Archive for the 'Lífstílstilraunir' Category

Tilraunamennska núðlna.

Ég hef verið að gera smávægilega tilraun síðustu viku. Tók eiginlega ekki eftir því fyrr en í dag og því hafa ekki hávísindalegar aðgerðir verið í hávegum hafðar við gerð þessarar tilraunar. Ég hef verið eitthvað huga að eyðslu minni í mat dags daglega og þeirri staðreynd að ég eyði talsverðum skammt af laununum mínum í tóman skyndibitamat. Sem lýsir sér í hálfgerðri fíkn sem verður til þess að ég kaupi meira og meira af honum.

Þannig að ég tók eftir því í hádeginu í dag þegar ég var að borða skyndi-bolla-núðlurnar mínar að ég var að borða sama bragð frá þriðja fyrirtækinu á innan við viku. Ég hef s.s. verið að spara pening í hádegismat og hversu vel er hægt að spara þegar kostnaður er farinn úr 800-100 króna skyndibita niður að 89-200 króna skyndinúðlum. Það er alveg mörg hundruð prósenta sparnaður. Fólk í stjórnunarstöðum mætti prísa sig sælt yfir hyggjuviti sem mínu.

En skyndinúðlupakkinn sem ég borðaði í dag fellur undir einkunnagjöfina 2 af þremur mögulegum. Allar skyndinúðlurnar voru með kjúklingabragði en mismunandi bragð var samt af þeim öllum.  Eins og gefur að skilja af svona ódýru ruslfæði. En af þessum þremur núðlutegundum trónir YumYum tegundin á toppnum og Rookie fyrirtækið sleikir botninn með braglausustu núðlum fyrr og síðar. Ef þið kjósið að fara að mínum ráðum um núðlukap þá mæli ég hiklaust með YumYum, nema einungis með því skilyrði að muna að setja ekki nema svona helminginn af kryddinu útí. Því hann logar kjafturinn ykkar í klukkutíma eftirá.

En svona sparnaður dugir samt skammt þegar kemur að helginni og allur uppsafnaður sparnaður fer beint í leigubíla borgarinnar.

Auglýsingar

Svefntilraunir, slit.

Ég hef ákveðið að slíta þessari tilraun minni með svefn. Þar sem ég er nú orðinn veikur með hálsbólgu og kvef sé ég engan tilgang í að vera vakandi fleiri tíma á sólarhring til að láta mér líða illa í veikindum mínum. Ég veit ekki hvort ónægur svefn minn hafi orðið til þess að flýta fyrir veikindum mínum en það má alveg athuga það.

Þessi tilraun min var því mögulega bæði til góðs og ills. Ég gat alveg meikað þessa daga á þessum litla svefni ef ég þyrfti, með smávægilegum blundum inn á milli. En þær urðu til þess að ég missti aðeins meira en ég hefði viljað, bæði heilsusamlega og tilfinningalega.

Þannig að ef aðstæður ykkar eru góðar og fyrir hendi fyrir svona tilraun, endilega látið reyna á þetta.

Svefntilraunir, dagur 2.

Ultra productive dagur.

Fór yfir massa mikið af glósum og námsefni fyrir klukkan sjö í morgun. Fékk mér sykraðan jarðarberjagraut með mjólk til að byrja daginn. Þið vitið, eins og þið átuð þegar þið voruð lítil, þessi í bláu og hvítu fernunum. Tók mér létt letikast milli 7:00 og 7:30 áður en ég borðaði morgunmat part 2. áður en ég fór í vinnuna.

Var über duglegur að gera námsefnisverkefni og auglýsingar fyrir hádegi og með hjálp kaffibollans klukkan 9:20 var ég glaðvakandi allan tímann. Er búinn að vera kallaður geðveikur oftar en ég man seinustu tvo daga þegar ég útskýrir fyrir fólki þessa tilraun mína. En það er allt í lagi, það mótiverar mig bara.

Seinni parturinn í gær og kvöldið var svolítið hægt og þreytt þó ég hafi náð að læra eitthvað yfir kvöldið. Þannig að það er ekkert endilega líkamlega þreytan sem er að eyðileggja fyrir manni ef hugurinn er að keyra á minnsta kosti á 80% virkni.

Sjáum hvernig seinni parturinn í dag verður.

Svefntilraunir, dagur 1

Okei,

Vaknaði klukkan 06:00. Sem er ekkert svo spes árangur því það er ekki nema 1.5 klukkutíma ágóði. En ég fór líka seint að sofa so sue me. Þannig að eftir fjögurra tíma svefn stökk ég á fætur(ég er reyndar með harðsperrur eftir líkamsræktina í gær þannig að þetta var frekar aumingjalegt stökk). Klukkan 08:30 var ég búinn að læra alla heimavinnuna ásamt léttu internetvafri og skyri í morgunmat.

Nú er klukkan 11:00 og fyrsti kaffibollinn er kominn ofaní mig. Sagðist ætla að hafa það á reglulegum tímum en vegna skringilegra vinnuvakta á þriðjudögum hef ég ekki komist í það ennþá. Næst á dagskrá er vinna til 13:00, þá tekur við líkamsrækt og nettur lærdómur í pásunni minni.

Í heildina litið ágætis byrjun, er mjög vakandi og hress. Enda er ekkert mál að sofa svona stutt einn og einn dag, það er vaninn sem ég er að reyna að komast í. Eini ókosturinn er sá að mér er frekar illt í augunum, eins og þau séu eina líffærið sem þykist vera þreytt. En það breytist vonandi eftir ræktina.


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júní 2018
M F V F F S S
« Sep    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  
Auglýsingar