Archive for the 'Internet-menning' Category

Fasteignaleigu-prettir

Undanfarna daga hef ég verið að leita mér að íbúð í miðborg Madrid. Fyrir þá sem ekki vita er ég á leiðinni út í nám í „Audio Engineering“, sem engum manni dyttti í hug að beinþýða yfir á íslensku og ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og betrumbæta spænskuna mína í leiðinni. Þess vegna varð höfuðborg Spánar fyrir valinu og er ég búinn að skoða idealista.com og craigslist.com meira en eðlilegt þykir seinustu vikurnar.

Á Craigslist.com er hægt að skoða smáauglýsingar þar sem fólk lýsir eftir leigjendum en einnig er hægt að fá sína eigin smáauglýsingu birta. Og til að auka líkurnar mínar ákvað ég að skella einni svoleiðis þar inn. Nema hvað, það vakna alltaf miklar grunsemdir hjá mér þegar ég á við fólk sem sendir mér e-mail vegna íbúðaleigu. Ég á mjög erfitt með að treysta því að fólkið sé í raun og veru það sem það segir sig vera.

Ég lenti t.d. í einni um daginn sem sendi mér upplýsingar um íbúðina sína. Allt til alls og rosa fínt. En svo var staðsetningin á henni á absúrdlega góðum stað, myndirnar sem hún sendi mér voru svona thumbnail myndir sem engum dytti í hug að senda til að selja íbúð og svo að lokum kom; „Svo millifærirðu bara til að byrja með með Western Union fyrstu greiðsluna“. Kannski virkar að pretta fólk svona, en þegar það stendur á Craigslist síðunni að allir sem biðja um Western Union greiðslu séu svikahrappar þá get ég allavega lagt tvo og tvo saman.

Þannig að núna er ég ennþá bara reglulega að skoða auglýsingar með von um að finna fólk sem er í raun og veru að auglýsa íbúðirnar sínar. En ég held að þetta endi bara á því að ég finni hana „on location“ í september, áður en skólinn byrjar. Ég held maður geti bara farið visst langt með þetta í gegnum netið.

Hafið þið átt einhver svona „viðskipti“ í gegnum svona síður?

Auglýsingar

Lifi konungurinn! Þó ekki nema væri í skamma stund!

Ég vil óska Gunna til hamingju með að vera í fyrsta sæti á wordpress listanum. Ó hinn mikli heiður að vera þar eftstur á blaði. Man ég þá tíma er ég tróndi þar á toppi texta-veraldar minnar, jafn fljótt og ég var steyptur af stóli. Ó bjóðum hinn mikla penna Gunna velkominn á hinn tímabundna topp tilverunnar í bloggheimum.

Sjá!

Fastest Growing WordPress.com blogs

 1. zeta fall gunna
 2. “When walking, walk. When eating, eat.”
 3. Don’t treat me any differently than you would the queen!!!
 4. 4. flokkur KA – Handbolti
 5. Tilvistarblogg skuggans
 6. Linda
 7. Sindri Hornafirði

Slagorð fyrir glæpi

Nokkur skemmtileg slagorð í tilefni helgarinnar sem ég stal af Ian Mckenzie og tók héðan.

Njótið vel.

 1. Take a Bite out of Crime. It tastes like Chicken.
 2. Crime wouldn’t pay if the government ran it.
 3. Thank you for pot smoking.
 4. Fight Crime. Shoot back!
 5. I say “no” to drugs but they just won’t listen!
 6. Don’t lie, cheat or steal unnecessarily.
 7. Don’t steal. The government hates competition.
 8. Only users lose drugs
 9. Drugs are for those who can’t handle reality. Reality is for those who can’t role play.
 10. Trespassers Will Be Shot – Survivors Will Be Prosecuted

Réttlæting slagsmála.

Langaði bara að deila með ykkur þessari grein sem ég las á Esquire síðunni fyrir nokkru og hún poppaði aftur upp við venjubundið vafur á hinum ýmsu heimasíðum sem ég stunda. Veltir fyrir sér hinum ýmsu spurningum og siðferði bakvið handalögmál. Hún er tekinn s.s. úr Esquire Magazine og er slóðin á síðuna hérna. En hér fyrir neðan er hún samt birt í heild sinni. Vonandi brýt ég engin lög við það…

In Defense of the Fistfight

Why one lippy hippie named Jericho made one writer resolve to start punching jerks again.

