Archive for the 'Bækur' Category

Athyglisverð lesning.

Mig langaði bara að deila með ykkur þeim bókum sem ég hef verið að reyna að lesa þessa stundina. Ég er aldrei bara með eina bók í einu í gangi og þ.a.l. eiga þær til að safnast upp og eru lesnar á mismunandi tímum eftir því í hvaða hugarástandi ég er þá stundina. Þessar þrjár fyrstu eru reyndar hljóðbækur sem ég hef hlaðið niður af vefsíðunni www.audible.com þar sem ég er áskrifandi af einhverjum mánaðarlegum kreditum sem ég get notað til þess að festa kaup á svona hljóðbókum eins og hér fyrir neðan.

Ég er mikið fyrir að nýta tímann í það að hlusta á hljóðbækur í bílnum þar sem ég get öðlast þekkingu á einhverjum hlut sem vekur áhuga minn milli þess sem ég snattast til og frá í vinnu eða hverskonar erindagjörðum sem ég er þá stundina. Reyndar á maður stundum til að zona út í umferðinni en mér hefur nú svona þokkalega tekist að takast á við að hlusta. Nýbúinn að klára The Seven Habits of Highly Effective People eftir Steven R. Covey í hljóðformi og er nú nýbyrjaður á The Portable M.B.A. in Entrepreneurship. Hún er reyndar vita tilgangslaus þegar kemur að minni vinnu og nýtist mér ekkert endilega í starfinu en þar sem ég hef ekki í hyggju að vinna hjá hinu opinbera endalaust þá þykir mér gott að fræðast um aðra hluti atvinnulífsins. Byrjar ágætlega og þó löng sé (sex klst) þá ætla ég mér að komast í gegnum hana og læra eitthvað af henni. Á meðan bíða hinar þolinmóðar eftir að ég ýti á Play.

Þessar hér fyrir ofan eru þessar sem ég hef við höndina á hverjum degi. Ég reyni alltaf að hafa bók nálægt mér því það er ótrúlegt hvað það getur oft skapast dauður tími til þess að lesa nokkrar síður. Þ.a.l. er ég mikill aðdáandi vasabóka, eða lítilla og handhægra bóka sem komast fyrir í úlpuvasanum mínum og eru oftar en ekki mjög illa farnar eftir þesskonar meðferð þegar ég er loksins búinn með þær.

Eins og gefur að skilja þá er ég mislangt kominn í þessum bókum vegna fyrrgreindra lesvenja. T.d. er ekki hægt að koma The Mixing Engineers Handbook auðveldlega fyrir í vasa hjá stærstu mönnum þannig að ég er ekki mikið fyrir að taka hana með mér í röðina í Bónus.

Og já, Stjáni. Ég er ALVEG að verða búinn með Rant. Hefur bara ekki gripið mig á þann hátt að ég hef aldrei verið í neinu sérstöku stuði fyrir hana. Ég er einhvernveginn farinn að breytast á þann veg að ég fíla handbækur um hluti sem ég er ekki að læra á einhvern hátt athyglisverðari.

Auglýsingar

Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júní 2018
M F V F F S S
« Sep    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  
Auglýsingar