Fyrirlestra-stress

(Ég) Hélt tölu á málþingi í gær. Málþing um hópastarf í æskulýðsstarfi þar sem ég fór í gegnum reynslu mína af vinnu af mínum hóp síðasta árið. Eftir mikinn undirbúning og mikla æfingu þá held ég að ég hafi bara staðið mig ágætlega. Það var hlegið á réttum stöðum, eða þegar ég reyndi að vera fyndinn, ég hljómaði held ég ekki stresaður og ég fékk mikið hrós fyrir. Sérstaklega þar sem ég var áberandi yngsti fyrirlesarinn með mjög svo óformlegan fyrirlestur.

Það er samt pínu fyndið hvað líkaminn er ekki alveg tengdur við hausinn á manni stundum. Ég var alveg með efnið pottþétt í hausnum á mér, en þegar á hólminn var komið þá virtist líkaminn vera eitthvað stressaður greyið þar sem hann titraði svona rosalega stundum að ég lagði bara cue-kortin mín á púltið til þess að vera ekki að auglýsa þessa vanhæfni mína. En það er samt æðisleg tilfinning þegar maður fær áhorfendur á sitt band og róast vel niður eftir fyrsta brandarann, þá heldur maður bara ótrauður áfram. „Public speaking“ stress er nefnilega alveg mjög hátt á skalanum yfir það sem fólk vill helst ekki láta koma fyrir sig, þannig að svona létt stress er bara jákvætt. Minnir mig á þegar ég var að byrja að spila á tónleikum, þá fann maður alltaf fyrir nettu stressi áður en maður fór á svið.

Ég var búinn að kynna mér hin og þessi fyrirlestraform til þess að reyna að vera ekki bara enn einn gaurinn með leiðinlega tölu. Ég einbeitti mér að því að vera hnitmiðaður og skýr milli þess sem ég sagði fyndnar sögur úr starfinu sem vöktu mikla lukku. Glærusýningin mín var algerlega tilganglaus án mín með samhengislausum stikkorðum til að styðja mál mitt, ekki samansafn upplýsinga sem fólk les á meðan það gleymir fyrirlesaranum. Þannig að ég var vonandi það óhefðbundinn til að fólk muni eftir manni.

Annars bendi ég bara á þetta vídjó máli mínu til stuðnings. Alveg frábær leið til að komast að hinu gullnu reglum fyrirlestra.

Auglýsingar

1 Response to “Fyrirlestra-stress”Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
apríl 2008
M F V F F S S
« Mar   Maí »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: