Archive for the 'Pælingar' Category

Fyrirlestra-stress

(Ég) Hélt tölu á málþingi í gær. Málþing um hópastarf í æskulýðsstarfi þar sem ég fór í gegnum reynslu mína af vinnu af mínum hóp síðasta árið. Eftir mikinn undirbúning og mikla æfingu þá held ég að ég hafi bara staðið mig ágætlega. Það var hlegið á réttum stöðum, eða þegar ég reyndi að vera fyndinn, ég hljómaði held ég ekki stresaður og ég fékk mikið hrós fyrir. Sérstaklega þar sem ég var áberandi yngsti fyrirlesarinn með mjög svo óformlegan fyrirlestur.

Það er samt pínu fyndið hvað líkaminn er ekki alveg tengdur við hausinn á manni stundum. Ég var alveg með efnið pottþétt í hausnum á mér, en þegar á hólminn var komið þá virtist líkaminn vera eitthvað stressaður greyið þar sem hann titraði svona rosalega stundum að ég lagði bara cue-kortin mín á púltið til þess að vera ekki að auglýsa þessa vanhæfni mína. En það er samt æðisleg tilfinning þegar maður fær áhorfendur á sitt band og róast vel niður eftir fyrsta brandarann, þá heldur maður bara ótrauður áfram. „Public speaking“ stress er nefnilega alveg mjög hátt á skalanum yfir það sem fólk vill helst ekki láta koma fyrir sig, þannig að svona létt stress er bara jákvætt. Minnir mig á þegar ég var að byrja að spila á tónleikum, þá fann maður alltaf fyrir nettu stressi áður en maður fór á svið.

Ég var búinn að kynna mér hin og þessi fyrirlestraform til þess að reyna að vera ekki bara enn einn gaurinn með leiðinlega tölu. Ég einbeitti mér að því að vera hnitmiðaður og skýr milli þess sem ég sagði fyndnar sögur úr starfinu sem vöktu mikla lukku. Glærusýningin mín var algerlega tilganglaus án mín með samhengislausum stikkorðum til að styðja mál mitt, ekki samansafn upplýsinga sem fólk les á meðan það gleymir fyrirlesaranum. Þannig að ég var vonandi það óhefðbundinn til að fólk muni eftir manni.

Annars bendi ég bara á þetta vídjó máli mínu til stuðnings. Alveg frábær leið til að komast að hinu gullnu reglum fyrirlestra.

Auglýsingar

Hnignun útvarps.

Ég hef staðið mig af því oft á tíðum að geta bara algjörlega ekki hlustað á útvarp. Ég hef oftar en ekki iPodinn minn tengdan við bílinn þar sem ég get ráðið minni eigin tónlist án þess að þurfa að hlusta á auglýsingar eða útvarpsmenn. En stundum er maður alveg til í að hlusta á tónlistina sem verið er að spila þá vikuna, sérstaklega til að athuga hvort einhver þarna úti spili eitthvað nýtt og ferskt sem gæti kveikt áhuga minn. En það er nær algjörlega hætt að gerast.

X-ið 9.77 var stöð sem ég hlustaði á reglulega en sú stöð sem í dag er orðinn einhver mesti brandari sem ég veit um í íslenskri útvarpssögu. Þessi stöð, sem gerir út á það að spila almennilega rokktónlist er alveg búin að missa það. Ég reyni að hlusta sem minnst á þessa stöð því mig hryllir við síversnandi tónlistarsmekk þeirra sem að henni standa. Markaðssetning og auglýsingastefna þessarar stöðvar er alveg til háborinnar skammar því það mætti halda að henni væri eingöngu beint að óþroskuðum smástrákum sem finnst svo kúl að drita yfir eitthvað sem hefur ekki gert neitt á þeirra hlut. Aðstandendur stöðvarinnar spila einnig þessa markaðsrullu í gegn þar sem þeir hanna auglýsingar sérstaklega miðaðar að fólki með froðu í hausnum. Sem er slæmt því markhópur stöðvarinnar eru rokkunnendur, ekki heimskingjar. Það eru ekki allir á móti allri annari tónlist sem spiluð er á X-inu, sumir geta hlustað á meira en allt þetta brit-rock sem er reynt að troða inn á mann.

Mér datt í hug að það er ekkert endilega stöðin sjálf, eða lögin inn á spilunarlista stöðvarinnar sem er ábótavant. Það komst ég að þegar ég keyrði til Keflavíkur í nótt þegar næturspilun X-ins var í gangi. Þá var eingöngu um góð lög að ræða í spilun. Ég þurfti vart að skipta um stöð alla leiðina, gat bara hlustað á mína rokkstöð með fullri vissu um áframhaldandi góða tónlist. En það er eins og eitthvað stökkbreytist á daginn þegar fólk mætir í vinnuna og fer að hafa áhrif á lagavalið. Þá finnst mér eins og þetta breytist í óhlustandi útvarpsstöð í einu og öllu.

Margir sem hef ég talað við um þetta eru sammála mér að þessari útvarpstöð hefur algjörlega misst það á seinni árum. Sú virðing sem hún eitt sinn hafði sem „Koooooonungur rokksins!“ er algerlega á bak og burt. Kannski er þetta bara það að smekkur minn á rokktónlist er orðinn öðruvísi, eða þá hreinlega staðið í stað og ég sé orðinn gamall. En að ég geti ekki hlustað á einu rokkstöð Íslands án þess að fyllast oft á tíðum viðbjóði á dagskrárgerð, markaðssetningu og tónlistarvali aðeins 22 ára gamall er full mikið af því góða.

Ég bíð bara eftir að geta krækt Last.fm við bílútvarpið mitt þar sem ég get verið berskjaldaður fyrir nýrri tónlist sem gæti breytt lífi mínu, án útvarpsmanna, hallærislegra auglýsinga og lélegra laga.

Þörf á frekari skriftum.

Ég er búinn að vera að hugsa um hvað ég ætla að gera við tímann minn þegar ég fer til Spánar. Þar sem ég eyði ekki nema 6 klukkutímum á viku í skólanum fyrstu þrjá mánuðina þá get ég búist við því að eiga ansi mikinn frítíma. Því hef ég verið að velta fyrir mér möguleikum mínum á að fylla upp í þennan frítíma sem ég sé reyndar í hillingum í dag. Þó það sé ekki nema vegna þess að upp á síðkastið er ég búinn að vera að drukkna í lífinu.

Þar sem Madrid mun vera heimaborgin mín í dágóðan tíma þá býst ég reyndar við að ég geti eytt ansi góðri prósentu einungis með því að skoða mig um. Það hljóta að vera til einhverjir skemmtilegir hlutir til að sjá.

En aðallega langar mig til að iðka rithöfundinn í mér. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að skrifa og hef haft(oftar en ekki) gaman af því að skrifa um hinu ýmsu hluti, hvort sem það hefur verið á þessu bloggi eða ekki. Ritgerðarsmíðar hafa oftast verið frekar skemmtilegar en þó krefjandi í mínum augum þar sem ég hef oftar en ekki barist blóðugu stríði við stafina þangað til ég hef lokið við hina fullkomnu ritgerð. Og það stendur enn í dag, því það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég frétti það síðast að ritgerðinar mínar eru ennþá notaðar í kennslu í Flensborg.

„Ef þið viljið fá tíu, þá verðið þið að gera eins og Björgvin.“

Ég hef reyndar lent í leiðinlegum atvikum vegna þessa þegar fullir framhaldsskólanemar koma upp að mér og segja: „Veistu hvað ég hef þurft að leggja mikið á mig til þess að fá almennilega einkunn í þessum áfanga! Og allt út af þér!!!“ Síðan hrækja þér á mig og svívirða.

En það er svo sem ágætt að maður getur skilið eftir standarda fyrir aðra til að fylgja. Kannski hefði ég átt að fylgja þessari skriflöngun eftir í háskóla í staðinn fyrir að eyða þessum síðustu þremur árum vinnandi í skólakerfinu. Tími sem ég fæ ekki til baka, hef samt lært af og fylgir mér í reynslu. Samt sem áður fylgir ákveðin sektarkennd af vera ekki kominn með B.A í Hverju-sem-er.

En skrif hafa mér allavega verið mér hugfanginn lengi vel, þó þau hafa alltaf verið mér mjög krefjandi. En hugsanir, pælingar og greinargerðir eru eitthvað sem ég á auðveldar með. Skáldverk af öllu tagi hafa mér þótt erfiðari. Ég hef ekki þolinmæði né ímyndunarafl til þess að skrifa skáldverk, frekar tala ég frá hjartanu um málefni sem mér þykja skemmtileg. Án þess að þurfa að búa til aðstæður, persónur og lýsingar til þess að fylgja þeim.

