég út í Minnesota þegar ég var fimm ára og möguleikinn á að hafa myndað einhver minnug tengsl við einhvern þar úti eru hverfandi eftir 18 ár. Þannig að það kom alveg flatt upp á mig þegar hann sagði: já, ég heiti Bjarki og var með þér þarna.

Þá flugu milljón minningar í gegnum hausinn á mér…….Bjarki, bjarki, bjarki, bjarki…..BJARKI!? Bjarki sem keyrði yfir landið með mér Bjarki? Spurði ég alveg gáttaður. Strákurinn sem var tveggja ára síðast þegar ég sá hann og ekki með draumóra um að verða einhverntímann fantagóður bassaleikari jánkaði því.

Alveg hreint ótrúlegt að hitta fólk sem maður eyddi víst massífum tíma með fyrir átján árum aftur, við allt aðrar aðstæður og í raun og veru allt aðrar persónur.

Auglýsingar

0 Responses to “Furðulegheit fortíðar.”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
apríl 2008
M F V F F S S
« Mar   Maí »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: