Sarpur fyrir júlí, 2008

Breytingar, blogg og bílastæði

Vá, rúmir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast. Það er alveg hræðilegur hlutur. En maður er búinn vera með fullt í fangi með að lifa daglega lífinu til að hafa tíma til að vera að skrifa mikið hér. Ég er búinn að skipta um vinnu þannig að ég vinn næstum ekkert fyrir framan tölvu.  Sem þýðir að ég get ekkert stolist í blogg-gírinn þegar mér hentar.  Það er vissulega leiðinlegt, en vinnan skánar með hverjum deginum og alltaf jafn frábært að vera að vinna í bransanum sem maður vill vinna í.

En margir hlutir eru í deiglunni hjá mér. Tvær hugmyndir af vefsiðum sem ég hef viðrað við nokkra aðila að reyna að gera að veruleika. Ein hugmyndin er flókin en hin veltur öll á minni vinnu og dugleg-heitum til þess að láta ganga. Og að sjálfsögðu er ég bjartsýnni á þá hugmynd því ég veit allavega hvað ég á að gera næst. Erfiðara að koma bloggi af stað en vefsíðu. En nú hef ég sagt nóg um það.

Ég er búinn að vera að fara í World Class í Laugum seinustu daga og tók eftir athyglisverðum hlut í dag. Það er nú þannig að bílastæðin eru nú ekki það mörg og mörgum finnst það lítið tiltökumál að leggja bara við kantinn á götunni. Sem ég kippi mér reyndar ekkert upp við en stöðumælaverðir Reykjavíkurborgar sáu sér fært um að kippa sér upp við það og voru í óða önn að gefa sektarmiða þegar ég lagði leið mína þangað áðan. Vissulega urðu eigendur þessara bíla ekki par sáttir þegar þeir kæmu út aftur. En svo fimm mínútum eftir að þeir fóru kom lögreglan á sínum bíl, keyrði upp á hjólaplanið og lagði næstum beint fyrir framan innganginn? Hefur lögreglan leyfi til þess að leggja alls staðar spyr ég nú bara? Frekar af forvitni en pirring því það gæti nú vel verið að þeir séu einhverstaðir yfir það hafnir að leggja í venjuleg stæði. Fyrst forsetisráðherra má ekki leggja upp á kanti fyrir framan listasafnið þá ætti lögreglan ekki að mega leggja á gangstéttina við World Class? En það hefði verið gaman að sjá stöðumælaverði sekta lögregluna fyrir að leggja ólöglega. Það hefði gert daginn minn.

Tveggja mánaða persónulegu up-deiti er hér með lokið.

Auglýsingar

Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júlí 2008
M F V F F S S
« Maí   Sep »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
Auglýsingar