Það fylgir þessu ákveðin útrás sem ég hef gaman af, þó þið þurfið ekkert endilega að hafa gaman af því. Því mér var að detta í hug að bloggfærsla um áhuga bloggarans á skrifum er ekkert endilega það athyglisverðasta í heimi. En þegar ég flyt út til Madrid til að nema Audio Engineering hjá SAE Institute í Madrid blundar samt í mér sú hugmynd hvernig ég geti lært námsefnið í þaula ásamt því að halda uppi skrifþörf minni. Því fékk ég þá hugmynd að það gæti náttúrulega verið góð hugmynd að stofna blogg eingöngu um hluti sem tengjast hljóðblöndun og minni reynslu af því námi. Þá fæ ég útrás fyrir skrifþörf ásamt því að læra námsefnið (og spænskuna) betur, og að auki get ég mögulega miðlað upplýsingum til einhverra sem þess þurfa og/eða vilja.

Kannski er ég bara svona forfallinn bloggari að mig vantar enn eina hilluna til að koma mér í að ég stofni audiothoughts.wordpress.com eða eitthvað álíka í framtíðinni. Kannski er ég líka bara svona mikill lifehack.org fíkill, sem enginn fílar nema ég, að ég sjái mig knúinn til þess að búa mér til eina sneið af kökunni.

Kannski eyði líka bara öllum tímanum mínum í að skrifa um þá hluti sem ég sé og sendi þá til http://www.gridskipper.com.

Réttlæting slagsmála.

Langaði bara að deila með ykkur þessari grein sem ég las á Esquire síðunni fyrir nokkru og hún poppaði aftur upp við venjubundið vafur á hinum ýmsu heimasíðum sem ég stunda. Veltir fyrir sér hinum ýmsu spurningum og siðferði bakvið handalögmál. Hún er tekinn s.s. úr Esquire Magazine og er slóðin á síðuna hérna. En hér fyrir neðan er hún samt birt í heild sinni. Vonandi brýt ég engin lög við það…

In Defense of the Fistfight

Why one lippy hippie named Jericho made one writer resolve to start punching jerks again.

By Chris Jones

             

iStockPhoto

This whole thing started — or maybe it ended — with these guys engaging in some ritualistic, Hare Krishna clapping shit. They were sitting at a table across the bar from my buddy Phil and me. We were trying to enjoy a quiet pint in our quiet local on a quiet evening, but these hippies wouldn’t quit with their clapping. Swear to God, they might as well have been crashing cymbals in my ears.

I asked them politely to stop. „Make us,“ they said, and then they clapped louder, smiling their dirty-toothed smiles at us, twisting our nipples. One of them was named Jericho, I picked up. He was a skinny bearded guy who looked as though he’d wear Guatemalan mittens in winter. „Jerry,“ I said when they finally took a break, „come on over here, have a chat.“ He did, and shortly thereafter, he loosed a throat pony into my face. It was Jerry’s bad luck that I had resolved to start punching people again.

It wasn’t a snap decision. I’d reached the end of the road after what seemed like a perpetual assault from life’s Jerichos — the sorts of assholes who not only act like assholes but celebrate their assholedom: the grease spot who gave me the forearm shiver in our recreational soccer league and said, „It’s a man’s game, bitch“; the walnut-headed midlife crisis in his convertible who cut me off and then gave me the finger. It felt like they had me surrounded, clapping in concentric circles. I mean, Jesus, a skinny bearded hippie named after a biblical city had just spit in my face.

How’d we get here? Blogs are part of it, along with the incessant frothing of TV pundits and reality-show contestants, especially that lippy midget from The Amazing Race: Everybody thinks they’re above being edited. And the saddest part is, the Jerichos are right to feel bulletproof. Somewhere along the way, we’ve evolved into a culture without consequence, taught so much hokum about the bigger man walking away. Yet to appease us, we’ve also been told that what goes around comes around. What kind of contradictory horseshit is that — that one day, accounts will be settled, but by the universe? I like karma as much as the next guy, but lately, watching my city behave more and more like an Internet comments thread in the midst of a flame war, I’ve grown tired of waiting for the planets to balance the ledger. It’s like we’ve started playing hockey without the enforcers, and all the scrubs are tripping up the skaters with impunity. You know why Wayne Gretzky could be Wayne Gretzky? Because everybody knew that Dave „Cementhead“ Semenko would fill you in if you fucked with his friend.

Too bad life changes when we take off our skates — constrained by fear of cops, by fear of lawyers, by fear of the wife, all of our judges. Not anymore. I would submit, Your Honor, that if someone is doing something demonstrably asinine, and I ask them to stop it, please, and they say, „Make us,“ they’ve entered a binding oral contract whereby I am permitted, even obligated, to try to make them.

