Archive for the 'Uncategorized' Category

Fyrirmyndarunglingar.

Kom mér á óvart siðprýði unglinga í gær. Var að vinna á balli í gærkvöldi og það var voða lítið um náin samskipti á dansgólfinu. Fyrir utan það hversu nánir strákar vilja vera við hvorn annan og sýna það í hörðu lögunum með því að hoppa af áfergju á hvorn annan. Sem er glettilega skemmtilegt á að horfa. Og stöðva. Því þegar starfsmaðurinn sem allir bera virðingu fyrir er kominn inn í miðjuna þá virðist sem þeir hugsi sig tvisvar um áður en þeir þrykkja sér á mann.

En það kom mér samt á óvart hversu stilltir krakkar eru þegar kemur að sveittum hormónaböllum eins og þessum. Ég man þegar ég var í unglingadeild, og fór einmitt á þetta sama ball. Þá var ég, eins og ég sagði við vinnufélaga minn þegar ég var að minnast á þetta sama, í hörkusleik á miðju dansgólfinu. Þarna!, sagði ég og benti á auðan reit á dansgólfinu, út við glugga, þar sem engin var í sleik.

Ég veit ekki hvort að krakkar séu bara betur upp aldir, siðprúðari með öllu, hormónaminni eða hvað. Kannski eru strákarnir bara svona miklir aumingjar að þora ekki að reyna við stelpurnar. Eða hvort stelpurnar séu bara ALLAR búnar að finna sér eldri gaura sem sækja þær í lok ballsins. Sem gerðist reyndar ekki, miðað við stelpufjöldann í heimleiðar-rútunni. Eða kannski er alveg jafn mikið af þessu í gangi ennþá og ég tók bara ekki nógu vel eftir því.

Hvað veit ég, ég var aldrei út á dansgólfinu nema til að stoppa slagsmál. Og það er lítið um sleik í slagsmálum

Auglýsingar

California Dreaming

Langaði bara að deila með ykkur þessum texta. Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í allan morgun, af einhverjum ástæðum. Snilldarsmellur frá Mamas and the Papas

All the leaves are brown and the sky is gray
I’ve been for a walk on a winter’s day
I’d be safe and warm if I was in L.A.
California dreamin’ on such a winter’s day

Stopped in to a church I passed along the way
Well I got down on my knees and I pretend to pray
You know the preacher likes the cold
He knows I’m gonna stay
California dreamin’ on such a winter’s day

All the leaves are brown and the sky is gray
I’ve been for a walk on a winter’s day yeah
I’d be safe and warm if I was in L.A.
California dreamin’ on such a winter’s day

Áframhaldandi byrjun

Hér verður áframhald með pælingar um það sem mér dettur í hug, þegar mér dettur eitthvað í hug. Líklega verður fjallað um félagstengsl, samskipti, húmor, hitt kynið og allt sem viðkemur tilgangslausu pop-kúltúr líferni.

Góðar stundir.

Þar til næst,

Björgvin


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júní 2018
M F V F F S S
« Sep    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  
Auglýsingar