Outsourcuð íbúðaleiga.

Síðasta mánuðinn er ég búinn að skoða fleiri íbúðasíður á netinu en hollt getur verið fyrir meðalmann. Ég er alltaf að finna fleiri síður sem eru með smáauglýsingar þannig að þetta hefur svona snjóboltunaráhrif að ég er að drukkna í íbúðaauglýsingum. Ég þarf íbúð á ákveðnum stað í Madrid, give or take nokkrir kílómetrar og það eru nóg til af íbúðum í þessum hverfum þannig að úr nógu er að taka.

En málið er að ég er að skoða þetta svo snemma að spontant Spánverjar eru ekkert mikið fyrir það að vera að taka því að maður komi eftir fjóra mánuði. En ég treysti því að ennþá verði úr nógu að taka þegar ég kem þarna í september þannig að ég geti notað tímann í að gera þetta in person.

En þá fékk ég þessa frábæru hugmynd. Þó ég sé ekki viðskiptajöfur með mikla peninga milli handanna og lítinn tíma til að framkvæma hlutina þá get ég alveg eytt smávægilegum pening í þægindi. Og með því að taka mér Tim Ferris til fyrirmyndar, enn og aftur(hættu að ranghvolfa augunum, þú veist hver þú ert) þá hef ég ákveðið að einfaldlega outsourca þessu verkefni til Indlands. Fyrir nokkra þúsundkalla get ég ráðið mér internet-hjálpara í Indlandi sem setur saman lista fyrir mig yfir þær íbúðir sem eru í boði, samkvæmt þeim þörfum sem ég set fram. Þannig spara ég margra klukkustunda vinnu sem ég get notað í að bora í nefið eða drukkið bjór á Spáni. Svo fer ég með listann minn góða frá vinnusama Indverjanum til Madrid þar sem ég set mig í persónulegt samband við leigusalanna.

Yndisleg þessi outsourcun. Hvað er annars íslenska orðið yfir það?

Hafið þið reynt eitthvað þessu líkt?

Auglýsingar

1 Response to “Outsourcuð íbúðaleiga.”


  1. 1 andrew júní 20, 2009 kl. 11:34 e.h.

    Dude hey-
    so i read a post of yours on tim ferris website. I’m in USA and was curious about possibly visting iceland. dude what type of stuff would you recommend i do if i went to iceland for a week or something. thanks man
    Andy


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
maí 2008
M F V F F S S
« Apr   Júl »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: