Archive for the 'Blogg' Category

Prófar-veður

Ég fagna því alltaf þegar prófavertíðin gengur í garð í maí. Maður getur alltaf treyst því að þegar allir eru sveittir yfir bókunum þá lætur sólin sjá sig, hitinn hækkar upp úr öllu valdi og manni líður virkilega vel í sumar-stemmningunni. Alveg hreint frábært fyrir vinnandi mann eins og mig sem getur notið sólarinnar og veðursins á meðan hinir sitja með dregið fyrir gluggana til þess að láta ekki stöðugt minna sig á hversu frábært veðrið er.

Svona verður þetta í tvær vikur. Þá eru flest próf búin og þá kemur leiðinlegt veður aftur. Þannig er það bara. Óskrifað lögmál prófatarna.

Lifi konungurinn! Þó ekki nema væri í skamma stund!

Ég vil óska Gunna til hamingju með að vera í fyrsta sæti á wordpress listanum. Ó hinn mikli heiður að vera þar eftstur á blaði. Man ég þá tíma er ég tróndi þar á toppi texta-veraldar minnar, jafn fljótt og ég var steyptur af stóli. Ó bjóðum hinn mikla penna Gunna velkominn á hinn tímabundna topp tilverunnar í bloggheimum.

Sjá!

Fastest Growing WordPress.com blogs

  1. zeta fall gunna
  2. “When walking, walk. When eating, eat.”
  3. Don’t treat me any differently than you would the queen!!!
  4. 4. flokkur KA – Handbolti
  5. Tilvistarblogg skuggans
  6. Linda
  7. Sindri Hornafirði

Lúkas & Depill – Tango & Cash

Depillinn

Hundurinn á heimilinu fékk nýtt heimili í dag. Það er þessi þarna uppi sem er ofaní töskunni. Hann dó ekkert eða neitt svoleiðis. Við þurftum bara að losa okkur við hann. Því miður, því eins þreytandi geltir og hann var þá elskuðu við hann öll mjög mikið og þurfti mikið til að losa okkur við hann. Það var alveg hægara sagt en gert og mjög erfitt því maður var á einhvern hátt orðinn vanur gelgjulega geltinu hans þegar maður kom heim á daginn. En vegna aðstæðna var kominn tími til þess að við fyndum handa honum nýtt heimilinu. Því það kom aldrei til greina að lóga greyinu.

En nóg um sorgina sem fylgir því. Sú æðislega tilviljun olli því að kona á Akureyri tók við honum. Og ekki nóg með það heldur eignaðist hann frægan stjúpbróður, hinn ódauðlega Lúkas. Mögulega frægasta hund Íslandssögunnar. Mér finnst þetta bara svo fyndið að ég varð að deila þessu með ykkur. Vá, mér finnst bara eins og einhver nákominn mér hafi flutt stofnað hljómsveit með Lukas Rossi. Þeir eru nú nauðalíkir.

Svona rétt á meðan

By the way, nokkrir punktar.

  • Nýja notendaviðmótið á WordPress er glatað. Það er allt of fancy, ég vil bara hafa það stílhreint og þægilegt
  • Ég er alltaf á leiðinni að breyta útlitinu á þessari síðu. Kemur kannski von bráðar.
  • Ég er alltaf að reyna að finna eitthvað að blogga um. Eins og þið kannski takið eftir þá er lítið um vatn í eyðimörkinni í augnablikinu.
  • Það lagðist víst draugur á öxlina á mér. Ég er nett pirraður yfir því og vil helst að hann fari að koma sér sem fyrst. Eða þá að ég hafi sofið í hnút, sem er eiginlega ólíklegri kosturinn.
  • Ég er að lifa „frugally“ eða „án eyðslu“ í augnablikinu því ég á einfaldlega engan pening. Sem er algerlega það leiðinlegasta sem ég hef gert í langan tíma. Mig hefur aldrei langað jafn mikið í bíó á ævinni.
  • Maður lifandi hefur komið mér til bjargar undanfarna daga með því að bjóða manni upp á frábæran hádegismat sem klikkar sjaldan.

Frábært tilboð….

Ég spenntist smá upp áðan þegar ég fékk þennan póst því ég hugsaði með mér að ég gæti grætt smá á flugfargjaldinu því ég átti eftir að kaupa mér fargjald til Madrid. Nema hvað…. Athugið feitletrunina neðst í póstinum, alveg hreint yndisleg kaldhæðni…

HELMINGSAFSLÁTTUR AF VILDARFERÐUM
Takmarkað sætaframboð

Kæri Vildarklúbbsfélagi – Björgvin Benediktsson

Þú átt 2400 Vildarpunkta.

Nú geta allir okkar félagar bókað ferð á einhvern af áfangastöðum Icelandair á 50% punktaafslætti*.

+ Ferðatímabil er til 31.desember 2008.

+ Bókanir hefjast miðvikudaginn 16.apríl 2008 kl.09:00 og bókunum lýkur föstudaginn 18.apríl kl.17:00.

Flugvallarskattar ekki innifaldir. Barnaafsláttur Vildarklúbbs gildir.

*Tilboð gildir ekki til Barcelona, Madrid og Mílanó.

Andskotans týpísklegheit!

Slagorð fyrir glæpi

Nokkur skemmtileg slagorð í tilefni helgarinnar sem ég stal af Ian Mckenzie og tók héðan.

Njótið vel.

  1. Take a Bite out of Crime. It tastes like Chicken.
  2. Crime wouldn’t pay if the government ran it.
  3. Thank you for pot smoking.
  4. Fight Crime. Shoot back!
  5. I say “no” to drugs but they just won’t listen!
  6. Don’t lie, cheat or steal unnecessarily.
  7. Don’t steal. The government hates competition.
  8. Only users lose drugs
  9. Drugs are for those who can’t handle reality. Reality is for those who can’t role play.
  10. Trespassers Will Be Shot – Survivors Will Be Prosecuted

Ramble on Haiku

Stundum vildi ég óska þess að ég væri búinn að vera geðveikt duglegur við að skrifa uppköst af hinu og þessu. Eða fyrirfram skrifaðar greinar um hluti sem mér fannst ekki við hæfi að birta einhverntímann, og þyrftu mögulega ritskoðun. En ekkert þannig er að finna í My Documents möppunni minni og verðið þið því að sætta ykkur við enn eitt innihaldslausa röflið um ekkert

Kannski maður ætti að setja sér einhver svona markmið. Skrifa x-margar færslur á viku og 2-3 þeirra um eitthvað markvisst. Kannski maður ætti að reyna að muna betur það athyglisverða sem hefur drifið á daga og huga manns þegar maður loks gefur sér tíma til þess að skrifa um það. Ég hef aldrei getað komið mér inn í það að skrifa svona punktablogg, þó mér finnist einstaklega gaman af því að lesa þau. Stutt, hnitmiðuð og skemmtileg. Sem er eitthvað sem ég gleymi, og kann ekki að gera. Kannski að ég byrji að blogga í Haikum. Gæti gefið skemmtilega vídd inn í bloggið, sem og ákveðna áskorun fyrir mig. Eða kannski punktablogg í Haiku-formi. Það gæti verið verið skemmtilegur brautruðningur. Athugum þetta. Finnum þrjár fréttir á mbl.is og reynum að Haiku-yrkja um þær:

Eldsneyti lækkar

Lögreglan versnar mikið

Trukkar mótmæla

Ok. Ekki mitt besta verk. Mætti vera um eitthvað bitastæðara heldur en helstu fréttir sem fólk getur lesið sér til um á öllum öðrum bloggsíðum en það mætti ýta hrinu af svona litlum punkta-haikum inn í bloggheiminn. Ég skora á Kristján Atla og Gunna að semja punktablogg í Haiku-formi. Aðrir sem vilja vera með mega pósta í kommentin.

Mig langar það bara ekkert.

Ég horfði á Office Space um helgina seinustu á iPod frá Paris til Grenoble og síðan þá hefur verið svona letileg deyfð yfir mér. Ekki þessi sem einkennist af einhverri þreytu og aumingjaleti. Þetta er góð leti, ekki slæm leti. Svona svipað og AIDS, gott AIDS og slæmt AIDS. (Fyrir þá sem ekki skilja var þetta ótrúlega ósmekklegur einkahúmor).

Viljið þið vita meira?

Ég var skilinn eftir af Office Space með svona svipaðan hugsunarhátt og aðalpersónan í myndinni þegar hún kemst að því að henni langar bara til þess að sleppa því að gera sem henni finnst leiðinlegt.

Peter Gibbons: uh, I don’t like my job, and, uh, I don’t think I’m gonna go anymore.
Joanna: You’re just not gonna go?
Peter Gibbons: Yeah.
Joanna: Won’t you get fired?
Peter Gibbons: I don’t know, but I really don’t like it, and, uh, I’m not gonna go.
Joanna: So you’re gonna quit?
Peter Gibbons: Nuh-uh. Not really. Uh… I’m just gonna stop going.
Joanna: When did you decide all that?
Peter Gibbons: About an hour ago.
Joanna: Oh, really? About an hour ago… so you’re gonna get another job?
Peter Gibbons: I don’t think I’d like another job.
Joanna: Well, what are you going to do about money and bills and…
Peter Gibbons: You know, I’ve never really liked paying bills. I don’t think I’m gonna do that, either.

