Archive for the 'Almennt' Category

Nýtt blogg, nýjar áherslur.

Ég hef ákveðið að stofna nýtt blogg um lífið mitt hérna á Spáni. Þar verður örugglega eingöngu rætt um hvaða vandræði ég kem mér og hvaða ævintýri ég upplifi. Ég set myndir reglulega inn á facebook fyrir þá sem vilja skoða þau í myndum. Þetta blogg var alltaf upprunalega hugsað sem pælingablogg en ekki um daglegt líf og þess vegna hef ég stofnað http://smaborgaralif.wordpress.com fyrir allt það sem gerist fyrir Smáborgarann á Spáni.

Áhugasamir endilega kíkið við, en þetta blogg verður örugglega ekki mjög virkt nema mér detti einhverjar rosalegar pælingar í hug sem mér finnst ekki passa inn í hitt.

Kveðja,

Björgvin

Auglýsingar

Breytingar, blogg og bílastæði

Vá, rúmir tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast. Það er alveg hræðilegur hlutur. En maður er búinn vera með fullt í fangi með að lifa daglega lífinu til að hafa tíma til að vera að skrifa mikið hér. Ég er búinn að skipta um vinnu þannig að ég vinn næstum ekkert fyrir framan tölvu.  Sem þýðir að ég get ekkert stolist í blogg-gírinn þegar mér hentar.  Það er vissulega leiðinlegt, en vinnan skánar með hverjum deginum og alltaf jafn frábært að vera að vinna í bransanum sem maður vill vinna í.

En margir hlutir eru í deiglunni hjá mér. Tvær hugmyndir af vefsiðum sem ég hef viðrað við nokkra aðila að reyna að gera að veruleika. Ein hugmyndin er flókin en hin veltur öll á minni vinnu og dugleg-heitum til þess að láta ganga. Og að sjálfsögðu er ég bjartsýnni á þá hugmynd því ég veit allavega hvað ég á að gera næst. Erfiðara að koma bloggi af stað en vefsíðu. En nú hef ég sagt nóg um það.

Ég er búinn að vera að fara í World Class í Laugum seinustu daga og tók eftir athyglisverðum hlut í dag. Það er nú þannig að bílastæðin eru nú ekki það mörg og mörgum finnst það lítið tiltökumál að leggja bara við kantinn á götunni. Sem ég kippi mér reyndar ekkert upp við en stöðumælaverðir Reykjavíkurborgar sáu sér fært um að kippa sér upp við það og voru í óða önn að gefa sektarmiða þegar ég lagði leið mína þangað áðan. Vissulega urðu eigendur þessara bíla ekki par sáttir þegar þeir kæmu út aftur. En svo fimm mínútum eftir að þeir fóru kom lögreglan á sínum bíl, keyrði upp á hjólaplanið og lagði næstum beint fyrir framan innganginn? Hefur lögreglan leyfi til þess að leggja alls staðar spyr ég nú bara? Frekar af forvitni en pirring því það gæti nú vel verið að þeir séu einhverstaðir yfir það hafnir að leggja í venjuleg stæði. Fyrst forsetisráðherra má ekki leggja upp á kanti fyrir framan listasafnið þá ætti lögreglan ekki að mega leggja á gangstéttina við World Class? En það hefði verið gaman að sjá stöðumælaverði sekta lögregluna fyrir að leggja ólöglega. Það hefði gert daginn minn.

Tveggja mánaða persónulegu up-deiti er hér með lokið.

Outsourcuð íbúðaleiga.

Síðasta mánuðinn er ég búinn að skoða fleiri íbúðasíður á netinu en hollt getur verið fyrir meðalmann. Ég er alltaf að finna fleiri síður sem eru með smáauglýsingar þannig að þetta hefur svona snjóboltunaráhrif að ég er að drukkna í íbúðaauglýsingum. Ég þarf íbúð á ákveðnum stað í Madrid, give or take nokkrir kílómetrar og það eru nóg til af íbúðum í þessum hverfum þannig að úr nógu er að taka.

En málið er að ég er að skoða þetta svo snemma að spontant Spánverjar eru ekkert mikið fyrir það að vera að taka því að maður komi eftir fjóra mánuði. En ég treysti því að ennþá verði úr nógu að taka þegar ég kem þarna í september þannig að ég geti notað tímann í að gera þetta in person.

