Archive for the 'Líkamsrækt' Category

Mind like body

Andspænis speglinum í ræktinni áðan sá ég glitta fyrir ástarhandfangaheilkenni á byrjunarstigi. Ég var nú alls kostar ekki sáttur við þessa dapurlegu hugmynd líkama míns um að hann mætti ráða einhverju um það hvernig hann vildi líta út og stökk enn metnaðarfullri á hlaupabrettið. Kyrjandi „Mind like water, body like rock“ hljóp ég móður og másandi á hlaupabrettinum við undursvala tóna hins frábæra listamanns Kenna.

Á meðan brettið var að hita sig upp hlustaði ég á byrjunar introið fullur eftirvæntingar eftir lagi númer tvö sem er eitthvað svalasta lag seinni ára. Þegar hlaupabrettið var farið að láta mig hlaupa á fullun hraða hoppuðu byrjunartónar Freetime inn í heyrnartólin mín þannig að ég fékk vægt „in the zone“ íþrótta-móment. Það var líkt og staður og stund hefðu gleymst í kringum mig þar sem ég hljóp einbeittur í takt við tónlistina, algerlega óháður umhverfinu. Hugur minn og líkami hlupu í takt við hvern einasta takt og hverja einustu línu, gleymandi sér í augnablikinu. Þessum augnablikum sem tónlist getur gefið þér.

Það er ekki oft sem ég upplifi svona „in-the-zone“ móment lengur. Í þau skipti sem þau gerðust komu þau oftast fyrir upp á sviði, neglandi gítarnum mínum í allar áttir. En þar sem þeim tíma er lokið í bili fæ ég alltaf mikla ánægju í hvert skipti sem ég upplifi þessi augnablik.

Auglýsingar

Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júní 2018
M F V F F S S
« Sep    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  
Auglýsingar