Þannig að þegar verkefnið hrannast upp á mig þegar ég kem aftur í vinnu og skóla tek ég þessu bara af einskæru kæruleysi, geri verkefnin í rólegheitunum og læt restina bara sitja á hakanum. Það er ekkert slæmt að fara að gerast bara af því ég er ekki með hugann við vinnu/skóla 24/7.

Þannig að á meðan verkefnin hellast yfir mig og e-mailin fylla inboxið tek ég þessu bara með stóískri ró og plana frí í vinnunni alla helgina. Það er stundum ekkert betra heldur en að segja bara eitt stórt FUCK YOU við verkefnin, hlaða bílinn af frábærum mat og góðu rauðvíni og bruna út úr bænum. Algerlega oblivious við hvað svo sem gerist á meðan.

Hver veit, kannski leysast einhver af þessum verkefnum af sjálfum sér.

Hnignun útvarps.

Ég hef staðið mig af því oft á tíðum að geta bara algjörlega ekki hlustað á útvarp. Ég hef oftar en ekki iPodinn minn tengdan við bílinn þar sem ég get ráðið minni eigin tónlist án þess að þurfa að hlusta á auglýsingar eða útvarpsmenn. En stundum er maður alveg til í að hlusta á tónlistina sem verið er að spila þá vikuna, sérstaklega til að athuga hvort einhver þarna úti spili eitthvað nýtt og ferskt sem gæti kveikt áhuga minn. En það er nær algjörlega hætt að gerast.

X-ið 9.77 var stöð sem ég hlustaði á reglulega en sú stöð sem í dag er orðinn einhver mesti brandari sem ég veit um í íslenskri útvarpssögu. Þessi stöð, sem gerir út á það að spila almennilega rokktónlist er alveg búin að missa það. Ég reyni að hlusta sem minnst á þessa stöð því mig hryllir við síversnandi tónlistarsmekk þeirra sem að henni standa. Markaðssetning og auglýsingastefna þessarar stöðvar er alveg til háborinnar skammar því það mætti halda að henni væri eingöngu beint að óþroskuðum smástrákum sem finnst svo kúl að drita yfir eitthvað sem hefur ekki gert neitt á þeirra hlut. Aðstandendur stöðvarinnar spila einnig þessa markaðsrullu í gegn þar sem þeir hanna auglýsingar sérstaklega miðaðar að fólki með froðu í hausnum. Sem er slæmt því markhópur stöðvarinnar eru rokkunnendur, ekki heimskingjar. Það eru ekki allir á móti allri annari tónlist sem spiluð er á X-inu, sumir geta hlustað á meira en allt þetta brit-rock sem er reynt að troða inn á mann.

Mér datt í hug að það er ekkert endilega stöðin sjálf, eða lögin inn á spilunarlista stöðvarinnar sem er ábótavant. Það komst ég að þegar ég keyrði til Keflavíkur í nótt þegar næturspilun X-ins var í gangi. Þá var eingöngu um góð lög að ræða í spilun. Ég þurfti vart að skipta um stöð alla leiðina, gat bara hlustað á mína rokkstöð með fullri vissu um áframhaldandi góða tónlist. En það er eins og eitthvað stökkbreytist á daginn þegar fólk mætir í vinnuna og fer að hafa áhrif á lagavalið. Þá finnst mér eins og þetta breytist í óhlustandi útvarpsstöð í einu og öllu.

Margir sem hef ég talað við um þetta eru sammála mér að þessari útvarpstöð hefur algjörlega misst það á seinni árum. Sú virðing sem hún eitt sinn hafði sem „Koooooonungur rokksins!“ er algerlega á bak og burt. Kannski er þetta bara það að smekkur minn á rokktónlist er orðinn öðruvísi, eða þá hreinlega staðið í stað og ég sé orðinn gamall. En að ég geti ekki hlustað á einu rokkstöð Íslands án þess að fyllast oft á tíðum viðbjóði á dagskrárgerð, markaðssetningu og tónlistarvali aðeins 22 ára gamall er full mikið af því góða.

Ég bíð bara eftir að geta krækt Last.fm við bílútvarpið mitt þar sem ég get verið berskjaldaður fyrir nýrri tónlist sem gæti breytt lífi mínu, án útvarpsmanna, hallærislegra auglýsinga og lélegra laga.

