Archive for the 'Skipulagning' Category

Fallinn + Sparnaðarleiðir

Ég hef tileinkað mér hugsunarhátt alkóhólistans þegar kemur að því að spara pening. Hingað til er ég ekki búinn að ná einum degi í engri eyðslu-neyslu. Ég vakna á hverjum degi með það mantra að eyða engum pening í dag. Reyni að taka einn dag í einn, líkt og alkahólistinn. Ég reyni að sigrast á lönguninni að kaupa mér mat í hádeginu, frekar fara heim eða kaupa það ódýrasta bara til þess að eiga pening seinna.

Skyndibitafæðið og matarkaup er kannski helsti löstur minn því ég get alltaf farið heim til mín og fengið mér eitthvað þar sem það kostar mig ekkert. En stundum er auðveldara, og skemmtilegra að kaupa sér mat úti. Margar ástæður geta legið þar á baki, kannski kemst maður ekki heim, fær takmarkaðan matartíma, þarf að vera einhversstaðar annars staðar eða ákveður að borða lunch með vinum. Þá býðst sá kostur ekki að borða heima hjá sér. Það eru samt til margar leiðir til að komast hjá því að kaupa sér mat þegar maður er lagður af stað í daginn sinn.

  • Borða morgunmat áður en maður fer í vinnuna. Þá geturðu sleppt því að koma við í bakaríinu á leiðinni í vinnuna og eytt 500 kr í smurt rúnstykki, drykk og sætt stykki. Það er ótrúlegt hversu mikið er hægt að spara bara með því að sleppa þessu.
  • Smyrja sér nesti eða taka með sér einhverskonar mat í vinnuna. Þá sleppir maður við það að kaupa sér í mötuneytinu, eða að þurfa að skreppa út í 10-11 til þess að svara svengdinni. Svo ef maður borðar fyrir vinnu þá þarf maður oft ekki á neinu að halda í fyrra kaffinu nema kannski einn ávöxt eða svo. Og það er ekkert mál að kippa með sér einum banana eða epli með sér. Þetta getur sparað manni annan 2-300 kallinn á dag.
  • Ef möguleiki er fyrir hendi þá er um að gera að skreppa heim í mat. Þetta á náttúrulega ekki við um alla því sumir vinna mjög langt frá sínum heimilum. Því eyðir maður miklum peningum í mat í hádeginu, og mögulega enn meiri ef vinnustaðurinn inniheldur ekki mötuneyti.
  • Að elda afganga er góð sparnaðarleið. Fyrir fólk sem er mikið fyrir að elda sér góðan kvöldmat þá getur það bara tekið á sig að elda einum skammti stærri kvöldmat til að taka með sér sem hádegismat. Maður verður fljótt geðveikur á brauðsneið og skyri í hádegismat á hverjum degi. Getur sparað þér um ca. 1000-1500 krónur á dag.
  • Millimála langanir í mat geta verið erfiðar því maður fer oft út og kaupir sér nammi eða aðra álíka óhollustu fyrir of mikinn pening. Því er um að gera að kaupa sér orkustangir, t.d. Special K eða Fruit´n´Fibre stangir sem maður fær sér þegar maður finnur fyrir matarþörf. Kassarnir kosta undir 400 krónunum og geta dugað í ca viku. Í staðinn fyrir að eyða 300 kr á dag í óhollara nammi, því Special K er ekki sykurminnsta stöngin á markaðnum, en ódýrari er hún.

Ef vel gengur geturðu sparað þér í kringum 2000 krónum á dag. Þó svo að þurfi að reikna inn ýmsan kostnað eins og á nestinu og þessháttar þá kemur maður alltaf út í plús.

Auglýsingar

Svefntilraunir

Í langan tíma hef ég grínast með að ég gæti svosem hætt að sofa þegar það verður of mikið að gera hjá mér. Þó svo ég ætli mér nú ekki að hætta alveg að sofa hef ákveðið að gera viku tilraun á sjálfum mér og sjá hvort ég geti komið nokkrum klukkutímum í viðbót inn í stundaskránna mína. Ég er líka að fara í fyrsta prófið í HÍ þannig að það er ekki til betri tími en núna til að gera léttvægilega tilraun á sjálfum sér.

Þar sem svefnhringurinn er eitthvað í kringum 90 mínútur og samkvæmt rannsóknum er þægilegast fyrir mann að vakna á milli þessara svefnhringja hef ég ákveðið að reyna að sofa einungis í fjóran og hálfan tíma, sem eru þrisvar sinnum 90 mínútur, í eina viku. Sem þýðir það að ég set vekjaraklukkuna á ca 4.5 klst fram í tímann hverju sinni. Ég fer iðulega að sofa milli miðnættis og eitt þannig að ég ætti þá að vera að vakna eitthvað í kringum 05:00 á morgnana. Þá ætla ég að nýta mér þessa auka þrjá tíma sem ég græði fyrir klukkan átta til þess að gera allt það mikilvæga sem ég þarf að gera áður en vinnan tekur við. Í þessu tilviki og þessari viku verður einblínt á það að læra og hreyfa sig. Breyturnar sem ég held að hjálpi eru hollur morgunverður, létt líkamsrækt áður en farið er í vinnuna, kaffibollar á reglulegum tímum yfir daginn( 9:20, 13:00 & 16:00), hollur hádegismatur og létt snarl á milli mála(s.s. drykkjarskyr eða ávextir). Svo get ég leyft mér að leggja mig annað hvort í 20 mínútna powernap eða heilan 90 mínútna R.E.M. hring yfir eftirmiðdaginn. Tilgangur tilraunarinnar er ekki endilega sá að gera miklu meira yfir daginn heldur að þurfa ekki að gera alla hluti á harðaspani. Þannig ætti ég að geta losað um eftirmiðdaga og kvöld til persónulegra stunda.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Því þá eru minni möguleikar á að ég láti eins og aumingi og hætti við þetta allt saman. Ég hef verið mikill andstæðingur svefns alveg síðan hann var fundinn upp og eru því þessi tilraun mín einungis notuð til þess að vinna bug á honum. Ég ætla mér að blogga nokkrar staðreyndir um hvernig tilraunin gengur alveg fram á næsta mánudag þar sem ég mun taka ákvörðun um hvort þetta nýja líferni sé þess virði að halda áfram eða hvort það þurfi að athuga fleiri breytur í tilraunina.

Ef þið viljið sjá hvaðan ég fæ innblásturinn til þess að gera svona lagað þá bendi ég ykkur hérna á tvær greinar sem fjalla um svipað efni.

Leo hjá Zen Habits skrifar um kosti þess að vakna snemma

Tim Ferris skrifar um Svefn-hökkun

Sé ykkur í fyrramálið.


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
apríl 2018
M F V F F S S
« Sep    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  
Auglýsingar