En þá fékk ég þessa frábæru hugmynd. Þó ég sé ekki viðskiptajöfur með mikla peninga milli handanna og lítinn tíma til að framkvæma hlutina þá get ég alveg eytt smávægilegum pening í þægindi. Og með því að taka mér Tim Ferris til fyrirmyndar, enn og aftur(hættu að ranghvolfa augunum, þú veist hver þú ert) þá hef ég ákveðið að einfaldlega outsourca þessu verkefni til Indlands. Fyrir nokkra þúsundkalla get ég ráðið mér internet-hjálpara í Indlandi sem setur saman lista fyrir mig yfir þær íbúðir sem eru í boði, samkvæmt þeim þörfum sem ég set fram. Þannig spara ég margra klukkustunda vinnu sem ég get notað í að bora í nefið eða drukkið bjór á Spáni. Svo fer ég með listann minn góða frá vinnusama Indverjanum til Madrid þar sem ég set mig í persónulegt samband við leigusalanna.

Yndisleg þessi outsourcun. Hvað er annars íslenska orðið yfir það?

Hafið þið reynt eitthvað þessu líkt?

Gítar til sölu

Sælinú,

Ég er ennþá að selja annan gítarinn minn. Seldi annan þeirra um daginn og hef ákveðið að setja hinn aftur í sölu. Þetta er ESP LTD Viper 400 og gefur að líta mynd af honum hér fyrir neðan. Selst á 50 þús kr. með ól.

Ég ætlaði að skrifa merkilega bloggfærslu um tvífeldni internetsins í sambandi við hvernig maður hagar sér í raunveruleikanum. En ég vil frekar bara sýna ykkur þessa mynd í staðinn..

Viðbót

Því má bæta við færsluna hér fyrir neðan að Gunnar Þór Magnússon, sem býr ekki á Íslandi né með nein ítök í fjölmiðlaheiminum fær að njóta sín í 24 Stundum á fimmtudag þar sem hluti blogg-greinar hans kemur fyrir í „Bloggarinn“ á seinustu síðum 24 Stunda. Ekki mikil frægð það svosem, varla nema 15 sekúndna frægð, ef það.

Sem er ekkert nema sniðugt, og pínu fyndið.

Furðulegheit fortíðar.

Í gær hélt ég að tónleikarnir framundan yrðu ósköp venjulegir. Reyndar kom það upp að þeir voru óvenju góðir og böndin sem voru að spila voru næstum því öll pottþétt á sínu og með mjög flott lög og sviðsframkomu. Það óvenjulega við tónleikana voru ekki tónlistarlegs eðlis, heldur frekar hvað heimurinn heldur ávallt áfram að minnka í kringum mig.

Þetta er svo lítill heimur, hef ég hugsað mjög oft við margar aðstæður sem ég hef lent í. Manneskja sem ég hef hangið með á börum Barcelona rekst óvart á mig hálfu ári seinna á labbi í London, þar sem við hvorug eigum heima og tilviljun ein réð því að við hittumst aftur. Hálfu ári eftir að ég kynnist nokkrum Bandaríkjamönnum í Marokkó þá hitti ég einn þeirra á rölti í Barcelona. Heimurinn þrengist eftir því sem þú þekkir fleiri og á einhverjum tímapunkti verður óumflýjanlegt að hitta alltaf einhvern sem þú þekkir hvar sem er í heiminum.

En í gær labbaði ég í rólegheitum upp á svið og þar segir strákur við mig: Heitir þú ekki Björgvin? Jú, játa ég og hugsaði ekkert frekar út í það fyrr en hann hélt áfram með spurningunni: Og bjóst út í Minnesota?

Nota bene bjó ég út í Minnesota þegar ég var fimm ára og möguleikinn á að hafa myndað einhver minnug tengsl við einhvern þar úti eru hverfandi eftir 18 ár. Þannig að það kom alveg flatt upp á mig þegar hann sagði: já, ég heiti Bjarki og var með þér þarna.

Þá flugu milljón minningar í gegnum hausinn á mér…….Bjarki, bjarki, bjarki, bjarki…..BJARKI!? Bjarki sem keyrði yfir landið með mér Bjarki? Spurði ég alveg gáttaður. Strákurinn sem var tveggja ára síðast þegar ég sá hann og ekki með draumóra um að verða einhverntímann fantagóður bassaleikari jánkaði því.

Alveg hreint ótrúlegt að hitta fólk sem maður eyddi víst massífum tíma með fyrir átján árum aftur, við allt aðrar aðstæður og í raun og veru allt aðrar persónur.


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
apríl 2018
M F V F F S S
« Sep    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  
Auglýsingar