By Chris Jones

             

iStockPhoto

This whole thing started — or maybe it ended — with these guys engaging in some ritualistic, Hare Krishna clapping shit. They were sitting at a table across the bar from my buddy Phil and me. We were trying to enjoy a quiet pint in our quiet local on a quiet evening, but these hippies wouldn’t quit with their clapping. Swear to God, they might as well have been crashing cymbals in my ears.

I asked them politely to stop. „Make us,“ they said, and then they clapped louder, smiling their dirty-toothed smiles at us, twisting our nipples. One of them was named Jericho, I picked up. He was a skinny bearded guy who looked as though he’d wear Guatemalan mittens in winter. „Jerry,“ I said when they finally took a break, „come on over here, have a chat.“ He did, and shortly thereafter, he loosed a throat pony into my face. It was Jerry’s bad luck that I had resolved to start punching people again.

It wasn’t a snap decision. I’d reached the end of the road after what seemed like a perpetual assault from life’s Jerichos — the sorts of assholes who not only act like assholes but celebrate their assholedom: the grease spot who gave me the forearm shiver in our recreational soccer league and said, „It’s a man’s game, bitch“; the walnut-headed midlife crisis in his convertible who cut me off and then gave me the finger. It felt like they had me surrounded, clapping in concentric circles. I mean, Jesus, a skinny bearded hippie named after a biblical city had just spit in my face.

How’d we get here? Blogs are part of it, along with the incessant frothing of TV pundits and reality-show contestants, especially that lippy midget from The Amazing Race: Everybody thinks they’re above being edited. And the saddest part is, the Jerichos are right to feel bulletproof. Somewhere along the way, we’ve evolved into a culture without consequence, taught so much hokum about the bigger man walking away. Yet to appease us, we’ve also been told that what goes around comes around. What kind of contradictory horseshit is that — that one day, accounts will be settled, but by the universe? I like karma as much as the next guy, but lately, watching my city behave more and more like an Internet comments thread in the midst of a flame war, I’ve grown tired of waiting for the planets to balance the ledger. It’s like we’ve started playing hockey without the enforcers, and all the scrubs are tripping up the skaters with impunity. You know why Wayne Gretzky could be Wayne Gretzky? Because everybody knew that Dave „Cementhead“ Semenko would fill you in if you fucked with his friend.

Too bad life changes when we take off our skates — constrained by fear of cops, by fear of lawyers, by fear of the wife, all of our judges. Not anymore. I would submit, Your Honor, that if someone is doing something demonstrably asinine, and I ask them to stop it, please, and they say, „Make us,“ they’ve entered a binding oral contract whereby I am permitted, even obligated, to try to make them.

And so, before I wiped his spit off my face, I grabbed Jericho by his beard and dragged him outside. By the time I had him squared up, I saw all that I needed to see to know that I’d found a new habit: the regret on his once-smiling face. I was surprised by how good it felt, and I stopped for a second, frozen under the streetlights, satisfied that Jericho was about to make like the walls of that bitch city, and that I was about to settle my own accounts.

Ástarmálin til Indlands og annað ný-aldar outsourcing

Það hafa margir nýtt sér verktaka til að taka að sér verkefni sem þau sjá ekki að þau geta gert sjálf, nenna ekki eða kunna ekki. Kannski færðu vin þinn til að hjálpa þér að laga bílinn þinn því hæfileikar þínir liggja á garðyrkjusviðinu, eða droppar tölvunni þinni sem var að brenna við til fjölskyldumeðlims sem hefur meiri tíma en þú til að laga hana. Þetta eru allt persónulegir greiðar sem fólk tekur oft að sér vegna tilfinningatengsla við hinn aðilann.

En stundum þarftu að ráða einhvern í störfin því þú vilt ekki alltaf vera að bögga vini þína til að gera alla hlutina sem þú hefur ekki tíma fyrir. Fyrir utan allar hinar hefðbundnu leiðir til að finna verktaka fyrir þig hér á landi eru margar aðrar leiðir til þess að láta hlutina gerast. Þó það sé ekki nema bara til að létta álagið á þinni eigin vinnu. Tim Ferris skrifar vel um kosti þess að ráða sér persónulegan aðstoðarmann á netinu í bókinni sinni 4 Hour Work Week. Ef þú ert stórlax í vinnu og vantar einhvern sem getur séð um x-mörg mál fyrir þig, eins og rannsóknir, yfirlit og niðurstöður á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði þá er það ekkert mál. Þú ræður bara Indverja í þetta og hann gerir þetta á meðan þú sefur. Vantar helstu heimildir fyrir sögu eldgosa í heiminum frá og með árinu 1000? Lítið mál, þú ræður bara einhvern á www.elance.com og hann verður búinn að senda þér þetta á tölvupóstinn þinn áður en deginum lýkur. Á meðan þú vinnur þína vinnu eru aðrir að undirbúa hana fyrir þig hinum megin á hnettinum.