Þjóðarmorð í fataskápnum.

Hvernig hendir maður fötum sem hafa safnast saman inn í fataskápnum sínum? Án þess að finna til mikils tilfinningalegs missis eða sorgar?

Ég útbjó nokkrar handhægur reglur eftir fatarskápshreinsunina mína áðan. Vegna þess að við seldum húsið og erum að fara að flytja sé ég mig knúinn til þess að taka aðeins til í fataskápnum sem hefur hingað til aðeins gleypt það sem honum er gefið. Án þess að gefa nokkurn skapaðan hlut til baka. Talandi um að bíta höndina sem fæðir mann. Þannig að ég tók skorpu áðan og fleygði heilum svörtum ruslapoka af fötum, og eftir stendur enn…..fullur fataskápur? Og fullt óhreinatau? Skápurinn vann orrustuna en stríðið er langt í frá unnið.

Til þess að vitni aðeins meira í Tim Ferris þá var hann með svona kafla í bókinni sinni Four Hour Work Week sem ég er búinn að tönnlast á að undanförnu. Svona kafla um hvernig eigi að minnka draslið í kringum sig og sérstaklega þegar kemur að því að ferðast, því fólk ferðast yfirleitt ekki með fataskápanna á bakinu. Hann sagði að 80/20 reglan ætti alveg eins við í fötum sem og öðru í kringum þig, hvort sem það eru viðskipti eða annað. Með 80/20 reglunni er átt við að t.d. notarðu 20 prósent fata þinna 80 % tímans. Þannig að ef þú átt 20 boli, notarðu fjóra þeirra miklu meira en aðra. Þetta er oft notað í viðskiptum sem útskýring á því að 20% fólks í heiminum á 80% auðsins. Eða svo næstum, hlutföllin geta hoppað létt til eða frá. Hann notaði 80/20 regluna á fataskápinn sinn, en ég gat ekki verið alveg svo drastískur.

En ég fór s.s. í gegnum hlutina mína þannig:

1. Ef það smellpassar ekki á þig, hentu því.

2. Ef það er eitthvað við hana sem þú veist ekki hvað er en finnst ekki ótrúlega svalt, hentu því þá. Sérstaklega, ef þér finnst liturinn ljótur muntu aldrei fara í flíkina hvort eð er.

3. Ef þú manst ekki hvenær þú notaðir það síðast, hentu því þá.

4. Regla 3 á mögulega ekki við um spariföt og þessháttar föt sem eru ekki notuð það oft. Fín föt mega því staldra aðeins lengur við.

5. Ef það er kjánalegt merki eða slagorð á bolnum eða peysunni sem þú telur þig vera þroskaðan uppúr, hentu honum þá. Sama hversu miklar minningar þú telur þig hafa tengdar flíkinni.

6. Satín er OUT, það var m.a.s. out þegar þú keyptir skyrtunni. Og það að hún hafi kostað 300 kall á kílómarkaði Spútniks segir þér líka að þú ert ekkert að glata svo miklu. Það má setja þessa reglu við allskyns efni og flíkur sem þú hefur ekki stíl fyrir lengur.

7. Þú þarft ekki að eiga 10 boli sem eru of stórir sem þú notar eingöngu til að sofa í, sérstaklega þegar þú sefur ekki allt of oft í bol hvort eð er.

8. Ef þér finnst það ljótt……HENTU ÞVÍ ÞÁ! Þó að þú þykist bera tilfinningar til flíkanna. Bara svona rétt til að endurtaka mig.

9. Undantekningar eiga að sjálfsögðu alltaf við og má maður eiga nokkra af sínum eftirlætis flíkum eingöngu vegna tilfinninga. Þó að maður fari ekki oft í leðurbuxurnar sínar þá er algjört brjálæði að henda alvöru leðurbuxum sem kostuðu sinn skammt af mánaðarlaununum þegar þú keyptir þær.

10. Ef þér líður ekki vel í því og getur ekki fundið neitt sem passar við það er betra að henda því heldur en að velta sér upp úr því frekar.

Þannig endaði ég með því að henda ca 30% af fötunum mínum. Það eru engin 80% en maður verður að byrja einhversstaðar. Ef þið eruð með einhverjar fleiri uppástungur þá megið þið endilega láta mig vita í ummælunum, þó það sé ekki nema bara til þess að ég geti bætt við nýju vopni í baráttu minni gegn fataskápnum.


Björgvin Benediktsson

Mínar hugsanir varðandi daglegt líf og þær hugsanir sem það vekur mér í brjósti.
maí 2024
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031