Archive for the 'Pólitík' Category

Kosningamútur

Staða mín til kosninga kom svo bersýnilega í ljós áðan. Við innganginn á aðalbygginu Háskóla Íslands eru tvö borð sem skarta andstæðingum fyrir stúdentaráð eða hvað það nú kallast sem er kosið í upp í háskóla. Við innkomu mína fyrir tímann rölti ég framhjá þessum borðum algerlega áhugalaus og var látinn í friði. Eftir hann labbaði ég aðeins of hægt framhjá þessum borðum þar sem fulltrúar beggja ráða stóðu. Einn fulltrúanna vatt sér snögglega upp að mér og spurði, „koma í partí?“ og afhenti mér miða þar sem stóð á „FREE BEER“.

Ég hugsaði bara með mér hversu auðvelt væri að kaupa mitt atkvæði. Þó það nú væri, þetta fólk sér um að ég hafi eitthvað að gera yfir helgina, gerist ekki betur en það.

Pólitík og fréttir, og kæruleysi höfundar

Ég fylgist ekkert með fréttum.

OH! Hvernig geturðu þá verið með á nótunum! Hvernig er hægt að ræða við þig um það sem skiptir máli!?!?

Bíddu við. Ég les reyndar blaðið, með hálfum huga á morgnana í þau fáu skipti sem ég fæ mér morgunmat. Oftast er nóg að lesa fyrirsagnirnar til þess að vita að það er ekkert svo merkilegt að gerast. Ég les mikið og fæ mína vitneskju hvaðanæva af, ekki það mikið úr fjölmiðlum en frekar úr bókum og vefsíðum. Því ég aðhyllist þá kenningu að allt þetta sem verið er að tala um í fréttunum og það sem er skrifað um í blaðinu skiptir nákvæmlega engu máli fyrir mitt eigið daglega líf. Né heiminn í heild sinni því það er oftast ekki hægt að muna eftir nema brotabroti af því sem gerðist ári síðar.

Því hef ég einsett mér þá skoðun að ef það skeður eitthvað stórvægilegt eða miður merkilegt þá kemur einhver því til mín. Því það er til annað fólk sem eyðir tímanum sínum í fjölmiðlaaðhald og það sér oftar en ekki til þess að fólkið í kringum sig viti af þessu. Ég er mjög ánægður með það því ég vil nú ekki vera útundan þegar eitthvað virkilega stórt gerist, en ég vil bara ekki eyða tímanum mínum í að fylgjast með restinni af vitleysunni.

Ég man ekki hvað ég var að gera vitsmunalegt við tímann minn áðan þegar Kristrún vinnufélaga mín labbar inn á skrifstofu til mín og segir í hálfgerðum haushristings-glott-út-í-annað-tón „meirihlutinn er fallinn…..“. Ég leit uppúr spænskubókunum eða tölvupóstinum eða bloggskrifunum og svaraði höfuðhristingnum hennar. Glottandi út í annað kveikti ég á fréttunum sjálfviljugur í marga mánuði.

Og viti menn, stundum gerast hlutir sem vert er að fylgjast með. Þó þetta séu bara strákar í sandkassastríði bitrir út í flottu sandkassaborgirnar hjá hvor öðrum.


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
maí 2024
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031