Ég hef stundum hugsað hversu þægilegt þetta gæti verið. Ég fæ oft hugmyndir af hlutum og bölva þess í hljóði að geta ekki rannsakað þær nánar. Það væri frábært fyrir mig að geta bara einfaldlega sent einfalt e-mail og presto, daginn eftir er ég kominn með heimildirnar sem ég þarf til að byrja undirbúningsvinnuna á bókinni minni, heimasíðu, tónverki, málverki etc.

T.d. Ég þarf að viðhalda þessu bloggi með athyglisverðu efni.

Lausn: Ég þarf tuttugu heimildir, blog og/eða bækur sem fjalla á einhvern hátt um samskipti kynjanna vegna blogggreinar sem ég vil skrifa. Ég þarf heimildir í fyrramálið kl 8:00 GMT tíma þar sem búið verður að flokka allar þessar heimildir þannig að ég geti unnið beint úr þeim en ekki þurft að vaða í gegnum langan texta til að komast að aðalatriðinu/fyndna kommentinu/skuggalegu sögunni.

Eða: Mig langar að setja upp heimasíðu.

Lausn: Mig vantar tíu markaðsetningaráætlanir, flokkaðar eftir kostnaði á því hvernig maður streymir inn hagnað vegna vefsíðna.

Það væri hægt að áorka svo mörgu ef þú gætir látið fólk vinna fyrir þig á meðan þú slefar á koddann.

En hvað með persónulegri mál? Ég talaði um persónulega greiða hjá fólki sem tengist þér tilfinningaböndum. En hvað með að verktakaráða útlending til þess að byggja og viðhalda tilfinningasamböndum. Tim Ferris skrifar um það í bloggfærslu sinni hér hvernig hann outsourcaði öllum deitum sínum til erlendra fyrirtækja sem sáu um að setja hann á deit með eins mörgum og hægt var á einhverjum ákveðnum tíma. Hann endaði með tuttugu deit í þessari fjögurra vikna langri tilraun sinni allt með hjálp fagmannlegra aðstoðarmanna og stefnumótasíðna á netinu. Nú er online-dating menningin mun stærri í útlöndum heldur en hérna heima, eins og ég hef minnst á í gamalli færslu, en það er alveg ótrúlega fyndið hvað þetta virðist vera auðvelt og handhægt, en á sama tíma frekar skuggalegt. Ég meina, þegar heilu vinnuteymin víðsvegar um heim geta bókað við mann stefnumót án þess að maður verði nokkurs vísari? Er það ekki pínuítið spúkí?

Síðan þegar þú ert búinn að nota útlendingana til þess að finna fyrir þig hinn frábæra maka þá geturðu haldið uppi hefðinni og látið persónulega aðstoðarmann þinn sjá um allt það rómantíska þannig að þú getir einbeitt þér að vinnunni. Indverjinn fær bara skilaboð um að sjá um að hún fái fallegt e-card vikulega, hann sér um að bóka leikhúsferðirnar þínar og borð á uppáhaldsmatsölustaðnum hennar. Svo setur hann þetta bara allt inn í dagatalið þitt sem hann hefur aðgengi að og þú þarft aldrei að hugsa um að verða konunni þinni fyrir vonbrigðum. Ég bendi hér á grein hjá Al Jacobs þar sem hann talar um hvernig hann outsourcaði einkalífinu sínu til Indlands með öllu tilheyrandi, þ.á.m. rifrildum við konuna sína.

Þú vinnur vinnuna þína með tvöföldum afkostum, kemur konunni þinni stöðugt á óvart án þess að hafa nokkuð fyrir því, vinnan er undirbúinn á meðan þú sefur og allt er gjörsamlega sett á sjálfstýringu.

„With your hands on the wheel, let the golden age begin“


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júní 2018
M F V F F S S
« Sep    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  
Auglýsingar