And so, before I wiped his spit off my face, I grabbed Jericho by his beard and dragged him outside. By the time I had him squared up, I saw all that I needed to see to know that I’d found a new habit: the regret on his once-smiling face. I was surprised by how good it felt, and I stopped for a second, frozen under the streetlights, satisfied that Jericho was about to make like the walls of that bitch city, and that I was about to settle my own accounts.

Draugar fyrsta ársnema

Ég sá gamla vofu seinustu helgi. Mann sem gjörsamlega hvarf af yfirborði jarðar þegar ég var sautján ára gamall. Því var ég mjög hissa að sjá hana labba upp af klósettinu á English Pub algerlega óafvitandi um undrun mína. Svo ekki sé talað um að hann mundi ekkert eftir mér og gjörsamlega horfði í gegnum mig.

Þegar ég á fyrsta ári í Flensborg var mér plantað ásamt mörgum öðrum í svokallaðan „elítu-bekk“(ekki mín eigin nafngift, né neinna í bekknum). Við sem vorum í þessum bekk, þ.á.m. Gunni Mastermind, Sigrún Bender og fleiri afburðanemendur höfðum s.s. staðið okkur svona vel á samræmdu prófunum að við fengum að fljóta saman í gegnum fyrsta árið sem heill bekkur í þessum annars fjölbrautasinnaða skóla. Við „nördarnir“ náðum ágætlega saman að miklu leyti þó svo að sumir hverjir voru lokaðri en aðrir á sinn eigin „nördalega“ hátt.

Einn þessara nemenda var svo þessi eini í hópnum sem var algerlega á skjön félagslega við alla hina í hópnum. Þeir sem þekktust innbyrðis áður áttu auðvelt með að tengjast hinum í samstarfi við félaga sína en þessi sat út í horni og lét það algjörlega vera að mynda einhver tengsl við okkur hin. Margir hafa svipbrigði og takta sem maður gleymir ekki eftir að maður kynnist þeim en að segja við ykkur að ég muni eftir einu einasta svipbrigði eða blæbrigðum í skapi er að taka of djúpt í árinni. Ég sé þennan mann fyrir mér annaðhvort sitjandi fyrir framan stofuna sem við áttum að fara í þann daginn með hendur á lærum, réttur í baki bíðandi þolinmóður eftir tímanum eða sitjandi út í horni takandi eftir og skrifandi niður. Eftir eitt ár hefði ég haldið að maður gæti munað eftir einhverju fleiru í fari hans en það er algjör móða þegar kemur að honum.

Á góðum stundum hópuðumst við nokkur kannski saman og ræddum þennan dularfulla samnemenda okkar. Almenn ályktun var náttúrulega sú að fyrst hann var í „elítu bekknum“ þá var hann náttúrulega ekki þroskaheftur. Félagslega lokaður kannski, en langt frá því að vera þroskaheftur miðað við allar tíurnar sem hann virtist fá fyrir vinnuna sína. Því var einungis ein niðurstaða sem hægt var að komast að en hún var náttúrulega sú að þessi maður var ofar okkur öllum í öllu því sem viðkom að vera snillingur. Við vorum bara peð sem fengum að fljóta með í bekknum hans. Hann mætti, lærði og skaraði framúr. Allt í öskrandi hljóði sem gerði okkur hin biluð að geta ekki kynnst honum betur.

Eftir á að hyggja gætum við kannski hafa nálgast hann öðruvísi til að draga hann út úr skelinni. Hann var kannski með hugann annars staðar en við þetta iðjuleysi og þessa drykkjusemi sem einkenndi okkar hugsunarhátt á fyrsta ári. Kannski fengum við bara að vera samferða í gegnum fyrsta ár einhvers komandi snilling Íslands. Ég veit að ég og Gunni ásamt mörgum öðrum úr þessum bekk hafa pælt mikið í þessum dreng. Það að ég hafi komist að því að hann væri enn meðal vor veitir mér að einhverju leyti ákveðna huggun því eftir þetta ár gjörsamlega hvarf hann af yfirborði jarðar og við sáum hann aldrei framar.  Ég veit ekki hvort við vorum eftir okkur vegna þess að við komumst aldrei að neinu um hann eða hvort við vorum bara pirruð yfir því að fengum aldrei að vera betri en hann. En eftir situr óleyst ráðgáta um dreng sem enginn vissi deili á þó við deildum öll okkar námsefni með honum á hverjum degi, árið um kring.


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
apríl 2018
M F V F F S S
« Sep    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  
Auglýsingar