Archive for the 'Vitleysa' Category

Lifi konungurinn! Þó ekki nema væri í skamma stund!

Ég vil óska Gunna til hamingju með að vera í fyrsta sæti á wordpress listanum. Ó hinn mikli heiður að vera þar eftstur á blaði. Man ég þá tíma er ég tróndi þar á toppi texta-veraldar minnar, jafn fljótt og ég var steyptur af stóli. Ó bjóðum hinn mikla penna Gunna velkominn á hinn tímabundna topp tilverunnar í bloggheimum.

Sjá!

Fastest Growing WordPress.com blogs

 1. zeta fall gunna
 2. “When walking, walk. When eating, eat.”
 3. Don’t treat me any differently than you would the queen!!!
 4. 4. flokkur KA – Handbolti
 5. Tilvistarblogg skuggans
 6. Linda
 7. Sindri Hornafirði
Auglýsingar

Slagorð fyrir glæpi

Nokkur skemmtileg slagorð í tilefni helgarinnar sem ég stal af Ian Mckenzie og tók héðan.

Njótið vel.

 1. Take a Bite out of Crime. It tastes like Chicken.
 2. Crime wouldn’t pay if the government ran it.
 3. Thank you for pot smoking.
 4. Fight Crime. Shoot back!
 5. I say “no” to drugs but they just won’t listen!
 6. Don’t lie, cheat or steal unnecessarily.
 7. Don’t steal. The government hates competition.
 8. Only users lose drugs
 9. Drugs are for those who can’t handle reality. Reality is for those who can’t role play.
 10. Trespassers Will Be Shot – Survivors Will Be Prosecuted

Kynlífssamlíkingar íbúðakaupa

Að velja gardínur í nýja íbúð er eins og að missa svein/mey-dóminn. Þarf að vera fullkomið en veldur alltaf vonbrigðum.

Offita

„Fat people gotta go! They´re contagious!“

-Denny Crane

No effort needed

Tilraunamennska núðlna.

Ég hef verið að gera smávægilega tilraun síðustu viku. Tók eiginlega ekki eftir því fyrr en í dag og því hafa ekki hávísindalegar aðgerðir verið í hávegum hafðar við gerð þessarar tilraunar. Ég hef verið eitthvað huga að eyðslu minni í mat dags daglega og þeirri staðreynd að ég eyði talsverðum skammt af laununum mínum í tóman skyndibitamat. Sem lýsir sér í hálfgerðri fíkn sem verður til þess að ég kaupi meira og meira af honum.

Þannig að ég tók eftir því í hádeginu í dag þegar ég var að borða skyndi-bolla-núðlurnar mínar að ég var að borða sama bragð frá þriðja fyrirtækinu á innan við viku. Ég hef s.s. verið að spara pening í hádegismat og hversu vel er hægt að spara þegar kostnaður er farinn úr 800-100 króna skyndibita niður að 89-200 króna skyndinúðlum. Það er alveg mörg hundruð prósenta sparnaður. Fólk í stjórnunarstöðum mætti prísa sig sælt yfir hyggjuviti sem mínu.

En skyndinúðlupakkinn sem ég borðaði í dag fellur undir einkunnagjöfina 2 af þremur mögulegum. Allar skyndinúðlurnar voru með kjúklingabragði en mismunandi bragð var samt af þeim öllum.  Eins og gefur að skilja af svona ódýru ruslfæði. En af þessum þremur núðlutegundum trónir YumYum tegundin á toppnum og Rookie fyrirtækið sleikir botninn með braglausustu núðlum fyrr og síðar. Ef þið kjósið að fara að mínum ráðum um núðlukap þá mæli ég hiklaust með YumYum, nema einungis með því skilyrði að muna að setja ekki nema svona helminginn af kryddinu útí. Því hann logar kjafturinn ykkar í klukkutíma eftirá.

En svona sparnaður dugir samt skammt þegar kemur að helginni og allur uppsafnaður sparnaður fer beint í leigubíla borgarinnar.

Skilgreining

„Lélegur kærasti er bara strákur sem viðheldur eigninni sinni illa“

-Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
júní 2018
M F V F F S S
« Sep    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  
Auglýsingar